Vísiorð Margaret Thatcher eru mörg og þær eru margar frægar ræðurnar hennar. Hér kemur ein sígild.
Í gamla daga deildu pólitískir rithöfundar um eitthvað sem kallað var "vernd minnihlutahópa.
En lýðræði snýst um meira en meirihluta eða minnihluta hópa. Það snýst um rétt sérhvers einstaklings til frelsis og réttlætis: "Rétt sem byggir á Gamla og Nýja testamentinu, sem minna okkur á reisn hvers einstaklings, rétt hans til að velja og skyldu hans til að þjóna."
Þessi réttindi eru gefin af Guði en ekki ríkisgefin.
Þetta eru réttindi sem hafa verið þróuð og viðhaldið í gegnum aldirnar af réttarríki okkar: "Réttarríki sem verndar einstaklinga og minnihlutahópa; réttarríki sem er sement frjálss samfélags."
En það sem ég held að við sjáum núna er öfugur vandi, og við höfum ekki tekist almennilega á við það ennþá vandamálið um vernd meirihlutans.
Vegna þess að það hefur komið upp sú tískuskoðun, sem hentar mörgum sérhagsmunahópum, að það sé óþarfi að sætta sig við úrskurð meirihlutans: "Að minnihlutanum eigi að vera alveg frjálst að leggja í einelti, jafnvel þvinga, til að fá dómnum snúið."
Þessi orð voru sögð 1984 og eiga svo sannarlega við samtímans. Eru ekki fámennir minnihlutahópar vaðandi uppi og heimta sérréttindi? Eiga þeir ekki greiðan aðgang að fjölmiðlum sem virka eins og magnarar á málstað þeirra? Frekja minnihlutans með ósanngjarnar kröfur? Íslensk stjórnvöld eru dauðhrædd við sérhagsmunahópa, sérstaklega ef þeir eru háværir með hjálp fjölmiðla. Þau hlaupa út og suður ef öskrað er nógu hátt.
Ábyrgð fjölmiðla er mikil í svona málum. Þeir gefa frekju sérhagsmunahópanna rödd sem annars myndi ekki vera hlustað á, einmitt vegna ósanngirni krafa þeirra.
____
26. nóvember, 1984, Margaret Thatcher.
The Second Carlton Lecture ("Why democracy will last").
https://www.margaretthatcher.org/document/105799
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.2.2024 | 13:22 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.