Hver á Vestmannaeyjar?

Vestmannaeyjar

Danakonungur stýrði Ísland sem hjálenda, þar á meðal Vestmannaeyjar, í nokkrar aldir. Danmörk og Noregur voru í ríkissambandi frá 1380 til 1814 og á þessum tíma var Ísland undir dansk-norskri stjórn. Eftir lok Napóleonsstyrjaldanna var Noregur framseldur til Svíþjóðar árið 1814 og Danir héldu Íslandi. Nokkur styrr stóð um stöðu Íslands um miðja 19. öld, þegar danska ríkið var endurskipulagt og Danakonungur missti völd sín (einveldið á enda). Jón Sigurðsson sagði að Íslendingar hefðu gert persónu samning við Noregskonungs um 1262 um yfirráð hans á Íslandi, ekki að Íslandi hefði verið innlimað í Noreg eða Danmörku síðar.  Sjá Gamla sáttmálann. Danir réðu því litlu um Íslandsmál sagði Jón og Íslendingar almennt.

Stjórnskipunarleg staða Íslands breyttist ekki þegar Kalmarsambandið var komið á og Norðurlönd sameinuðust í eitt ríki. Samband og samskipti Íslands við aðrar Norðurlandaþjóðir á 15. öld og fram um miðja 16. öld stóð á bláþræði þegar Danakonungur náði raunverulegri fótfestu á Íslandi. Danakonungur eignaðist Vestmannaeyjar á 15. öld. Þær voru í gegnum aldir taldar einkaeign hans (ekki danska konungsríkið) og hann talaði með væntumþykju um "min Vestmanöerne". Þær voru drjúgar að afla fé í rekstur hirðar hans. En hann átti í mestu erfiðleikum með að halda eyjunum því að Englendingar tóku eyjarnar með valdi og það þurfti vald til að endurheimta þær. Þeir meira segja reistu virki, sem þeir kölluðu the Castle eða bara kastalinn, til að tryggja með valdi rétt sinn. En Eyjarnar voru komnar örugglega í hendur Danakonungs með einokunarverslunina 1602.

En hvenær þær fóru formlega úr eigu hans, veit ég ekki. Kannski aldrei? Sjá forsöguna hér rakta að neðan. Hann á því kröfur í búið ef hann nennir að sækja málið.

Árið 1918 gekk Ísland í persónusamband við Dani með sambandslögunum sem viðurkenndu Ísland sem fullvalda ríki í bandalagi við dönsku krúnuna. Þetta fyrirkomulag hélst þar til Ísland varð að fullu sjálfstætt lýðveldi 17. júní 1944 og sleit því sambandi við dönsku krúnuna.

En málið er flóknara en þetta. Hálendi Íslands var einskins manna land í gegnum aldir, var í raun almenningur fram á 20. öld. Bændur áttu afrétti, en það er ekki bundið eignarrétti, heldur afnotarétti.  En vegna þess að réttur er orðinn aldargamall, er hann nánast ígildi eignarrétti.

Íslenska ríkið stóð í styr alla 20. öldin við útlendinga að ná yfirráðum yfir hafsvæðinu í kringum Ísland og hafði fullan sigur 1976.  Svo varð hlé en um aldarmótin en þá fóru stjórnvöld að huga að að ná yfirráðum - setja formlega undir ríkiseign - hálendi Íslands. Almenninginn mikla. Og ríkið hefur sölsað undir sig með góðu eða illu (með fullþingi dómstóla) nánast allt hálendið. Óbyggðasnefndin hefur mikil völd á því sviði. Bloggritari veit ekki stöðuna á því máli, hvort ríkið er búið að eignast allt hálendið eða ekki. Virðist ekki hafa náð tangarhaldi á Austurlandi öllu.

Nú virðist vera kominn tími á Vestmannaeyjar (eyjar og útsker) og nú vill ríkið sölsa undir sig landsvæði á fyrrum einkaeign Danakonungs - Vestmannaeyjar. En hver á hvað? Er íslenska ríkið, lýðveldið Ísland stofnað 1944, arftaki Danakonungs? Eða hefur eignarhald á ýmsum hlutum Vestmannaeyjar verið í einkaeigu eða í eigu sveitarfélagsins Vestmannaeyjarbæ?  En líklega getur ríkið eignað sér hraunið sem rann úr Helgafelli (sanna má að enginn áttti áður) eða Surtsey sem reis úr hafi í landhelgi íslenska ríkisins.

Vill Vestmannaeyjar og Heimaey að hluta

 

Ríkið kallar allan almenning þjóðlendur (almenningur er land sem enginn á). Þjóðlenda er bara ríkiseign, rétt eins og ríkisjarðir - bújarðir sem ríkið hefur eignast í gegnum tíðina. Ríkið verður að sanna að það eigi kröfurétt í landið.  Grípum niður í frétt Morgunblaðsins:

"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins.

Á meðal krafna ríkisins er allt nýtt landsvæði sem myndaðist í Eyjagosinu árið 1973. Þar að auki er til dæmis gerð krafa um að Stórhöfði, Skansi og aðrir hlutar Heimaey verði að þjóðlendu. Þá má nefna að krafa er gerð til allra eyja og skerja í Vestmannaeyjum, eins og til dæmis Elliðaey, Bjarnarey og Surtsey.

Þetta kemur fram í tilkynningu óbyggðanefndar."

En hvernig getur ríkið sannað eignarrétt sinn?

„Í kröfugerð fjármála- og efnahagsráðherra f.h. íslenska ríkisins er svæði 12 skipt í átta hluta. Í meinin atriðum er beitt útilokunaraðferð, þ.e. lýst kröfum sem taka til allra eyja, skerja og annarra landfræðilegra eininga utan meginlandsins en innan landhelginnar sem eru ofansjávar á stórstraumsfjöru, að undaskild­um til­teknum eyjum eða hlutum þeirra,“ segir í tilkynningunni.

Aðferðafræðin er ekki merkilegri en það að útilokunaraðferð er beitt og krafa gerð til lands (sem kannski enginn pappír er til fyrir) að það sé sjálfkrafa eign ríkisins! Þvílík ósvífni í íslenska ríkinu!

Yfirlit yfir eignarhald á Vestmannaeyjum:

1) Í eigu einstakra manna eða ætta fram um miðbik 12. aldar.

2) Magnús Einarsson Skálholtsbiskup 1134—1148 keypti nær allar Vestmannaeyjar undir stólinn smám saman, að því er ætlað er, og hugði biskup að setja þar upp klaustur. Góð búbót fyrir Skálholtsbiskupsstól.

3) Eignarumráðum Skálholtskirkju yfir Vestmannaeyjum lauk með því að þær urðu konungseign. Óljóst er sumt um þetta en líklega komust þær í konungseign á öndverðri 15. öld með makaskiptum eða kaupum. Eignayfirfærslan á jarðagóssi eyjanna til konungs hafi átt sér stað um leið og konungi voru afhentar eignir Árna Skálholtsbiskups Ólafssonar, vegna skulda, líklega um 1419 er hann var á leiðinni til Noregs. í kærumálum Hannesar hirðstjóra Pálssonar, sem miðuð eru við árin 1420—1425, er hann flutti fyrir ríkisráðinu í Englandi vegna Danakonungs út af yfirgangi og ásælni enskra kaupsýslu- og útgerðarmanna í Vestmannaeyjum...Í upphafsorðum þessara kærumála segir: „Westmannö pertinet ad regem norvegie specialiter omni jure ita quod non habet ibi aliquis nisi solus rex norvegie“. Hér segir beinum orðum, að enginn eigi neitt tilkall til eyjanna eða nokkurs þar nema konungur einn.

4) Konungur hefir snemma selt Vestmannaeyjar á leigu með árlegum landskyldum og tollum sem lén.

5) Í konungsbréfum og tilkynningum frá fyrri tímum er svo að sjá sem Vestmannaeyjar hafi verið skoðaðar á stjórnarfarslegan mælikvarða sem annað en sjálft Ísland.“ „Í Voru ríki Íslandi og í Vestmannaeyjum“, „Wort og Norges Kronenns land Wespenö hoes Wort land Island liggendis“, sbr. konungsbréf um leigu á Vestmannaeyjum um miðja 16. öld… „Alt Wort land Ísland og Vestmannaeyjar“. Mætti að vísu segja um þennan sérstaka landshluta, Vestmannaeyjar, er voru persónuleg eign konungs, að þær væru í fyllsta máta heimalenda konungs. Lutu og eyjarnar ýmsum öðrum boðum og lagafyrirmælum en aðrir landshlutar lengi.

6) Verzlun landsins var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, sbr. konungsbréf 18. ágúst 1786 og auglýsingu sama dag um skilyrði fyrir hinni frjálsu verzlun. Í nefndri auglýsingu 18. ágúst voru og ákvæði um, að sex tilgreindir verzlunarstaðir hér á landi skyldu öðlast kaupstaðarréttindi. Meðal þessara sex helztu verzlunarstaða voru og Vestmannaeyjar. Undir Vestmannaeyjakaupstað voru lögð þessi héruð, sbr. tilskipun um fríheit kaupstaðanna 17. nóv. 1786.“ Segir í Sögu Vestmannaeyja, II. Bindi, sjá slóð hér að neðan.  Þar með er Vestmannaeyjarbær (-kauptún) orðinn að lögaðila og afhent af hendi Danakonungs í hendur sveitarfélagsins Vestmannaeyjar!!!

Heimild: Saga Vestmannaeyja II./ I. Vestmannaeyjar verða konungseign.

https://heimaslod.is/index.php/Saga_Vestmannaeyja_II./_I._Vestmannaeyjar_ver%C3%B0a_konungseign

Lokaorð

Ríkið, það er ég sagði Lúðvík 14. Frakkakonungur. Það á kannski við um einveldiskonunga en ekki í dag. En ríkið er ekki ég eða þú. Íslendingar eru ekki þegnar íslenska ríkisins, heldur frjálsir borgarar. Og heldur ekki sveitarfélög landsins. Þau eru ekki ríkið.

Ríkið er lögaðili, rétt eins og sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Það getur því unnið á móti hagsmunum mínum eða þínum. Ríkið er hættulegur og erfiður andstæðingur. Það hefur allt það fjármagn sem það þarf til að reka svona mál sem kosta mikið fé að reka. Þetta er því ósanngjörn barátta en sveitarfélög ættu þó að geta staðið betur í ístaðið en einstaklingar með sitt fjármagn. 

Nota bene, þessi þjóðlendisstefna hefur verið í gangi í áratugi og því ekki handverk eins eða neins flokks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband