Það er eins og fólk fari úr sambandi þegar rætt er um Donald Trump. Það annað hvort hatar hann hér á Íslandi eða elskar hann. Held að hatarnir séu fleiri.
Skýringin er líklega sú að íslenskir fjölmiðlar eru andsnúnir honum en þeir láta erlendar fréttir sem þeir fá frá frjálslindum fjölmiðlum í Bandaríkjunum ráða frétta flutninginum. Svo eru fréttirnar sem koma úr vesturheimi fáar, ekki í samhengi, og oft villandi. Fólk trúir ennþá íslenskum fjölmiðlum. Það er dálítið fyndið þegar harðir hægri menn ganga í lið með vinstri mönnum hér á blogginu og annars staðar í vandlætinu sinni gagnvart karlinum. Skoðanir Íslendinga skipta í raun engu máli, bara Bandaríkjamanna sem kjósa.
Skýringin er afar einföld af hverju helmingur Bandaríkjamanna kýs Trump. Fyrir þeim er hann persónugervingur millistéttarinnar, hefðbundina hægri gilda (allra hægri gilda) og hann er maðurinn sem fór til Washington til að glíma við "the swamp" eða mýrina sem einkennist af spillingu, hagsmunapoti sérhagsmuna og algjört skeytingaleysi stjórnmálaelítunar gagnvart hagsmunum þorra Bandaríkjamanna.
Bandaríkjamenn búa í sambandsríki, samband 50 ríkja, hvert ríki er með eigin lög, lögjafarþing, dómstóla og landamæri gagnvart öðrum Bandaríkjum. Þegar menn fóru í stríð í borgarastyrjöldinni börðust menn fyrst og fremst fyrir sitt ríki. Þess vegna, vegna ríkishollustu t.d. Texas búa við sitt ríki, eru menn ekki hrifnir af alríkisstjórninni í Washington. Stjórnarskráin er meira segja þannig uppbyggð að vald alríkisstjórnarinnar er takmarkað.
Og það er Trump sem talar gegn alríkisstjórninni í Washington og spillingunni þar. Hvorki Repúblikanar né Demókratar eru hrifnir af þessari krossferð Trumps og hafa barist á móti honum með öllum tiltækum ráðum, með upplognar sakir þess vegna. En fólkið sem kýs hann sér þetta bara sem ofsóknir gegn manninum sem er vernda hagsmuni þeirra (að þeirra mati) og kýs hann eftir sem áður. Trump er búinn að brjóta niður alla opinbera andstöðu Repúblikana (hvað svo sem menn malla á bakvið) og fólkið sem hefur komið inn síðastliðin ár, er Trump fólk. Repúblikanaflokkurinn er nú Trump flokkur.
Trump lagði líka frjálslindu fjölmiðla í rúst. Vegna þess að þeir fóru líka á límingunum, varð falin hlutdrægni þeirra dregin miskunarlaust fram og fólkið sá að keisarinn (lesist fjölmiðlar) var nakinn og hann fullur hlutdrægni.
Hins vegar hafa Demókratar, vegna haturs síns og ótta gagnvart Trump, færst algjörlega til vinstri, þannig að hann er nánast orðinn öfga vinstri flokkur. Þeir meira segja snúa bakvið eigin gildi, bara til að koma höggi á Trump. Það eru þeirra mestu mistök, þeir hefðu átt að halda sig á miðjunni, bíða Trump storminn af sér, já hann gerir það á endanum, og taka upp stjórn sína áfram eins og þeir hafa gert hingað til, og ráða leynilega yfir fjölmiðlum og stofnanir alríkisstjórnarinnar.
Fólk almennt, líka á Íslandi, er orðið þreytt á spilltum stjórnmálamönnum sem virðast aldrei vilja berjast fyrir Jón og Gunnu. Það kýs þess vegna andskotann sjálfan, bara til að fá breytingar. Trump mun að öllum líkindum vinna næstu forsetakosningar, innan fangelsiveggja eða utan.
Og nóta bene, karlinn er ekkert að vera blankur eins og margir vona. Forbes hefur metið auð hans í áratugi og metur Trump á 2,6 milljarða dollara frá og með 2024, en Trump heldur fram að hann sé ríkari en það. Fjárframlög í kosningasjóð hans fara að einhverju leyti í að borga lögfræðikosnað hans sem er mikill.
Það er ekkert nýtt að vinstri menn níða niður sterkan leiðtoga hægri manna, þeir gerðu það við Ronald Reagan á sínum tíma. Sagan fer mildari höndum um minningu Reagans en samtímamenn hans gerðu.
Uppáhalds setning andstæðinga Trumps er að hann er hættulegur lýðræðinu en aldrei er útskýrt hvernig. Hvernig er hann hættulegur lýðræðinu? Ekki var hann það í 4 ára valdatíð sinni en hann sat á friðarstóli og kom á friði í Miðausturlöndum. Efnahagur Bandaríkjanna blómstraði og fjölmiðlar andsnúnir honum sáu til að hann passaði sig á að gera engin mistök í embætti.
Og það er ósatt að segja að efnahagur BNA gangi vel um þessar mundir. Ríkið er nánast gjaldþrota, verðbólga er enn há þótt hún hafi minnkað og kaupmátturinn hefur lækkað. Eldsneytisverð er enn of hátt. Bandaríkjadollar á í vök að verjast á alþjóða mörkuðum og efnahagsbandalag hefur verið stofnað til höfuðs dollarans undir BRICS. Milljónir manna flæða yfir galopin landamæri Bandarikjanna, sumir segja yfir 10 milljónir í valdatíð Bidens. Líkt og á Íslandi þola innviðirnir þetta ekki, hvorki heilbrigðiskerfið né velferðarkerfið. Glæpir og fátækt einkenna stórborgir demókrata. Mikill fólks flótti er frá demókrata ríkjum til ríkja undir stjórn repúblikana. Landinu er nefnilega ekki alls staðar illa stjórnað.
Erlendis eiga Kanar í miklum erfiðleikum og hryðjuverkahópar nota tækifærið þegar veik stjórn er í Hvíta húsinu og ráðast á bandarískar herstöðvar. Það eru dimm ský yfir Bandaríkjunum um þessar mundir. Kaninn tapaði Afganistan stríðinu, er að tapa Úkraínu stríðinu, enginn hlustar á hann í Miðausturlöndum, ekki einu sinni Ísraelar og Kínverjar eru komnir undir túns fætur Bandaríkjanna, á Kúpu og annars staðar í Rómönsku Ameríku. Er Bandaríska öldin á enda? Mun Trump snúa dæminu við eða er þeim ekki viðbjargandi?
Flokkur: Bloggar | 3.2.2024 | 18:53 (breytt kl. 19:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Frábær skrif,þú ert alveg meðetta,er þér hjartanlega sammála.
Kv. Björn
vaskibjorn, 3.2.2024 kl. 20:19
Málið er Björn, að láta ekki aðra, aka fjölmiðla, stjórna sýn manns á veröldinni. Ég horfi á bandaríska fjölmiðla daglega og veit alveg hvað er að gerast í landi hinu frjálsu eins þeir kalla það. En takk fyrir hrósið :)
Birgir Loftsson, 3.2.2024 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.