Hæstiréttur Bandaríkjanna færði í dag Donald Trump einróma niðurstöðu í forval forsetakosninga árið 2024 og hafnaði tilraunum Colorado og fleiri ríkja undir stjórn demókrata til að draga fyrrverandi forseta repúblikana ábyrgan fyrir árásinni á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar. Athugið að þrír af dómendum er settir í embætti af forseta demókrata.
Dómararnir úrskurðuðu daginn fyrir prófkjörið á ofurþriðjudegi sem er á morgun að ríki, án aðgerða frá Bandaríkjaþinginu fyrst, geti ekki beitt sér fyrir stjórnarskrárákvæði sem komið var eftir borgarastyrjöldina 1861-65 til að koma í veg fyrir að forsetaframbjóðendur komi fram á kjörseðlum vegna uppreisnar. Ákvæði sem komið var á rétt eftir borgarastyrjöldina til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn Suðurríkjanna kæmust til valda. En Trump hefur aldrei verið ákærður fyrir uppreisn gegn ríkinu.
Málið snýst um hvort að alríkið, þ.e.a.s. Bandaríkjaþing, ráði hvort frambjóðandi sé á atkvæðaseðlum eða einstaka ríki. Allir níu dómarar Hæstaréttar voru sammála um Bandaríkjaþing eitt geti úrskurðað í slíku málum, ekki einstaka ríki. Ef einstaka ríki getur hent frambjóðanda af atkvæðaseðlum, þá yrði fjandinn laus og sum ríkin myndu henda út frambjóðendur repúblikana en önnur demókrata. Niðurstaðan er auðljós, kjósendur ráða hverjir eru í framboði, ekki saksóknarar einstaka ríkja eða pólitískir andstæðingar.
Það er annað mál sem mun fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna á árinu, en það er spurningin hvort forsetinn njóti friðhelgi í starfi og eftir hann lætur af störfum. Trump segir ef forsetinn njóti ekki friðhelgi, geti hann ekki starfað vegna ótta við lögsóknir. Embættið yrði óstarfhæft.
Það er alveg ótrúleg staða sem er nú í Bandaríkjunum, að einstaka dómstólar og saksóknarar skuli stjórna ferðinni í pólitík og ráðist á forsetaframbjóðanda. Slíkt er hatrið á Trump. Sama hvað fólki finnst um Trump, þá á ekki að rífa niður undirstöður lýðræðis í Bandaríkjunum bara út af einum manni, sem er stundarfyrirbrigði. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar getum lært af sjálfir. Maður sér fyrir sér íslenska Trump-hataranna bölva í hljóði yfir niðurstöðunni, en þeir ættu að horfa á stærri myndina.
Þetta minnir á réttarhöldin yfir Sókrates forðum, en hann var ranglega sakaður um að spilla æskunni með kenningum sínum. Hann var dæmdur sekur og unni dóminum, þótt hann hefði getað farið í útlegð hvenær sem er.
Í kjölfar dómsins hvöttu vinir, fylgjendur og nemendur Sókrates til að flýja Aþenu, aðgerð sem borgararnir bjuggust við; samt, í meginatriðum, neitaði Sókrates að hunsa lögin og komast undan lagalegri ábyrgð sinni gagnvart Aþenu. Vegna þess að hann var trúr kenningu sinni um borgaralega hlýðni við lögin, framkvæmdi hinn sjötugi Sókrates dauðadóm sinn og drakk hemlockið, eins og hann var dæmdur til að gera í réttarhöldunum.
Sama gerði Hæstiréttur Bandaríkjanna, hann fylgdi eftir 14. viðauka stjórnarskránna á meðan dómstólar á neðri stigum tókum lögin í sínar hendur.
Frá dýpstu löngunum kemur oft banvænasta hatrið sagði Sókrates og þá á sannarlega við um demókrata sem ákváðu að taka lögin í sínar hendur með lögsóknum og vinna í gegnum dómstólakerfið en ekki í gegnum lýðræðislegum kosningum þar sem kjósendur eru endalegir dómendur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 4.3.2024 | 18:13 (breytt kl. 18:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Demókratar eru iðnir við að skjóta sig í fótinn. Merkilegt að niðurstaða Hæstaréttar var 9-0 Trump í vil. Vinstri dómarar gátu ekki fyrir nokkurn mun dæmt öðruvísi, þeir vissu að annað gæti ekki staðist stjórnarkrár ákvæðin.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.3.2024 kl. 22:10
Ef það hefði verið dæmt öðruvísi, hefði kerfið hrunið. Kaós og ringulreið ríkt. Trump er ekki eilífur, en stjórnkerfið á að vera það. Kjósendur eiga að ráða í lýðræðisríki ekki saksóknarar.
Birgir Loftsson, 5.3.2024 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.