Eins og búast mátti við, copy/paste/translate frétt RÚV stenst ekki nánari skoðunnar. Fróðlegt og ætti að vera, að vita hvaða heimildir íslenskir fjölmiðlar nota er þeir skrifa erlendar fréttir. Það er nokkuð ljóst að þeir skrifa ekki sjálfir fréttirnar né hafa fréttaritara erlendis sem afla sjálfir fréttir. Hvernig væri að fréttamenn vinni aðeins í fréttirnar ef þeir sjá að það vanti í þær atriði? Annars eiga þeir ekki að leggja nafn sitt við viðkomandi frétt, ef þeir hafa ekki gert neitt annað en að copy/paste/translate.....
Ofangreind frétt, birt í á vef RÚV, sjá slóð: Biden lýstur nógu heilsuhraustur til áframhaldandi starfa , er hálfkák frétt. Þar segir í fyrirsögn: "Læknar segjast engar áhyggjur hafa af heilsu Joes Biden Bandaríkjaforseta. Hann sé vel hæfur til að gegna embætti sínu áfram, samkvæmt niðurstöðu árlegar heilsufarsskoðunar. Heilsufar hans hafi ekki versnað frá seinustu skoðun fyrir ári."
Það sem kemur ekki fram í fréttir og er í raun aðalmálið, kosningamálið sjálft í forsetakosningunum í ár, er hvort Biden sé andlega hæfur til að gegna embættið. Í fréttinni kemur heldur ekki fram að hann hafi gengist undir vitsmunapróf til að athuga hvort hann starfi á fullu fimm, sé ekki kominn með vitsmunaglöp vegna aldurs. Ekkert er rætt meira um þessa daganna í bandarískri pólitík en einmitt þetta. Trump lá undir ásökunum um að vera farinn að glata minnið er hann gegndi embætti og ákvað í kjölfarið að fara í vitsmunapróf sem hann sagðist hafa "ásað".
Það er nefnilega þannig að hin árlega læknisskoðun forseta felur ekki í sér könnun á andlegu ástandi forsetans. Hver venjulegur maður getur séð (meira segja Obama liðið viðurkennir það), að Biden hefur hrörnað gífurlega andlega síðan hann tók við embætti.
Blokkritari benti á að Biden, sem var ekki þekktur fyrir að vera vitsmunabrekka á yngri árum, væri ekki andlega hæfur vegna elliglapa til að gegna embætti. Maðurinn sem getur komið af stað kjarnorkustyrjöld með ákvörðun sinni. Þetta er orðið að skemmtiatriði í Bandaríkjunum (sjá myndbandið hér að neðan) en er ekkert grín, því að líf fólks veldur á að hann taki réttar ákvarðanir.
Það að Biden, sem er sífellt að detta, upp stiga, um hund sinn, á sviði, af hjóli o.s.frv., skuli standast líkamlega læknisskoðun segir enga sögu og vekur spurningu um gæði læknisskoðuninnar.
Sjálfur Franklin D. Roosevelt var í hjólastól og í spelkum til að geta staðið uppréttur í 12 ára forsetatíð sinni. Hann faldi ástand sitt fyrir almenning. Hann lést í embættið, farinn að heilsu. Annar sem er í hjólastól, Greg Abbot, ríkisstjóri Texas, gegnir embætti sínu með stæl um þessar mundir. Íslendingar hafa haft marga og hafa nú þingmenn sem geta ekki staðið í eigin fætur án hækja.
Eigum við ekki að kalla frétt RÚV ekki-frétt? Hún nánast nálgast að vera falsfrétt, því almenningur les svona frétt án þess að vita alla söguna. Bandarískur almenningur er með á nótunum og veit um hvað málið snýst, ekki íslenskur almenningur.
P.S. Fyrrum læknir Hvíta hússins, sem annaðist þrjá fyrirrennara Bidens í embætti, segir reglulega í viðtölum að Biden virðist ekki vera andlega heilbrigður.
Ex White House doctor on Joe Biden´s bad healt: "This man can´t do the job"
Former White House physician says President Biden’s health ‘getting worse, putting US at risk’
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.2.2024 | 08:30 (breytt kl. 09:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.