Merkilegt nokk, er staða hælisleitenda og umræðan um þá á svipuðum stað í báðum löndum. Mannfjölda hlutfall í löndunum hefur í gegnum alla tuttugustu öld verið 1 þúsund Íslendingar á móti rúmalega eina milljón Bandaríkjanna, svona gróflega talið. Þannig að þegar mannfjöldinn á Íslandi 1941 var við komu herliðs Bandaríkjanna um 120 þúsund manns og um það bil 133 milljónir í Bandaríkjunum. Sem sagt, Bandaríkjamenn alltaf aðeins fleiri hlutfallslega. Í dag hins vegar eru íbúar Íslands að skríða upp í 400 þúsund manns og útlendingar orðnir 20% mannfjöldans. Bandaríkjamenn eru hins vegar 335 milljónir samkvæmt áætluðum mannfjölda. Þetta sýnir stjórnleysið á landamærum Íslands.
Upp úr 2020-22 hófst opin landamæra stefna í báðum löndum. Landamærin voru hálf lokuð í báðu löndum eftir covid faraldurinn en svo brustu allar stíflur. Til valda í Bandaríkjunum komst Biden og á fyrsta degi bókstaflega strikaði hann út alla landamæra pólitík Trumps. En samkvæmt bandarískum lögum eru lög um landamærin nokkuð öflug en þá brugðu demókrata á það ráð að hreinlega að framfylgja ekki lögum. Í þrjú ár hefur fólk hreinlega getað gengið ólöglega (ekki í gegnum landamærahlið) yfir landamærin. Nú er verið að ákæra innanríkisráðherrann Alejandro Mayorkas fyrir embættisafglöp í starfi og að framfylgja ekki lögum.
Á Íslandi ætti málið að vera einfaldara. 90%+ af fólki sem kemur inn í landið fer um Keflavíkurflugvöll. En svo ber við að lögum er ekki framfylgt. Flugfélögum ber að framvísa farþegalista flugvéla sem hingað kemur. En lögum er ekki framfylgt og lögreglan gerir ekkert í málinu. Hingað geta menn leitað óáreittir.
Afleiðingar eru þær sömu í báðum löndum við óheft streymi ólöglegra innflytjenda. Menn dvelja í löndum í óþökk stjórnvalda, hér geta menn í örríkinu farið huldu höfði í mörg ár.
Trump segir reglulega að þjóðirnar sem innflytjendurnir koma frá, sendi ekki sitt besta fólk. Mörg ríki hreinlega tæmi fangelsi sín og leyfi glæpaliðið fara suður (og neita að taka við þeim aftur eins og í Venúsúela en þar hafa alvarlegum glæpum fækkað um 20%). Virðist vera við fyrstu sýn pólitísk fella en það er sannleikur í orðum hans. Á Íslandi þarf ógnar átak við að koma nokkurum einstaklingum sem búið er að úrskurða um, úr landi. Og svo koma glæpamennirnir á undan eða á sama tíma lögreglumennirnir til baka.
En nú virðist sem Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg. Mikill meirihluti Bandaríkjamanna, í báðum flokkum, vill að bönd verði komið á innstreymið enda ástandið óviðurráðanlegt. Allir innviðir eru við þolmörk, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vinnumarkaðinn, velferðakerfið og bæir og borgir uppskroppa með fjármuni. Sama ástand er á Íslandi. Meiri segja mesti vinur hælisleitenda á Íslandi, Samfylkingin, segir að velferðakerfið þurfi landamæri og virðist vísa í Milton Friedman sjálfan.
En það er ekki bara glæpir sem fylgja sumum hælisleitendum. Með þeim (vegna eftirlitsleysis) fylgir eiturlyfja innflutningur, fentanyl faraldurinn mikli er í gangi í Bandaríkjum og drepur hátt í 100 þúsund manns árlega sem er gífurlegt mannfall í stríði. Eiturlyfjafaraldur er líka í gangi á Íslandi sem fer hljótt um.
Metfjöldi manna á hryðjuverkalista hefur farið yfir landamæri Bandaríkjanna og er fjöldi þeirra óþekktur því að stór hluti ólöglegra innflytjenda kemst óséður yfir landamærin. Á Íslandi hefur komið upp eitt tilfelli og segist löglegan ekki vita hvort fleiri séu í landinu, enda eru forvirkar rannsóknaheimildir lögreglu ekki fyrir hendi.
En stundum þarf andlit á ástandið til að fólk tengi sig við. Á Íslandi er það nauðganir útlendinga í leigubílum en í Bandaríkjunum er það morðmál (í sjálfu landi morðanna) eitt sem skekur allt. Kíkjum á málið, því að er nátengt pólitíkinni (bæði forsetaefnin eru að fara til landamæranna á morgun).
Grófleg þýðing:
"Að morgni 22. febrúar lagði 22 ára hjúkrunarfræðinemi Laken Riley af stað í venjulegt morgunskokk um háskólasvæðið í Georgíu. Hún kom aldrei aftur.
Með hvarfi hennar hóf örvæntingarfulla leit að því að finna hana og koma henni heilu og höldnu heim - leit sem endaði á hörmulegan hátt seint sama dag þegar nakið lík hennar fannst á hlaupaleiðinni.
Nú situr Jose Antonio Ibarra, 26 ára, á bak við lás og slá ákærður fyrir morðið á Riley.
Ibarra, sem kemur frá Venesúela og er ekki bandarískur ríkisborgari, hefur engin þekkt tengsl við nemandann. Lögreglan lýsir ofbeldisfullum dauða Riley sem "tækifærisglæp" en hann hefur komið oftar í kast við lögin án afleiðinga síðan hann kom ólöglega yfir landamærin.
Þegar rannsóknin heldur áfram hefur staða Ibarra sem ríkisborgara utan Bandaríkjanna þegar komið af stað misvísandi skýrslum frá löggæslustofnunum um glæpafortíð hans á bandarískri grundu - og hefur einnig hvatt þingmenn repúblikana til að grípa til orðræðu gegn innflytjendum." Heimild: Independent.
Andlit er komið á vandann, í Bandaríkjunum er það morðmál, á Íslandi er það nauðgunarmál.
Innflytjendamál ætla að verða kosningamálið í ár í Bandaríkjunum. Líka í næstu Alþingiskosningum. Kjósendur setja þetta mál efst á blað, fyrir ofan verðbólgu og efnahagsmál. Enda verður að telja innflytjendamálin ósjálfbært, 4 þúsund hælisleitendur á ári til Íslands, í Bandaríkjunum 4 milljónir og á tveimur síðastliðnum árum 8 þúsund hælisleitendur á Íslandi og 8+ milljónir í Bandaríkjunum. Ekkert velferðakerfi stenst álagið. Eitthvað þarf að gera. Meira segja Samfylkingin fattar stöðuna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.2.2024 | 17:06 (breytt kl. 17:19) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Finnst engum nema mér grunsamlegt að ástandið ereins um alan hinn vestræna heim?
Yfirvöld allstaðar eru að gera nákvæmlega sömu vitleysuna á sama tíma og með sömu afleiðingum.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2024 kl. 17:38
Sama heimskulega hugmyndafræði sem Karl Marx fann upp, ónytjungurinn sjálfur sem aldrei gerði ærlegt handtak um ævina og lifði á öðrum, hefur verið í gangi síðan 1870.
Sama hversu oft marxisminn hefur verið reyndur, þá er reynt á ný. Sama niðurstaða er fengið, hugmyndafræðin gengur ekki upp.
Annað hvort er fólk almennt heimskt eða nýju kynslóðirnar vita ekki betur.....Wokeismi,femínisminn og aðrir -ismar (t.d. Anarkismi sem Píratar elska) eru angar af Kommúnisma/marxisma.
Birgir Loftsson, 28.2.2024 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.