Var Tucker Carlson bjáni að tala við Pútín?

Nei, því fyrsta skrefið í átt til friðar er að stríðs aðilar tali saman eða það sé hlustað á þann sem hóf átökin. Skiptir engu máli hvort Pútín hafi túlkað söguna á sína vegu. Landamæri Úkraínu hafa alltaf verið bútasaumur og fljótandi í gegnum aldir. Spurningin er hvaða ár á að miða við sem löggild landamæri? Það er flókinn og langur aðdragandi að þessu stríði og enginn saklaus er varðar mistök í aðdragandanum.

Það sem skiptir mestu máli það sem kemur út úr þessu viðtali er að andstæðingar Pútíns horfðu á viðtalið og hann meira segja ávarpaði þá beint. Spurðu Biden eða Clinton sagði hann við Tucker, þeir horfa á þetta viðtal.

Það skiptir máli að Pútín sagðist vilja frið, hvort sem hann meinti það eða ekki. Það mun á endanum verið sest við samningaborðið eða uppgjafarborðið og rætt um lok stríðsins. Pútín sagði að nú þegar sé rætt á bakvið tjöldin um endalok stríðsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Öll stríð seíðan 1910 má rekja til Anglíkanskra hugveitna og fjárfestisjóða. Engin undantekning.

Guðjón E. Hreinberg, 11.2.2024 kl. 17:57

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Auðvitað eru stríð góð fyrir hergagnaframleiðendur. Nú er búið að prófa öll nýjustu vopnin og sjá hver virka og hver ekki.

Birgir Loftsson, 12.2.2024 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband