Spennandi tímar í bandarískri pólitík

Það er margt að gerast í bandarískri pólitík á kosningaári. Kosið verður til embætti Bandaríkjaforseta í nóvember og margar óvæntar vendingar hafa átt sér stað síðan um áramót. Í fyrsta lagi er að Trump er nánast öruggur um tilnefningu í forvali Repúblikanaflokksins.  Dómsmálin á hendur honum eru að falla um sjálf sig. En demókrata treysta á að einhver af 92 ákæruliðum gegnum honum fari í gegn og hann verði dæmdur...fyrir eitthvað.

En stóru málin, meðferð gagna úr Hvíta húsinu, sem nú er verið að sækja, virðist falla um sjálft sig, ef meðhöndla á báða forsetanna, Biden og Trump eins. Eins og vitað er, hefur sérstakur saksóknari úrskurðað að Joe Biden verði ekki dreginn fyrir dómstóla, vegna þess að hann er orðinn minnislaus, góðviljað gamalmenni eins og það var orðað í skjölum hans. Sagt var að hann hafi ekki meðhöndlað háleynileg skjöl á réttan hátt en vegna þess að hann er orðinn minnilaus verði falli frá ákæru. Þetta var eina leiðin til að koma í veg fyrir að hann yrði ákærður, að segja að hann geti ekki komið fyrir kviðdóm.

Sérstakur ríkissaksóknari sagði hann væri orðinn svo elliær að hann mundi ekki eftir dánardegi sonar sín eða hvenær hann lét af embætti sem varaforseti.

"Skýrslan lýsti minni hins 81 árs gamla demókrata sem "óljóst", "gallað“, "lélegt“ og með „verulegar takmarkanir“. Þar kom fram að Biden gæti ekki muna eftir að hafa skilgreint áfanga í eigin lífi," segir í frétt Newsmax.

Þó að Biden muni ekki sæta ákæru fyrir ranga meðferð trúnaðarskjala, gætu fullyrðingar skýrslunnar um minni hans grafið undan skilaboðum Biden til kjósenda um að hann geti stjórnað ríkisstjórninni og verndað landið. Kjósendur eru nú þegar að fara inn í kosningarnar í ár með miklar áhyggjur af aldur Biden, eftir að hafa skoðað galla hans, hósta hans, hæga gangandi og jafnvel fallið af hjólinu sínu eða á sviði eða landgöngustiga.

Með því að útiloka að Biden verði sóttur til saka vegna varðveislu hans á mjög flokkuðu efni sem einkaborgari, gaf skýrslan til kynna að hann myndi virðast of veikburða til að lögsækja: "Það væri erfitt að sannfæra kviðdóm um að þeir ættu að sakfella hann - þá fyrrverandi forseti. langt á áttræðisaldri — af alvarlegu afbroti sem krefst andlegt ástands af ásetningi".

"Hann mundi ekki hvenær hann var varaforseti, gleymdi á fyrsta degi viðtalsins (saksóknari tók fimm tíma viðtal við hann á tveimur dögum) hvenær kjörtímabili hans lauk.

("ef það var 2013 — hvenær hætti ég að vera varaforseti?"), og gleymdi á öðrum degi viðtalsins. þegar kjörtímabil hans hófst ("árið 2009, er ég enn varaforseti?"),“ segir í skýrslunni. „Hann mundi ekki, jafnvel innan nokkurra ára, þegar sonur hans Beau dó en hann dó 2015 og Biden segist minnast hann á hverju ári á dánardegi hans. Biden's Memory "Hazy" and "Poor": Report Raising Questions About His Age

Þegar Joe Biden kom fyrir á blaðamannafundi til að verja sig, tókst það ekki betur en svo að hann ruglaði saman forseta tveggja ríkja. Hann laug því að sérstakur saksóknari hafi hreinsað sig af ákæruliðum um mishöndlum skjala. Og hann sem öldungardeildarþingmaður eða varaforseti má ekki eftir að hafa látið af embætti taka með sér skjöl heim og geyma í bílskúr eða Kínahverfi, nokkuð sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna má gera svo lengi sem hann tryggir örygga geymslu þeirra.

En þá komum við að pólitíkinni. Af hverju leyfðu starfsmenn Biden hann koma fram á blaðamannafundi þegar auðljóst er að hann getur ekki tjáð sig sómasamlega? Eru demókratar að henda honum fyrir strætó eins og Bandaríkjamenn orða þetta og eru að undirbúa að hann fari frá embætti og eru að í raun að neyða hann til að hætta við framboð sitt? Demókratar hljóta að undirbúa annan frambjóðanda á bakvið tjöldin.

Þetta mál er vatn á myllu Trumps sem hefur alltaf sagt að Biden geti ekki tengt saman tvær setninga óbrenglað. Blokkritari hefur bent á þetta frá því að Biden tók við forsetaembættinu og fyrr að maðurinn gengur ekki heill til skógar andlega.

Það verður erfitt fyrir demókrata að snúa sig út úr þessu því að það verður að vera flokksþing og leyfa frambjóðendur að bjóða sig fram til að geta valið nýtt forsetaframbjóðenda efni.

Langur ferill pólitískra mistaka og ósigra er að baki stjórnar Joe Bidens og kostningaárið virðist heldur ekki bjart. Ósigur í staðgöngustríðinu í Úkraínu, Ísraelar fara sínu fram, svo gera Kínverjar og eina sem vantar upp á er að þeir fari í stríð vegna Taívan. Landamæramálið - opin landamærastefna Joe Bidens, hefur beðið skipbrot og óvíst er hvernig það mál fer. Enn er efnahagur Bandaríkjanna erfiður þótt aðeins hafi rétt úr efnahagslífinu síðkastið. Glæpafaraldurinn mikli heldur áfram, fátækt, flótti fólks frá ríkjum demókrata og hælisleitamálið eru allt mál sem virðast óyfirstíganleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband