Viðsjárverðir tímar - Meta þörfina á endurskoðun varnarmála segir utanríkisráðherra

Í frétt DV í gær segir að það hafi ekki munað miklu að kjarnorkuvopnum hafi verið beitt sumarið  2022 að sögn fréttamannsins Jim Sciutto, sem starfar hjá CNN. Bandaríkin voru að sögn undirbúin undir það sem þykir „óhugsandi“ að gerist En sumarið 2022 gekk illa á vígvellinum fyrir rússneska herinn.  Illt ef satt er. Í raun erum við alltaf einu handtaki frá kjarnorkustyrjöld, dæmin úr kalda stríðinu, segja frá mörgum mistökum sem hefðu getað leitt til kjarnorkustyrjaldar.

Í frétt mbl.is þann 22.2.2024 "...segir Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir vinnu í gangi í ráðuneyt­inu við að skoða sér­stak­lega þörf fyr­ir end­ur­skoðun á því sem snýr sér­stak­lega að varn­ar­mál­um. Þá seg­ist Bjarni styðja inn­göngu Úkraínu í NATO og að hann hafi verið skýr um það á fund­um sem hann hafi sótt." Sjá slóð: Meta þörfina á endurskoðun varnarmála

Þetta er skrýtin niðurstaða utanríkisráðherra en bloggritari veit ekki betur en að Úkraínustríðið hafi einmitt brotist út vegna þess að Úkraína ætlaði að ganga í NATÓ og það hafi verið kornið sem fyllti mælirinn hjá Rússum (og hik og fum hjá Biden stjórninni).  Rússar sögðust ekki vera á móti inngöngu Úkraínu í ESB en setti skýr mörk við inngöngu landsins í NATÓ.

Veit ekki í hvaða veruleika Bjarni lifir í en raunveruleikinn mun skera úr þessu en það virðist stefna í að Rússa vinni á vígvellinum, haldi því sem þeir vilja halda og setji skilyrði að Úkraína gangi aldrei í NATÓ. Orðin ein munu ekki breyta neinu um niðurstöðuna.

Í sömu blaðagrein mbl.is "...vísaði Bjarni einnig til þess að ný­lega hafi Alþingi tekið til end­ur­skoðunar þjóðarör­ygg­is­stefnu Íslands án þess að hún hafi verið mikið rædd. Hann hefði hins veg­ar sett í gang vinnu við að end­ur­skoðun á varn­ar­mál­um í ráðuneyt­inu. „En ég er með í mínu ráðuneyti vinnu við að skoða sér­stak­lega þörf­ina fyr­ir end­ur­skoðun á því sem snýr sér­stak­lega að varn­ar­mál­un­um.“

Hér fer heldur ekki saman hljóð og mynd. Íslensk stjórnvöld eru heldur ekki með meina alvöru stefnu í eigin varnarmálum.  Þau geta ekki einu sinni rekið Landhelgisgæsluna sómasamlega og er hún fyrst og fremst löggæslustofnun en hefur varnarmálin á sinni könnu.  Nú rekur hún tvo báta og tvö varðskip, annað byggt sem dráttarskip. Einnig rekur Landhelgisgæslan þrjár þyrlur og eina eftirlitsflugvél sem átti að selja um daginn vegna fjárskorts en hætt við vegna mótmæla almennings. Í áraraðir, jafnvel áratugi, hefur Landhelgisgæslan glímt við fjárskort vegna þess að naumt er skammtað. En alltaf eru til peningar í gæluverkefni stjórnvalda.

En það er gott mál að utanríkisráðherra er að láta utanríkisráðuneytið skoða varnarstefnuna upp á nýtt.

Hér er nýjasta þingsályktun Alþingis frá 28. febrúar 2023 um þjóðaröryggi: Þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland (m.áo.br)

Hún er ekki slæm, jafnvel á köflum góð, en hér kveður ekki við nýjan tón. Sama mandran er kyrjuð, um áframhaldandi veru í NATÓ og viðhald varnarsamningsins við Bandaríkin, bæði góð mál en ekkert nýtt. Ekkert um að Ísland taki sjálft að mestu ábyrgð á eigin vörnum, hafi viðeigandi stofnun (Varnarmálastofnun Íslands) og sérfræðiþekkingu til að taka upplýsta ákvörðun um varnir Íslands. Á meðan svo er, er lítið mark takandi á ákvarðanir Þjóðaröryggisráð Íslands. Hvar fær það t.d. herfræðilegar upplýsingar um varnir Íslands? Frá Bandaríkjum?

Hér er spurning sem hægt er að beina til utanríkisráðherra um hversu mikið af vergri þjóðarframleiðslu Íslendingar verji til varnarmála? Hvað leggja Íslendingar mikið fjármagn fram í sameiginlega sjóði NATÓ og hversu mikið leggur bandalagið til varna Íslands?  Árið 2014 ákváðu aðildarþjóðir NATÓ að hvert ríki verji sem svarar 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál og markmiðinu yrði náð 2024.  Hvenær nær Ísland þessu markmiði eða stefnir ríkisstjórnin að ná þessu markmiði yfirhöfuð?

Til ábendingar má benda á að í fjárlögum hvers ár, er sundurliðun fjármagns sem fer í varnarmál lítil og erfitt er að fá heildarsýn á málaflokkinn. Bloggritari hefur átt í erfiðileikum með að átta sig á debit og kredit hlið málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband