Smáríkið sem skipti um þjóð

Um daginn fjallaði bloggritari um örlög örþjóðar Hawaii.  Þar beinlínis frömdu Bandaríkjamenn valdarán 1896 (líkt og þeir gerðu í Kúbu og Filipseyjum á svipuðum tíma) en með varanlegum áhrifum en í síðarnefndu ríkjum.  Frumbyggjarnir eru orðnir 10% íbúa, hluti af Bandaríkjunum, reyna þeir þó með veikum hætti að viðhalda andstöðu með "andspyrnuhreyfingu".

Allar þessar þjóðir eru eyþjóðir. Eyjaskeggjar hafa meiri sjálfsmynd en meginlands íbúar, þar sem landamæri flakka reglulega um svæði, stundum eru íbúarnir undir þessa ríkis eða stórveldis, en aðra stundina ekki.

Það vakti athygli bloggritara lofgerð í grein á Vísir um örlög annarra íbúa, en það er Lúxemborgara. Greinahöfundur greinir stoltur frá að það sé búið að skipta um þjóð í landinu.

Greinahöfundur segir að "Af okkur 660 þúsund íbúum Lúxemborgar eru heimamenn (það er að segja Lúxembúrgískir ríkisborgarar) einungis um 53% íbúanna. Af þessum 53% eru raunar 21% fæddir annarsstaðar svo „orginal“ Lúxarar eru því einungis um 40% íbúa Stórhertogadæmisins." Sjá slóð: Smáríkið sem skipti um þjóð

En hann bendir ekki á eitt atriði sem kann að valda því að ekki er mikil óánægja meðal "frumbyggja" Lúxemborgar, en það er góðærið sem hefur ríkt stöðugt frá seinni heimsstyrjöld. Á meðan allt leikur í lyndi, eru allir ánægðir.

En Lúxemborg er ekki eiginlegt ríki þar sem menningin og tungumálið sameinar fólkið. Lúxemborg hefur í aldanna rás tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum, var upphaflega virki en íbúarnir eru vanir að vera undir stjórn annarra. Í dag er það stórhertogadæmi.

Í landinu er töluð lúxemborgska, franska og þýska. Stærsta þjóðarbrotið er Portúgalar. Hlutfall erlendra ríkisborgara hefur aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina, úr 26,3% árið 1981 í 47,4% árið 2023. Á heildina litið hefur þetta hlutfall hins vegar farið örlítið lækkandi frá árinu 2018 (47,9%) vegna áhrifa öflunar lúxemborgarborgara frá 2009 lögum um tvöfalt ríkisfang.

En Lúxemborgarar hafa þó þjóðarvitund. Lúxemborgarar voru, líkt og Austurríkismenn, í sögulegu samhengi taldir vera svæðisbundinn undirhópur þjóðarbrotar Þjóðverja og litu á sig sem slíka fram að hruni þýska sambandsins. Lúxemborg varð sjálfstætt, en var áfram í persónusambandi við Holland, eftir undirritun Lundúnasáttmálans árið 1839. Einkabandalagið reyndist skammlíft þar sem það var tvíhliða og í vinsemd leyst upp árið 1890.

Lagalega eru allir ríkisborgarar Stórhertogadæmisins Lúxemborgar taldir vera Lúxemborgarar samkvæmt lögum í Lúxemborg, þó að sérstakt germönsk þjóðernisleg auðkenning sé viðhöfð og kynnt.

Þótt Lúxemborg sé talið vera "fjölmenningaríki" er það nokkuð einsleit í grunninum.  Íbúar Evrópusambandsins, þar með Lúxemborgarar, eru Evrópubúar sem deila sömu gildi og menningu almennt séð. Það breytir litlu þó að Frakki eða Þjóðverji flytji til Lúxemborgar, hann upplifir sömu menningu og heimamenn, nema kannski tungumálið og svæðisbundna menningu.

Hér er vitnað í rannsókn um viðhorf Lúxemborgara gagnvart fjölmenningu, sjá slóð: Attitudes towards multiculturalism in Luxembourg: Measurement invariance and factor structure of the Multicultural Ideology Scale

Fyrri rannsóknir í Lúxemborg benda til þess að stuðningur sé við fjölmenningu að einhverju leyti til (Murdock, 2016). Bæði innfæddir og útlendingar kunna að meta kosti þess að búa í fjölmenningarlegu samfélagi, en þeir eru ósammála um ræktunarvalkosti í opinberu lífi og einkalífi, eins og raunin er í öðrum Evrópulöndum (t.d. Arends-Tóth og Van de Vijver, 2003).

Almennt séð mátu borgarar úr farandfjölskyldum fjölmenningu jákvæðara en innfæddir (Murdock, 2016).

Meginreglan – innleiðingarbil (Yogeeswaran & Dasgupta, 2014) hefur einnig komið fram fyrir innfædda í Lúxemborg: Hugmyndin um fjölmenningu er studd, en nokkur ágreiningur er um framkvæmdina í framkvæmd. Innfæddir lýstu tregari viðhorfum til aðlögunar og samfélagsþátttöku innflytjenda (Murdock & Ferring, 2016).

Nánar tiltekið lýstu innfæddir nokkrum ágreiningi við stefnu varðandi kosningarétt og atvinnutækifæri fyrir minnihlutahópa. Þessi skoðun var einnig studd í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2015. Meirihluti lúxemborgara greiddi atkvæði gegn því að veita erlendum ríkisborgurum atkvæðisrétt.

Hvað segir þetta okkur? Jú, meira segja í veikum þjóðríkjunum, ríki sem er á gatnamótum menningu og tungu, reyna menn að halda í auðkenni sín, líka Lúxemborgarar.

Hver er tilgangurinn með skrifum greinarhöfundar? Að við Íslendingar eigum að vera ánægðir með að verða minnihlutahópur í framtíðinni? Af því að Lúxemborgarar "sætti" við svo kallaða "fjölmenningu"og vera minnihlutahópur í eigin landi?

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

"Europe" in anything other than the geographical sense is a wholly artificial construct. It makes no sense at all to lump together Beethoven and Debussy, Voltaire and Burke, Vermeer and Picasso, Notre Dame and St. Paul’s, boiled beef and bouillabaisse, and portray them as elements of a "European" musical, philosophical, artistic, architectural or gastronomic reality. 

If Europe charms us, as it has so often charmed me, it is precisely because of its contrasts and contradictions, not its coherence and continuity.

― Margaret Thatcher

Birgir Loftsson, 6.3.2024 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband