Stiklað á stóru í bandarískum stjórnmálum dagsins í dag

Það er óhætt að segja að margt er á seiði í bandarískum stjórnmálum á hverjum tíma. Þetta misseri er undantekningalaust í þeim efnum. Stiklum á nokkrum málum.

Í frétt mbl.is í dag segir að Rússar séu taldi vilja kjarnorkuvopn í geimnum. "Formaður njósna­nefnd­ar­inn­ar, Mike Turner, veitti þing­mönn­um aðgengi að gögn­um sem varða al­var­lega ógn við banda­rískt þjóðarör­yggi en frá þessu greindi frétta­stofa CNN í dag.... meintar áætlan­ir Rússa um að koma kjarna­vopn­um á spor­baug um jörðu."  Jón og Gunna sem lesa þetta segja vá er þau lesa fréttina á farsíma sínum og trúa þessu.

En þeir sem vita aðeins meir og fylgjast vel með, vita að Rússar eru ekki einu sinni komnir með þessa tækni en eru líklega að vinna að henni. Hvort þeim tekst það eða ekki, er annað mál. En efasemdamenn eins og bloggritari setur þetta í samhengi við fjárveitinguna til Úkraínu stríðsins sem Öldungadeildardeildin samþykkti en forseti Fulltrúardeildar neitar að taka málið á dagskrá og þar með engin fjárveiting í farveginum. Þarna á að æsa bandaríska borgara til að styðja fjáraustrið í Úkraínustríðið.

Repúblikanar vilja tengja nærri hundrað milljarða dollara lagapakka við nokkur verkefni; til Ísraels á annan tug milljarða, Úkraínu (60 milljarða), í ýmis smá verkefni og rest í aukna fjárveitingu í landamæragæslu. Repúblikanar í Fulltrúadeildinni vilja hins vegar að landamæri Bandaríkjanna séu sett í forgang og fá að kjósa um hvert mál út af fyrir sig. Málið er í strandi þessa daganna. Mike Johnson forseti Fulltrúardeildarinnar (the speaker) hefur naumt umboð og hann veit að hann verður rekinn eins og fyrrverari hans ef hann stendur ekki í lappirnar.

Svo er það stórmálið með innanríkismálaráðherra Bandaríkjanna (heimavarnarráðherra kalla þeir embættið) Alejandro Mayorkas sem hefur verið ákærður fyrir embættisafglöp í starfi. Þetta er afar sjaldgæft en repúblikanar segja að þetta séu einstakir tímar og neyðarástand ríki á landamærunum. Hann er ákærður fyrir að framfylgja ekki lögum, en það er lögbrot rétt eins og það að fremja afbrot. Sjá fyrri grein bloggritara um málið. En hversu einstakt er málið?

Fulltrúardeildin (the House eða Húsið) hefur oftar en 60 sinnum hafið málsmeðferð fyrir ákæru vegna embættisafglapa. En það hefur aðeins verið lögð fram 21 ákæra. Þar á meðal eru þrír forsetar, einn ráðherra í ríkisstjórninni og einn öldungadeildarþingmaður. Af þeim sem voru ákærðir voru aðeins átta embættismenn fundnir sekir af öldungadeildinni og vikið úr embætti. Eins og staðan er í dag er Mayorkas kominn í málsmeðferð en deildin eða Húsið hóf athugun á að hvort eigi að ákæra Joe Biden fyrir embættisafglöp 12. september 2023. Það mál er í gangi. Það er munur á þessum málum.  

Mayorkas er beinlínis ákærður fyrir embættisafglöp en rannsókn á hvort Biden eigi að vera ákærður fyrir embættisafglöp er í gangi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er nokkuð ljóst að dagar Joe Bidens á valdastóli eru taldir. Undanfarnir dagar hafa verið með ólíkindum en rannsókn sérstaks saksóknara Robert Hurs, á meðferð leyniskjala í fórum Joe Bidens, kom með ótrúlega niðurstöðu.

Niðurstaða rannsóknar Hurs er að vissulega hafi Biden brotið af sér (hafði engan rétt sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti að taka með sér leyniskjöl heim eða í Kínahverfi) en niðurstaða sín væri að Biden væri góðviljað gamalmenni með minnisleysi sem kviðdómur ætti erfitt með að dæma.  CBS sem er demókrata fjölmiðill segir "Special counsel finds Biden "willfully" disclosed classified documents, but no cirminal charges warrented."

Stjórnmálaskýrendur (líklega ekki þeir sem RÚV notar) segja þetta vera pólitíska aftöku, hann eigi sér ekki viðreisnarvon eftir þetta. Enda segja 86% Bandaríkjamanna að hann sé of gamall til að gegna embættinu. En forvígismenn demókrataflokksins eru þrjóskir og óvíst er því hvort Biden haldi áfram eða ekki. Ef hann þrjóskast áfram, verður reynt að virkja 25. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna sem fjallar um vanhæfi forseta. Sumir segja að andstæðingar Bidens innan demókrataflokksins hafi hleypt varðhunda sína, frjálslindu fjölmiðlanna, á klíkuna í kringum Biden sem raunverulega hefur völdin. Jill Biden er sögð stýra á bakvið tjöldin eiginmanni sínum enda er maðurinn kominn með minnisglöp á háu stigi. Ástand hans á bara eftir að versna og þeir sem eru glöggir sjá mun á Biden frá 2020 og 2024.

Bloggritari hefur lengi spáð að Biden muni ekki vera í framboði í nóvember í ár.  En hver tekur við? Kamala Harris er afar óvinsæl og enginn vill hana. Í raun hafi hún verið helsta trygging klíku Bidens í að koma í veg fyrir Repúblikanar lögsæki Biden, því enginn, ekki einu sinni demókratar, vilja hana í starfið.

Michelle Obama hefur verið nefnd og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforínu, sem er nú tæknilega séð gjaldþrota, með 520 milljarða dollara skuldir á bakinu 2023. Michelle segist ekki vilja starfið en er það satt? Hún er sögð eiga mikla möguleika á móti Trump en Newsom litla. Robert Kennedy jr. er enn í framboði en nú sem sjálfstæður frambjóðandi.

Og að lokum, stóra myndin. Miklir flutningar eru innan Bandaríkjanna þessi misseri. Margir flýja bláu ríkin - þar sem demókratar ráða ríkjum, yfir til rauðu ríkjanna - undir stjórn repúblikana.  Los Angeles Times greindi frá því að fólk sem fór frá Kaliforníu væri meira en 700.000 fleiri en nýliðar á milli apríl 2020 og júlí 2022. Nettófjöldi brottflutnings í Kaliforníu náði 407.000  sem er met á milli júlí 2021 og júlí 2022 og það þrátt fyrir að ólöglegir innflytjendur streymi inn í ríkið frá latnesku Ameríku. 75 þúsund manns yfirgáfu ríkið 2023 umfram innflutta.

Íbúum New York borgar hefur fækkað um næstum hálfa milljón á árunum 2020 til 2022 - dregist saman um 5% - samkvæmt nýrri skýrslu ríkiseftirlitsmanns New York. New York ríki er eitt af átta ríkjum þar sem fækkaði íbúum árið 2023, samkvæmt upplýsingum frá Census Bureau. Ríkið missti 102.000 manns, mest af öllum ríkjum samkvæmt gögnum.

Hér eru sjö önnur ríki sem urðu fyrir fólkstapi á árið 2023 samkvæmt Census Bureau:

     Kalifornía: 75.423.
     Illinois: 32.826.
     Louisiana: 14.274.
     Pennsylvanía: 10.408.
     Oregon: 6.021.
     Hawaii: 4.261.
     Vestur-Virginía: 3.964.

Hvað eiga þessi ríki sameiginlegt? Þau eru öll rekin og stjórnuð af demókrötum. En hvert fer fólkið? Það fer til ríkja sem eru stjórnuð af repúblikönum. Fyrst og fremst til Flórída, Texas og Suður Karólínu.

Hér eru 10 ríkin sem sáu mestu fjölgun fólks frá júlí 2022 til júlí 2023, samkvæmt Census Bureau:

     Texas: 473.453.
     Flórída: 365.205.
     Norður-Karólína: 139.526.
     Georgía: 116.077.
     Suður-Karólína: 90.600.
     Tennessee: 77.513.
     Arizona: 65.660.
     Virginía: 36.599.

Fólkið flýr fátækt, ofur skatta, eiturlyfjafaraldur, glæpi og verðbólgu. Spurningin er hvort að fólkið taki með sér hugmyndafræði demókrata eða hvort það sé búið að fá nóg og kjósi repúblikana?  En nokkuð ljóst er að við þetta breytist valdahlutföllin í Fulltrúadeildinni. Í henni sitja 435 þingmenn, og fer fjöldinn eftir íbúafjölda hvers ríkis.

Eftir manntalið 2020 fengu fimm ríki eitt þingsæti (Colorado, Flórída, Montana, Norður-Karólína, Oregon) og Texas fékk tvö sæti. Demókratar dæla inn ólöglega innflytjendur í landið sem þeir telja vera framtíðar kjósendur flokksins en hafa þeir undan fólksflóttanum úr ríkjum demókrata? Næsta taldning er áætluð 2030.

Spennandi tímar eru framundan.

 
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Smá grín frá Kananum: 'OK, Take Us To A Different Leader,' Say Exasperated Aliens After Trying To Communicate With Joe Biden.

https://babylonbee.com/news/ok-take-us-to-a-different-leader-say-exasperated-aliens-after-trying-to-communicate-with-joe-biden?fbclid=IwAR0_ZDIXUTGPHYEFvcbGJNfIYJ_0empHlE-8S78r6dmG1-SmyS0JPzyyqBM

Birgir Loftsson, 15.2.2024 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband