Borgarstjóraskipti eiga sér nú stað. Í stað Dags B. Eggertssonar, kemur Einar Þorsteinsson. Sá síðarnefndi tekur bókstaflega við þrotabúi. Tæknilega séð er Reykjavíkurborg gjaldþrota, skuldaþakið er komið upp í 199%. Það verður fróðlegt hvort að borgarsjóður, sem er rekinn á yfirdrætti, nái að borga skuldir sínar. Dagur B. er hins vegar hæstánægður með skilin og hrósar sjálfum sér fyrir "vel unnin" störf!
Einar gerði líklega sín fyrstu og væntanlega síðustu mistök sem stjórnmálamaður að semja við Dag um deilingu á borgastjórastólnum og taka við honum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Dagur getur alltaf sagt að Einar hafi klúðrað málum eftir að hann lét af embætti.
Spekingar telja að Dagur renni hýrt auga á ráðherrastól þegar Samfylkingin tekur næst við völdum, en Samfylkingarmenn telja sig verða sigurvegara næstu Alþingiskosninga. Vonandi verður hann ekki heilbrigðisráðherra, þá verður fjandinn laus.
Eftir 10 ára feril, með sífellt minnkandi fylgi en pólitísk klókindi, hefur Degi tekist að halda í völdin með hækjum annarra flokka, sem gætu þess vegna verið snýtt úr nösum Samfylkingarinnar. Kjósendur Framsóknar óraði ekki fyrir að Einar skuli hafa skipt um hest í miðri á en flokkurinn hlaut gengi einmitt vegna þess að kjósendur vildu annað en Dag B. við stjórnvölinn. Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í næstu borgarstjórnar kosningum.
Hæst ber af "afrekalista" Dags B. er braggamálið svokallað, sem er skólabókadæmi um spillinguna sem þrífst innan borgarinnar. Hálfur milljarður í bragga (sem kostar hjá BK hönnun um 10 milljónir króna nýr). Eina sem heldur borginni uppi eru gullgæsir borgarinnar, svo sem OR, en sjálfur borgarsjóður er rekinn á blússandi tapi.
Stjórnarapparatið hefur þannist út í valdatíð Dags B. og blýants nögurunum fjölgað svo, að það eru 11 þúsund borgarstarfsmenn í 140 þúsund manna borg.
Verst er staðan innan borgarstjórnarinnar en þar eru líklega fleiri yfirmenn en undirmenn með óljós hlutverk. Óþarfa innistörf sem gera ekkert annað en að hækka útsvarið hjá skattpíndum Reykvíkingum.
Mannréttindaskrifstofan sem heitir Mannréttinda og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkur er eitt dæmi um bruðlið og með mannréttindastjórann í forsvari. Skrifstofan er í kafi í wokisma. Er mannréttindastjóri að bæta kjör aldraðra sem fá ekki inn á hjúkrunarheimili? Eru það ekki mannréttindabrot að fá ekki húsaskjól?
Á meðan geta menn ekki hirt sorptunnur á réttum tíma eða sinnt öldruðum með hjúkrunarrými eða útvegað leikskólabörnum vist á leikskólum (Samfylkingarmenn komu upp með þá "snilldarhugmynd" að bjóða upp á 6 klst. vist barna en flestir vinna 8 klst á dag). Skólar borgarinnar eru flestir með myglu enda illa byggðir og viðhaldi ekki sinnt. Þeir eru flestir undirmannaðir.
Ekki hefur verið farið stórframkvæmdir í borginni í valdatíð Dags en það vantar mislæg gatnamót alls staðar og síðan en ekki síst Sundabraut sem Dagur hefur lagt steininn í götuna. Til marks um veruleikafirringuna, kom ekki alls fyrir löngu yfirlýsing um að ekki væri búið að slá út Hvassahrauns flugvöllinn af borðinu, hann væri enn á teikniborðinu!!!
Mikið átak var lagt í að þrengja að götum og setja upp hraðahindranir (hátt í tvö þúsund talsins), svona svo að umferðaumþveitið verði aðeins meira á morgnanna.
Viðvarandi skortur er á íbúðahúsnæði, þannig að fólk flýr í nágrannasveitarfélögin í leit að húsnæði eða á Suðurnesin eða Suðurland. Fjandskapurinn gagnvart atvinnurekstur er slíkur að stofnanir (t.d. Hafrannsóknarstofnun) og fyrirtæki leita sér húsnæðis í Hafnarfirði. Þau flýja reglugerðarfarganið og afskiptasemi eftirlitstofnanna Reykjavíkurborgar. Var búið að gleyma að minnast á heimilislausa í fröken Reykjavík? Eða fátæklinganna?
Er eitthvað sem gleymdist af "afrekaskrá" Dags B.? Glæstur ferill?
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Hann er búinn að rústa 101 og þangað fer enginn nema í algjörri neyð fyrir utan ferðamenn sem horfa á aðra ferðamenn og kaupa lundabrúður!
Sigurður I B Guðmundsson, 17.1.2024 kl. 12:02
Já, mikið rétt. Ef reynt er að fara á Austurvöll, þá er komið í flóttamannabúðir! Ég bý ekki í Reykjavík og mun aldrei búa í borginni. Sé fram á að borgin verði í viðvarandi skuldavanda og útsvarið alltaf í hámarki.
Austurvöllur ætti að vera innan vébanda Alþingis. Það er að segja að stofnunin Alþingi ætti að eiga Austurvöll sem væri þá n.k. þjóðartorg (og fólk má mótmæla þar) en ekki tjaldstæði.
Birgir Loftsson, 17.1.2024 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.