Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum, segir í viðtali við Morgunblaðið að engar líkur eru á að Rússar líti framhjá Íslandi ef til stríðsátaka kemur við NATÓ. Þetta eru engin nýmæli og hafa sérfræðingar í varnarmálum vitað þetta frá upphafi kalda stríðsins og í raun lengur.
Lengi hefur verið vitað að Keflavíkur herstöðin, sem enn er til og er bæði NATÓ og bandarísk herstöð, verði skotmark.
Evrópuþjóðir gerðu sér strax grein fyrir á fjórða áratugnum, sérstaklega þýskir nasistar, hernaðarlegt mikilvægi Íslands í baráttunni um Atlantshafið. Þeir reyndu að koma sér upp flugvelli eða flugvallaaðstöðu fyrir stríð en Íslendingar sáu við þeim og veittu ekki leyfi. Eins var koma herskipa í íslenskar hafnir bannaðar. Við þekkjum söguna, Bretarnir komu í staðinn og hernámu Ísland, sem betur fer.
En bloggritari er ekki sammála mati Hoffmanns, að Ísland yrði ekki forgangsskotmark. Varnarlínan GIUK liggur frá Grænlandi, um Ísland til Skotlands. Ef farið verður í hernaðaraðgerðir í Evrópu af hálfu rússneska herinn, þá mun hann vera með aðgerðir samtímis bæði í Evrópu og við GIUK hliðið. Þetta hlið lokar leiðir rússneska flotans inn á Atlantshafið og fyrir kafbáta að komast að strendur Bandaríkjanna.
Bloggritari telur engar líkur á að Rússar ráðist á einhverja aðildaþjóð NATÓ á næstunni eða næsta áratug yfir höfuð. Þeir hafa ekki bolmagn til þess. Það vill gleymast hvernig rússneski herinn skipuleggur sig. Skipulagið er eftirfarandi:
Þrjár greinar hersins: Landherinn, loftrýmis her og floti. Loftrýmis herinn er í raun flugher og geimher í einum pakka (e. aerospace forces).
Aðrar skiptingar: Tvær aðskildar greinar hersveita sem skiptast í strategíska eldflaugasveit og flughersveitir.
Sérsveitir hersins: aðgerðasveitir sérsveita.
Skipulagslegar aðflutningsdeildir rússneska hersins, sem hefur sérstaka stöðu.
Það er stategíska eldflaugasveitin eða eldflaugaherinn sem mikilvægasta grein rússneska hersins. Hún mun grípa strax til kjarnorkuvopna ef til innrásar kemur í Rússland. Þannig að ef til innrásar kemur í Rússland, verður það kjarnorkustyrjöld. Sama á við um Bandaríkin, gripið verður til kjarnorkuvopna ef til innrásar kemur. Þetta vita allir. Eins með Kínverja, þeir grípa til kjarnorkuvopna ef til innrásar á meginland Kína kemur en ekki ef bara er barist um Taívan.
Rússneski herinn er í raun varnarher og er uppbyggður þannig. Hann hefur enga getu í langvarandi stríð við stórveldi. Herútbúnaður miðast við að verja innrás en landamæri Rússlands eru þau lengstu í heimi. Landið er því berskjaldað fyrir innrásir í gegnum Evrópu og Asíu við landamæri Kína. Herinn getur þó farið í aðgerðir gegn smáum andstæðingum á landamærum sínum, sbr. Úkraínu stríðið. Það stríð væri löngu búið ef Bandaríkjamenn væru ekki að stunda staðgengilsstríð í þessum átökum.
Já, Ísland er skotmark en hvað eru íslenskir ráðamenn að gera í málinu? Eru þeir t.d. að reyna að gera Ísland að ekki skotmarki? Sýna þeir Rússum vinskap eða fjandskap? Eru þeir að senda þau skilaboð út í heim að Íslendingar ætli að taka yfir eigin varnir og erlend herlið verði ekki staðsett á landinu? Að þetta sé varnarlið á Keflavíkurflugvelli en ekki framlínu herstöð?
Íslenskir ráðamenn vita ekkert um varnarmál og þeir hafa fáa sérfræðinga til að ráðleggja sér enda engin sérfræðiþekking á hermálum til á Íslandi. Engin Varnarmálastofnun Íslands með sérfræðiþekkingu á vörnum Íslands. Almenningur veit enn minna og hefur engan áhuga á varnarmálum. Því miður.
Hér er frétt Morgunblaðsins: Telur Rússa hafa áætlanir fyrir Keflavíkurflugvöll
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 24.2.2024 | 10:52 (breytt kl. 16:08) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Björgunarsveitarmenn fengu tvo fyrir einn
- Kemur vorið á föstudaginn?
- Eins og það væri verið að kasta grjóti í rúðuna
- Segir Ísland hafa alla burði til að gera betur
- Þetta var mikið eldingaveður og er ennþá í gangi
- Maður elti annan með hníf
- Sáum blossann og tókum enga sénsa
- Þrumur og eldingar við Reykjanesskaga
Erlent
- Selenskí kallar eftir auknum þrýstingi á Rússland
- Fundust á lífi í rústunum eftir 60 klukkustundir
- Léku golf og ræddu viðskipti með ísbrjóta
- Ítrekar áhuga sinn á þriðja kjörtímabilinu
- Hann er blaðamaður, ekkert annað
- Skjálfti af stærðinni 7 við Tonga
- Trump: Rekur ekki fólk vegna falsfrétta eða nornaveiða
- Skotum hleypt af í unglingapartíi
Fólk
- Richard Chamberlain látinn
- Fer yfir 44 ára feril á fjölunum í góðra vina hóp
- Fólk virðist ekki fá nóg af lögunum þeirra
- Raðmorðinginn er faðir minn!
- Heilbrigð og hamingjusöm á ný
- Ætla að sjá hvort sambandið sé eitthvað sem er þess virði að berjast fyrir
- Aðdáendur gagnrýna Grace Jackson fyrir nýjustu fegrunarmeðferðir
- Aron Can hljóp maraþon á mettíma
Athugasemdir
Það sem Rússar geta gert hér án þess svo mikið sem hleypa af skoti er margt og mikið.
Mér sýnist samt að þeir yrðu að flýta sér áður en Íslenska ríkið rústar hér öllu.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.2.2024 kl. 16:27
Íslenska ríkið verður fljótlega íslamska ríkið með sama áframhaldi. Ráðamenn halda að öll dýrin í skóginum séu vinir. Eru að búa til púðurtunnu framtíðarinnar.
Birgir Loftsson, 24.2.2024 kl. 18:00
Birgir Loftsson, 25.2.2024 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.