Sökudólgurinn fundinn vegna hlýnun jarðar?

Enginn veit í raun hvað veldur sveiflum á hitastigi jarðar. Málið er umdeildara en íslensk stjórnvöld láta í veðri vaka. Samt fylgja þau umhugsunarlaust umræðunni og stefnu í loftslagsmálum sem erlendir leiðtogar segja þeim að gera.

Það eru bara einstaklingar á Íslandi sem vilja setja varnagla á stefnuna.  Íslensk stjórnvöld sjá þarna enn eina skattkúnna sem hægt er að blóðmjólka í nafni loftslagsvísinda. Skattar eru lagðir á nauðsynleg farartæki til að fá borgaranna til að skipta í rándýra og óáreiðanlega rafbíla sem fæstir hafa efni á. Loftslagsskattar eru lagðir á samgöngur við landið og skattfé fer í hítina í Brussel.

Innan vísindaheimsins eru hins vegar skiptar skoðanir, eins og á að vera. Bendi hér á athyglisvert viðtal við Dr. Willie Soon. Sjá slóðina: Tucker Carlson

En hver er Willie Soon og hvað er hann að halda fram? Willie Soon er malasískur stjarneðlisfræðingur og geimferðaverkfræðingur sem var lengi starfandi í hlutastarfi sem utanaðkomandi fjármögnuð vísindamaður við sólar- og stjörnueðlisfræðideild (SSP) miðstöð stjarneðlisfræðinnar | Harvard og Smithsonian.

Soon er umdeildur. Hann afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum, sen vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum og heldur því fram að mestu hlýnun jarðar sé af völdum sólarbreytinga frekar en af mannavöldum. Hann samdi ritgerð þar sem aðferðafræðin var gagnrýnd mjög af vísindasamfélaginu. Loftslagsvísindamenn eins og Gavin Schmidt hjá Goddard Institute for Space Studies hafa vísað á bug rök Soons og Smithsonian styður ekki niðurstöður hans. Hann er engu að síður oft nefndur af stjórnmálamönnum sem eru andvígir loftslagsbreytingalöggjöf.

Soon er höfundur bókarinnar The Maunder Minimum and the Variable Sun-Earth Connection með Steven H. Yaskell. Bókin fjallar um sögulegar heimildir um loftslagsbreytingar sem féllu saman við Maunder-lágmarkið, tímabil frá 1645 til um 1715 þegar sólblettir urðu afar sjaldgæfir.

Svo að það sé haldið til haga, þá hefur Soon fengið yfir 1,2 milljónir Bandaríkjadala frá jarðefnaeldsneytisiðnaðinum (2005-2015), á meðan hann gat ekki upplýst um hagsmunaárekstra í flestum störfum hans. Soon er því ekki hlutlaus frekar en aðrir vísindamenn á þessu sviði. En þar með er ekki sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Og hann er í hópi margar vísindamanna sem eru fullir efasemda.

Hér á Samfélag og sögu hefur verið farið í málið áður og komist að þeirri niðurstöðu að CO2, sem er talinn aðalsökudólgurinn í hlýnun jarðar, er bráðnauðsynleg lofttegund fyrir gróður jarðar. Samt er átak í að minnka magnið á þessari lofttegund með margvíslegum afleiðingum fyrir gróðurfar jarðar. Mesta hættan virðist stafa af athafnasemi mannkyns, mengun og eyðing vistkerfa í heiminum.

Ekki er ætlunin að endurtaka hér það sem sagt hefur verið um loftslagsmál en fyrir fróðleiksfúsa eru hér nokkrar greinar Samfélags og sögu og sjá má að Soon er meðal margra loftslagsfræðinga sem eru ekki sammála hinni opinberri stefnu:

Mengun en ekki loftslagsbreytingar sem ógnar mannkyninu?

Losun koltvísýrings eftir löndum - Hver er sök Íslands?

Ný ísöld framundan?

Það er munur á að vera loftslagsfræðingur og veðurfræðingur

Hamfarahlýnun og koltvísýringur (CO2)

Bloggritari er leikmaður á sviði loftslagsvísinda, eins og flestir eru, en hann kann að lesa niðurstöður sem settar eru fram með skýrum hætti og draga ályktanir. Og þær eru? Að málið er umdeilt, efi er á gildandi stefnu og niðurstöður um loftslagsmál jarðar.

Það sem saga hitastigs á sögulegum tíma segir okkur er að það koma tímabil, þar sem mikið kuldaskeið ríkir og svo hitaskeið. T.d. ríkti hitaskeið frá 800 - 1300. Kuldaskeið frá 1300-1900 og nú er hitaskeið. Annað sem vert er að hafa í huga er að jarðeldsneytisnotkun jarðabúa hófst ekki fyrr en á 20. öld og í raun ekki af fullum krafti fyrr eftir seinni heimsstyrjöldina þegar bílaeign var almenn. Það er því hæpið að tengja hlýnun jarðar við upphaf iðnbyltingar á 18. öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru ekki góð vísindi sem fela í sér afneitun á áhrifum sólarorku, en það gera einmitt loftslagsfræðin. Svo er alvarleg þversögn fólgin í því að þeir sem aðhyllast þau sömu fræði mæla á sama tíma með notkun sólarorku sem endurnýjanlegs orkugjafa og til að draga úr koltvísýringslosun. Vísindamenn sem hafa rannsakað sólina vita vel að hegðun hennar er breytileg og því er ekki langsótt að ætla að áhrif hennar á jörðina séu það líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2024 kl. 22:14

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðmundur, já, sólin er mikill áhrifavaldur. Niðurstaðan er sú að ekki er búið að leysa málið vísindalega.  Of mikil pólitík er á bakvið. Mjög skrýtið að aðeins ein lofttegund sem er 0,04% af andrúmsloftinu skuli vera svona mikill áhrifavaldur. 

Birgir Loftsson, 18.1.2024 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband