Er Ísraelsher að tapa stríðinu í Gaza?

Heimurinn og heimspressan er þannig að maður er hættur að trúa því sem manni er sagt í fréttum. Lesandinn eða áhorfandinn þarf að leita í marga fjölmiðla og raða saman brotunum til að komast að hvað er eiginlega að gerast. Og stundum þarf fréttaneytandinn að leita í sjálfstæð podcöst eða samfélagsrásir til að komast að "sannleikanum". Svo er farið með stríðið í Ísrael (og Úkraínu ef út í það er farið). Hvað er eiginlega að gerast þarna? Hver er að tapa eða vinna eða er jafntefli? Einbeitum okkur að Ísrael.

Hér koma vísbendingar.  Friðarviðræður eru í gangi eða a.m.k. vopnahlé til að leysa fanga úr haldi Hamas. Þær eru sagðar ganga vel en boltinn sé nú hjá Hamas. Þetta bendir ekki til góðs gengis hjá Ísraelsher. En svo kemur önnur frétt og þar segist herinn hafa lokið hernaðaraðgerðum í norðurhluta Gaza. Ísrael tilkynnti í gær að þeim hefði tekist að ljúka átökunum í borginni Khan Younis í suðurhluta Gaza, þar sem Ísraelar hófu stóra árás á jörðu niðri í síðustu viku, sem þýðir að herir þeirra gætu sótt til Rafah á suðurlandamærum við Egyptaland. 

Erfitt er að ráða af þessu, hvor er að vinna en hernaðurinn virðist ganga ágætlega. Það bendir því til að Ísrelar séu ekki að biðja um frið, heldur einungis vopnahlé....meira verður ekki ráðið í stöðuna. En hvað með diplómatsíuna?

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við ísraelska varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, um að skipta yfir í "lágmarksaðgerðir" á Gaza ný verið, og stuðningi við diplómatíska lausn meðfram landamærum Ísraels og Líbanons og stöðugleika á hernumdu Vesturbakkanum.

Biden hefur skrifað undir framkvæmdaskipun á fimmtudag sem miðar að því að refsa landnema sem ráðast á Palestínumenn á hernumdu Vesturbakkanum þar sem ofbeldið hefur aukist síðan stríð Ísraels við Gaza hófst.

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á fimmtudag að land sitt gæti opinberlega viðurkennt palestínskt ríki eftir vopnahlé á Gaza án þess að bíða eftir niðurstöðu viðræðna um tveggja ríkja lausn.

Af þessu má ráða að stuðningur bandamanna Ísraela við hernaðinn er ekki stöðugur né afgerandi. En það er nokkuð ljóst, Benjamin Netanyahu sem er harðlínumaður, er friðardúfa í samanburði við aðra ráðherra og hann verður að halda aftur af mestu stríðshaukunum. Samsteypustjórn hans samanstendur af sjö flokkum – Likud, United Torah Judaism, Shas, Hinn trúanlegi zíonista flokkurinn (e. Religious Zionist Party), Otzma Yehudit, Noam og National Unity – og er undir forystu Benjamin Netanyahu, sem tók við embætti forsætisráðherra Ísraels í sjötta sinn. Afsakið það að heiti flokkana er á ensku, held að íslensk heiti séu bara ekki til.

En þeir sem þekkja eitthvað til í ísraelskum stjórnmálum vita að þessi ríkisstjórn er harðlínu ríkisstjórn. Á meðan hún er við völdum, hætta Ísraelmenn ekki hernaði sínum í Gaza fyrr en Hamas liðar verða komnir undir græna torfu og algjör sigur hefur unnist. Ef litið er á söguna þá hafa Ísraelar aldrei hætt átökum fyrr en fullur sigur hefur unnist og hér er væntanleg engin undantekning.

---

Aðeins að Úkraínustríðinu en í fréttum í dag segir að yfirhershöfðingi Úkraínuhers er að missa starf sitt. Það er vísbending um að herinn er að tapa á vígvöllunum. Bloggritari hefur ásamt fámennum hópi manna sagt fyrir löngu að Úkraínumenn geti ekki undið þetta staðgöngustríð. Það er þannig með Bandaríkjamenn að þeim brestur þolinmæðin eftir x tíma eða ríkiskassinn tæmist og þeir stöðvi stríðsátök þess vegna. Repúblikanar hafa lokað fyrir fjárstreymið til stríðsins vegna deilna um landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó. Úkraínuher er þegar farinn að spara skotfæri og því ætti að vera stutt í endalok stríðsins. Þetta stríð leysist hvort sem er ekki nema með friðarviðræðum diplómata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband