Hugsunarháttur fólks á fyrri hluta 20. aldar er greinilega allt annar en hjá okkur nútímafólki. Það var lítill undirbúningur bæði hjá Norðmönnum og Íslendingum fyrir komandi átök. Og það var ljóst þegar 1940 að stríðið sem hófst 1939 myndi breiðast út. Báðum þjóðum átti að vera ljóst að átökin gætu breyst út og náð til landanna.
Íslendingar reyndu að einhverju leyti að undirbúa sig. Agnar Kofoed Hansen tók upp á því að þjálfa lögregluliðið í Reykjavík í vopnaburði (á eigin vegum), bann var við herskipakomur og engin leyfi voru veitt fyrir uppbyggingu flugvalla á vegum erlendra aðila. En meiri var undirbúningurinn ekki.
Sama gilti um Norðmenn en þeir voru betur settir, því að þeir höfðu nokkuð öflugan her. En vegna óákveðni og ákvörðunarfælni var norski herinn ekki kvattur almennilega út, þrátt fyrir að Ólafur krónprins hafði lagt það til. Norska ríkisstjórnin flúði Osló og til Hamars þegar innrás Þjóðverja hófst og þar ætlaði norski forsætisráðherrann að segja af sér í miðjum klíðum! Konungurinn, Hákon 7, flúði einnig þangað en stóð í lappirnar og neitaði að taka við uppsögninni.
Förum aðeins í atburðarásina örlagaríka vorið 1940.
"Norðmenn fréttu af að erlendur herskipafloti stefndi til Noregs. Fljótlega bárust fregnir til Óslóar sem leiddi til miðnæturfundar í norska ríkisstjórninni. Á þessum fundi gaf ríkisstjórnin út fyrirmæli um að virkja fjórar af sex hersveitum norska hersins. Þingmenn í ríkisstjórninni skildu ekki að hlutavirkjunin sem þeir höfðu fyrirskipað yrði, samkvæmt gildandi reglugerð, framkvæmd í leyni og án opinberrar yfirlýsingar. Hersveitum yrði gefin út virkjunarfyrirmæli sín með pósti. Eini stjórnarþingmaðurinn með ítarlega þekkingu á virkjunarkerfinu, Birger Ljungberg varnarmálaráðherra, tókst ekki að útskýra málsmeðferðina fyrir samstarfsmönnum sínum. Síðar átti hann eftir að sæta harðri gagnrýni fyrir þessa yfirsjón sem leiddi til óþarfa tafa á virkjun herafla Norðmanna. Fyrir ríkisstjórnarfundinn hafði Ljungberg vísað á bug ítrekuðum kröfum um algera og tafarlausa virkjun, sem hershöfðinginn Rasmus Hatledal setti fram. Hatledal hafði leitað til Ljungbergs 5., 6. og 8. apríl og beðið varnarmálaráðherra um að óska eftir því að ríkisstjórnin gaf út fyrirskipanir um virkjun."
Það er kannski ekki sanngjarnt að bera saman Noreg og Ísland vegna mismunandi aðstæðna í báðum löndum. Íslendingar deildu sama konungi með Dönum en þegar Danmörk var hertekin 9. apríl, var gerð innrás í Noreg á sama tíma eða 9. og 10. apríl. En enginn íslenskur her var til varnar, bara hlutleysisyfirlýsing á einskinsverðum pappír.
En pólitíska valdastéttin í báðum löndum átti að búa sig undir það "ómögulega" og setja í gang undirbúningsáætlun. Íslendingar fengu mánuð, eða frá 9. apríl til 10. maí til að undirbúa sig undir komu annað hvort þýska flotans eða þann breska. Ekkert var gert af viti. Hlutleysisstefna Íslands líkt og sú norska virkaði ekki og hún hefur aldrei virkað í veraldarsögunni nema fælingamátturinn fylgir með. Líkt og í Sviss, sem Hitler ætlaði að hertaka á svipuðum tíma en lagði ekki í vegna öflugs hers Svisslendinga og landfræðilegra aðstæðna.
Ólíkt það sem gerðist í Noregi, kom bara breski flotinn til Íslands. Bretar og Frakkar náðu að senda herlið til Norður-Noregs og þar var barist. Þjóðverjar settu í gang aðgerðina Íkarus sem var áætlun Þjóðverja um að gera innrás í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni eftir að Bretar höfðu hernumið landið árið 1940. Áætluninni var aldrei hrint í framkvæmd vegna frestunar Sæljónsaðgerðarinnar (Unternehmen Seelöwe). Íslendingar voru ljónheppnir að ekki skuli hafa komið til bardaga á Íslandi milli Þjóðverja og Breta.
Íslendingar bregðast alltaf við eftir á. Svo var 1950 þegar Kóreustríðið braust út og menn héldu að þriðja heimsstyrjöldin væri brotin út. Íslensk stjórnvöld samþykkti þess vegna komu bandaríska hersins í maí 1951 með tvíhliða varnarsamning landanna. Varnarlið Íslands taldi að jafnaði um 1350 bandaríska hermenn, um 100 borgaralega starfsmenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins og 650 íslenska starfsmanna. Eitthvað sem Íslendingar sjálfir ráða alveg við að manna.
Nú eru viðsjárverðir tímar. Aldrei hefur verið eins miklar líkur á þriðju heimsstyrjöldinni og nú síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Tvö ófriðarbál sem nú loga geta breyst út, Úkraínustríðið og átökin í Miðausturlöndum sem virðast vera orðin stjórnlaus og blikur á lofti varðandi Taívan. Norrænir hershöfðingjar vara við mögulegt stríð við Rússland og Evrópustyrjöld.
Það er því ekki seinna vænna að Íslendingar hugi að eigin vörnum, á íslenskum forsendum. Eins og margoft hefur verið bent á, getur komið upp sú staða að Bandaríkjaher geti ekki varið Ísland. Það er ekki fjarstæðukennt. Frægasta dæmi um hernaðarheimsveldi sem gaf eftir eyland, var þegar rómverski herinn hvatti allan sinn her frá Bretlandseyjum án þess að kveðja kóng né prest (líkt og Bandaríkjaher 2006 á Íslandi). Rómverjar komu aldrei aftur. Bretar gátu ekki varið smá eyjar sínar við Frakklands strönd í seinni heimsstyrjöldinni og Bandaríkjamenn í Kyrrahafi o.s.frv.
Líklegt svið hernaðarátaka, ef þau brjótast út, er að Bandaríkjaher verði fastur í átökum, í Evrópu, Miðausturlönd eða Kínahafi og andstæðingar þeirra grípi tækifærið og mynda nýjan vígvöll. Bandaríkjaher getur ekki lengur staðið í tveimur aðskildum átökum samtímis. Svo var um Rómverja og átök þeirra við barbaranna. Andstæðingar þeirra réðust oft samtímis á rómverskar herstöðvar og teygðu á og lömuðu varnir hersins. Hagsmunir Íslendinga verður fórnað á altari "heildar hagsmuna" NATÓ.
Það er næsta víst að uppgjör verður við Íran. Annað hvort fara Ísraelar af stað eða Bandaríkjamenn eða hvorutveggja til að stöðva Írani. Það þýðir stórstyrjöld. Enginn sættir sig við Íran með kjarnorkuvopn. Ísrelskir útsendarar hafa drepið ótal vísindamenn sem vinna að kjarnorkuvopna áætlun Írans, en hafa aðeins tafið áætlanir Írana hingað til.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Saga, Stríð | 30.1.2024 | 10:16 (breytt kl. 10:46) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Friður í gegnum styrk sagði Ronald Reagan: https://fb.watch/pUQerqI1b7/?
Birgir Loftsson, 30.1.2024 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.