Forgangsröðun í íslensku samfélagi

Ástandið er orðið þannig að við Íslendingar eigum í fullt í fangi með að sinna og hlúa að öllu sem viðkemur íslensku þjóðfélagi. Eldgos, covid faraldur, hömlulaus innflutningur hælisleitenda, skortur á elliheimilum, sprungnir innviðir, allt þetta er reynir til ýtrasta þolþan íslenskt samfélags. 

Við getum ekki sinnt Grindvíkingum, ekki fátækum, ekki húsnæðislausum, ekki öryrkjum, ekki sjúkum, ekki öldruðum, ekki börnunum (skólakerfisvandi), fólk með fíkniefnavanda, ekki landsbyggðinni með sómasamlegum samgöngum og lengi má telja áfram.

Við eigum ekki að taka inn á okkur átök og vandamál annarra sem okkur kemur ekkert við. Ef við erum aflögufær, eigum við að senda pening og hjálpargögn til annarra í heiminum sem eru í neyð.  Skylda stjórnmálamanna er fyrst og fremst við íslenska skattgreiðendur, við þurfum að vinna fyrir þessu samfélagi og við viljum að fé okkar sé vel varið og fari í börnin okkar og aldraða foreldra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Öruggasta leiðin til þess að klúðra öllu á sem stórfenglegastan hátt, er að láta ríkið sjá um það.

Og það er það sem við erum einmitt að gera.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2024 kl. 16:21

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Einmitt.  Er alltaf að tala á ríkinu með þingmönnum í eyðslufilleríi.

Birgir Loftsson, 8.2.2024 kl. 16:37

3 Smámynd: vaskibjorn

Er svo sammála þér og hvað er búið að setja marga milljarða í globalwarming af mannavöldum vitleysuna?

vaskibjorn, 16.2.2024 kl. 09:30

4 Smámynd: vaskibjorn

Kv.Björn

vaskibjorn, 16.2.2024 kl. 09:32

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Björn. 

Birgir Loftsson, 16.2.2024 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband