Gerum Austurvöll að þjóðartorgi!

Íslendingar hafa mikið langlundargeð og eru með stórt hjarta. Þeir eru enn gestristnir og tilbúnir að veita vel förufólki, eins og gert hefur verið gegnum aldir.  Þeir eru ekki vanir því að gestirnir, sem fá gistingu og mat, sýni ókurteisi og eru með heimtufrekju. Svo hefur nú gerst.

Hagsmunahópur hefur lagt undir sig Austurvöll í boði Reykjavíkurborgar og í trássi við lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Þessi hópur hefur lagt undir sig aðaltorg Reykjavíkur og sem er í raun samkomustaður þjóðarinnar. Þarna hefur fólk komið saman síðan á 19. öld til að mótmæla fyrir framan þjóðarsamkundu þjóðarinnar, Alþingi. Nú er búið að breyta Austurvöll í tjaldstæði, meira segja ókeypis tjaldstæði.

Þetta finnst ekki öllum Íslendingum vera í lagi og nú virðast stjórnmálamenn vera að ranka úr rotinu og eru farnir að kvarta sjálfir yfir að þetta torg sé undirlagt svo vikum skiptir undir...hvað eiginlega? Mótmæli? Láttum ekki fámenna en háværa hagsmunahópa ráða ferðinni í þjóðfélagsumræðunni eins og nú er gert með aðstoð fjölmiðla sem vinna beint og óbeint gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Gerum Austurvöll að Forum Roma, þjóðtorg fólksins. Islandia Quadratus!

Hér með er skorað á Alþingismenn sem nú sitja á þingi, að semja lög um að Austurvöllur verði gerður að þjóðartorgi. Líkt og lögrétta hafði á sínum tíma vébönd sem afmörkuðu þinghaldið, að Alþingi nútímans færi Austurvöll undir vébönd þingsins.

Reykjavíkurborg er ekki treystandi til að sjá til þess að Austurvelli sé haldið sómasamlega við og breytt í ólöglegt tjaldstæði.

Líkt og þegar hús eru yfirtekin af sveitarfélögum eða Vegagerðinni, vegna lagningu vega, verði Reykjavíkurborg boðið skaðabætur fyrir eignaupptökuna, ekki veitir tómum sjóði borgarinnar af auka aurum í kassann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sammála þér. Eins og talað er út úr mínum munni.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 20.1.2024 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband