Sagnfræðin og sagan er mikill viskubrunnur sem opnar dyr til fortíðar og varpar ljósi á samtíðina. Einn vitur maður sagði að sagan kennir okkur að við erum dæmd til gera sömu mistökin aftur og aftur, því við lærum aldrei af sögunni. Það er lærdómurinn af lestri sögu!
Þetta er rétt mat, því að maðurinn er fljótur að gleyma, nýjar kynslóðir koma fram og gera sömu mistök og forfeðurnir, bara á annan hátt. Jafnvel í samtímanum sjáum við vítin sem við getum varist, en álpumst samt ofan í næsta forapytt. Bloggritari spyr sig nánast daglega, hvernig getur fólk verið svona vitlaust og reynir að finna skýringu á hvernig fólk hagar sér svona heimskulega?
Einu skýringarnar sem hann finnur er að fólk er illa upplýst, því er sama eða það lætur hugmyndafræði ráða gjörum sínum, ekki almenna skynsemi. Einn spekingurinn sagði að mannkynið, þjóðir eða hópar fari reglulega í gegnum ákveðin skeið brjálæðis.
Þessar hugsanir koma upp í hugann þegar samfélagsleg þróun er skoðuð á Íslandi síðastliðin misseri. Íslendingar í dag eru uppteknir af tækninni og góðæri og meðal Íslendingurinn er búinn að tapa tengslin við landið, tungumálið, söguna og menninguna. Þegar hann lifir í loftbólu, sér hann ekkert nema sjálfan sig og sitt líf en á meðan brennur húsið allt í kringum hann.
Misvitrir stjórnmálamenn, óupplýstir um sögu og menningu eigin þjóðar og hafa enga framtíðarsýn, hjálpa til að brjóta niður hefðir og gildi sem hafa haldið íslensku þjóðfélagi saman hátt í 1200 ár. Í Íslandsklukkunni er fleyg setning: "Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."
Við Íslendingar erum orðnir feitir þjónar yfirþjóðlegs valds suður í Evrópu og lúbarðir kjölturakkar stórveldisins í vestri. Ekki er treyst á eigin getu, heldur skriðið undir kjólfald fröken Evrópu eða jakkalafur Sam frænda öllum stundum. Ekki einu sinni er reynt að hafa sér íslenska utanríkisstefnu - lesist skoðun - heldur er stöðugt hlerað, hvað ætla hinar Norðurlandaþjóðirnar að gera í þessu eða þessu máli? Færeyingarnir eru sjálfstæðari en Íslendingar, þótt þeir eigi að heita undir danskri stjórn.
Það er ein þjóð og örlög hennar sem við Íslendingar getum lært af, en það er hin frábæra þjóð Hawaii sem átti stórkostlega menningu og sögu, en þjóðin er núna horfin sem þjóð og eru íbúarnir núna feitir þjónar Bandaríkjanna og lítill minnihlutahópur í eigið landi. Hawaii var eitt sitt sjálfstætt koungusríki en er í dag eitt af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Hvernig gerist sú saga? Kíkjum á Wikipedíu í lauslegri þýðingu. Overthrow of the Hawaiian Kingdom
"Byltingin í konungsríkinu Hawaii var valdarán gegn Lili´uokalani drottningu, sem átti sér stað 17. janúar 1893 á eyjunni O´ahu og undir forystu öryggisnefndarinnar, sem samanstóð af sjö erlendum íbúum og sex þegnum Hawaii konungsríkisins í Bandaríkjunum. búsetta í Honolulu. Nefndin kallaði á John L. Stevens, ráðherra Bandaríkjanna, að kveða til bandaríska landgönguliðið til að vernda þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna. Uppreisnarmennirnir stofnuðu lýðveldið Hawaii, en lokamarkmið þeirra var innlimun eyjanna við Bandaríkin, sem átti sér stað árið 1898.
Í afsökunarályktun bandaríska þingsins frá 1993 er viðurkennt að "...uppreisnin í konungsríkinu Hawaii hafi átt sér stað með virkri þátttöku umboðsmanna og borgara Bandaríkjanna og innfæddir Hawaii-búar afsöluðu sér aldrei beint til Bandaríkjanna kröfum sínum um eðlislægt fullveldi þeirra sem þjóð yfir þjóðlendum sínum, annað hvort í gegnum konungsríkið Hawaii eða með þjóðaratkvæðagreiðslu." Umræður um viðburðinn gegna enn mikilvægu hlutverki innan fullveldishreyfingunnar á Hawaii."
En hlutirnir gerast ekki einn tveir og þrír og án samhengis. Menning íbúa Hawaii fór hallokandi strax við fund evróskra landkönnuða en kapteinn Cook tók land þar 1778. Með Evrópumönnum komu sjúkdómar, glæpir og umbylting hawaiiskt samfélags. Blokkritari er einmitt að horfa á stórmyndina Hawaii (1966) með Julie Andrews, Max von Sydow og Richard Harris sem fjallar um komu trúboða til eyjanna 1820. Stórkostleg mynd en sorgleg. Niðurstaðan var að útlendingum fjölgaði í Hawaii, völdin færðust smá saman til aðkomumannanna og frumbyggjarnir, með ekki nógu sterkt tengslanet við umheiminn, treysti meira og meira á Bandaríkin.
Svo missa menn menningu sína, í smáum skrefum, fyrst er það trúin, svo tungumálið, svo gildin; heimamenn verða minnihlutahópur og svo dettur einhverjum snillingi í hug (íslenskum Gissuri Þorvaldssyni) að kannski væri best að Ísland verði 51 ríki Bandaríkjanna eða gangi í ESB. Látum aðra ráða örlögum eyjaskeggja.
Erlendir kóngar eða (íslenskir) umboðsmenn þeirra reyndu oftar en einu sinni að selja Ísland sem skiptimynt, án þess að spyrja Íslendinga eins eða neins. Við vorum barðir þrælar en stolir.
Allt sem hefur verið byggt upp á Íslandi, allar þessu glæsibyggingar,vegir og brýr, hefur verið byggt upp af sjálfstæðum Íslendingum síðan 1874, af sjálfstæðum eða sjálfstætt þenkjandi íbúum landsins. Fátækasta ríki Evrópu, er orðið eitt ríkasta, þökk sé frelsinu og sjálfsákvörðunar réttinum. En þjóðir koma og fara og menning þeirra með. Hvar er til dæmis Prússland í dag? Hvar er Býsantíum í dag? Hvar er Skotland í dag? Og svo framvegis. Hvar verður Ísland á morgun? Komið á ruslahaug sögunnar?
Endum þennan pistill á orðum skáldsins (sem flestir eru hættir að lesa eða kannast við):
"Mávera sigraðri þjóð sé best að útþurkast: ekki með orði skal ég biðja íslenskum vægðar. Vér íslenskir erum sannarlega ekki ofgóðir að deya. Og lífið er oss laungu einskisvert. Aðeins eitt getum vér ekki mist meðan einn maður, hvortheldur ríkur eða fátækur, stendur uppi af þessu fólki; og jafnvel dauðir getum vér ekki verið þess án; og þetta er það sem um er talað í því gamla kvæði, það sem vér köllum orðstír ..."
(Halldór K. Laxness. Eldur í Kaupinhafn. 10. kafli. Snæfríður Íslandssól.)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Saga, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 3.3.2024 | 12:17 (breytt kl. 21:12) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
As the English writer G.K. Chesterton, speaking of religion, profoundly observes: if a man loses his faith he doesn't so much finish up believing in nothing, as believing in anything.
His longing to find some certainty — somewhere — leads him to seek it in absurd superstitions or cranky cults.
Something similar applies with national identity. Sweep away the old convictions (prejudiced though they may seem) and likely enough some extreme ideology — like revolutionary marxism — will take their place.
People need balance and ballast. Depriving them of their shared past destroys both.
Loyalty to a national unit brings therefore a degree of order and stability. People are prepared to make sacrifices for the common good — and that includes the ultimate sacrifice of fighting and dying for one's country.
_____
1998 Sep 16 We, Margaret Thatcher.
Speech in Zagreb.
#Thatcher #thatcherism #Uk #history #conservatives #religion #people
Birgir Loftsson, 3.3.2024 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.