Miðflokkurinn og Flokkur fólksins einu flokkarnir samkvæmir sjálfu sér?

Þegar flokkar standa fast við hugsjónir sínar, jafnvel í mótbyr, uppskera þeir eins og þeir sá. Sjá mátti þetta í síðustu Alþingskosningum með glæstum kosningasigri Flokks fólksins en flokkurinn hefur verið staðfastur í baráttu sinni fyrir fátækt fólk, öryrkja og gamalt.   Kjósendur vita að hverju þeir ganga. Þetta snýst um trúverðugleika.

Sama má segja um Miðflokkinn sem tók nokkuð mikla pólitíska áhættu með því að vekja athygli á óheftum innflutningi hælisleitenda. Þeir voru hæddir og smáðir, en nú virðast hrekkjusvínin á Alþingi, loks viðurkenna málstað þann hrekkta!

Á Facebook síðu Sigmund Davíðs má lesa eftirfarandi:

"Loksins!
 
Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins varað við vandamálum og kostnaði við stjórnlausa móttöku hælisleitenda, enda oft verið mjög óvarlega farið.
 
Aðrir flokkar hafa flestir látið varnaðarorð sem vind um eyru þjóta eða jafnvel ráðist á þá sem viðhöfðu varnaðarorðin. Framganga sumra fjölmiðla kynti þar undir.
 
Nú virðast stjórnmálamenn margra flokka vera að átta sig á vandanum (sem þó hefur lengi verið augljós). Það er ánægjulegt.
 
En munið að þeir sem segja hluti bara til að afla sér fylgis eru ólíklegir til að framkvæma þá, ólíkt þeim sem þora að sigla gegn straumnum og þola ágjöf af því þeir trúa því að það eigi að berjast fyrir því sem er rétt.
 
Það skiptir máli að vita að árangur næst ef menn gefast ekki upp á skynsamlegum málstað."
 
Getur Bjarni Benediktsson, sem er að fara með fylgi Sjálfstæðisflokksins í ruslflokk með stefnu sinni, lært eitthvað af þessum flokkum? Einn daginn segir hann að landið sé yfirfullt og ráði ekki við fleiri hælisleitendur en annan daginn sendir hann sendinefnd til Gaza að sækja fleiri hælisleitendur (eru ekki einu sinni hælisleitendur, a.m.k. eru þeir ekki á landamærum Íslands). Er hægt að treysta málflutningi slíks manns?
 
Nóta bene, er þessi sendiferð lögleg? Eiga ekki allir hælisleitendur rétt á sömu málsmeðferð?
 
Tekur því nokkuð að vera að minnast á Viðreisn? Heyrist ekki bofs frá þessum flokki og virðist standa fyrir....? Utan þess að ganga í ESB, sama hvað.  Samfylkingin er pólitískur vindhani, staðsettur á turni Bessastaða eins og Bessastaðabóndinn sjálfur. Eru flokkssyskini formannsins sammála henni í því virðist kúvendingu í málefnum hælisleitenda? Flokkur sem segir eitt í gær en annað í dag er ekki trúverðugur. Segja má að slíkur flokkur sigli eftir pólitískum vindi hverjur sinni.
 
VG er í sama sjálfsmorðsleiðangri og Sjálfstæðisflokkurinn og stendur bæði með sínum hugsjónum og ekki, og í báðum tilfellum, kjósendum ekki þóknanlegt.
 
Framsókn er bara þarna eins og Viðreisn. Þegir og gerir ekki neitt og treystir á kjarnafylgi kjósenda sem kjósa af gömlum vana. Skyldu bændur vera ánægðir með flokkinn? Eða eru þeir orðnir svo fáir að þeir skipta engu máli sem kjósenda hópur?
 
Ekki verður sagt að fólkið sem velst í stjórnmál (velur sjálft sig), sé hæfasta fólkið til að stýra heilu þjóðfélagi eða reka erindi þess í samfélagi þjóða.
 
Já, hún er undarleg tík, hún pólitíkin!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Margt til í þessu hjá þér. Sérhagsmunafélögin verða að vera undir svo eitthvað breytist hérna í okkar annars ágæta landi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.2.2024 kl. 11:09

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Sigurður.

Birgir Loftsson, 16.2.2024 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband