Öryggi ríkisins

Margar hættur steðja að opnu samfélagi eins og er rekið á Íslandi. Hér er frjáls för manna og landamærin opin 24/7. Með öflugum samgöngum við útlönd koma hingað hátt í þriðju milljón manna árlega. Eins og almenn skynsemi segir er misjafn sauður í hverju fé. 

Hingað koma því í gegnum opnum landamærahliðum glæpamenn og hryðjuverkamenn. Glæpamennirnir sumir hverjir setjast að og mynda glæpaklíkur, aðrir koma hingað í n.k. vertíð. Þeir koma hingað á ódýrum farmiðum, ræna og rupla í ákveðinn tíma og fara svo til baka.

Erfiðara er að átta sig á fjölda hryðjuverkamanna en með fjölgun hælisleitenda frá löndum þar sem hryðjuverk eru algeng, er hætt á að þeir sláist í hópinn og komi hingað til lands eins og sagt hefur verið frá í fréttum undanfarið.

Björn Jón sagnfræðingur og pistlahöfundur skrifar ágætan pistil sem gæti þess vegna hafa komið frá bloggritara.

Björn Jón skrifar: Hlustið á lögreglustjórann  Þar vitnar hann eins og hér hefur margoft verið gert í Jón Sigurðsson forseta: "Í vikunni sem leið var ég að blaða í Nýjum félagsritum Jóns Sigurðssonar, nánar tiltekið 3. árgangi frá 1843. Þar getur Jón þess að skortur á landvörnum sé einn helsti vandi Íslendinga. Úr honum verði að bæta hið fyrsta „til þess að geta notið frelsisins því óhultar". Jón-narir tengja því fullveldi ríkis við góðar varnir.

Jón Björn kemur inn á að glæpastarfsemin sé mest á Suðurnesjum, á landamærum Íslands. Hún sé ógn við öryggi ríkisins. Undir það er hægt að taka og má benda á ríki eins og Mexíkó, Líbanon, Kólumbíu, Ekvador, Svíþjóð og fleiri ríki sem hafa orðið undir gagnvart glæpasamtökum.

Hann vitnar í Arnór Sigurjónsson og bók hans Íslenskur her og viðrar hugmyndir hans.

"Arnór bendir þar meðal annars á að Lúxemborgarar, sem eru 645 þúsund talsins, sjái sér hag í því að hafa á að skipa eigin herliði sem býr yfir sérfræðiþekkingu og búnaði til að tryggja öryggi og varnir ríkisins — á þeirra eigin forsendum. Fullvalda ríki sé nauðsynlegt að taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessum efnum, þó svo að þær séu teknar í samvinnu við bandalagsþjóðir og fjölþjóðastofnanir. Herlið Lúxemborgara telur 939 sjálfboðaliða."

Arnór leiðir einnig rök að því að íslenskt heimavarnarlið hafi raunverulegt gildi — þvert á það sem margir halda fram. Þjóðin sé nógu fjölmenn „til að takast á við þá áskorun að tryggja innviði í upphafi átaka áður en liðsauki berst til Íslands“. Það sé einfaldlega rangt að Íslendinga skorti burði og fjárhagslega getu til að starfa með virkum hætti að eigin vörnum. Aftur á móti skorti pólitískan vilja og áræði. Hann spyr áleitinnar spurningar í þessu efni: hvort það sé ábyrg afstaða og samboðin virðingu fullvalda ríkis að láta aðra annast öryggis- og varnarmál rétt eins og þau komi því ekki við."

Undir þessi orð Arnórs og Jón Björns (og Jóns Sigurðssonar og reyndar Valtýs Guðmundssonar um aldarmótin 1900) er hægt að taka undir heilshugar. Bloggritari hefur gert það í áratugi opinberlega en fyrir daufum eyrum. Kannski var einu sinni hlustað þegar bloggritari hvatti til stofnunar Varnarmálastofnunar Íslands 2005 en fáeinum árum síðar var hún stofnun og fljótlega lögð niður aftur (sem er næsta fáheyrt í stofnunasögu Íslands).

Hvað mannaflinn á að heita gæti skipt máli.  Ef það er skýrt Heimavarnarlið, þá er hlutverkið afmarkað og ekki hægt að nota sem stoðsveitir gegn innanlands hættum. Hugtakið her, gæti bent til árása hlutverk og ber kannski að forðast það.

Hefð er komin á hugtakið Varnarlið (sbr. bandaríski herinn á sínum tíma var kallaður Varnarliðið í daglegu máli). Hlutverk þess verður að vera afmarkað rúmt, þannig að hægt er að virkja þessar sveitir gegn allar hættur, innanlands, utanlands og líka vegna náttúruvá. Varnarlið Íslands gæti þetta heitið.

Vandinn liggur hjá íslenskum stjórnvöldum, þau hafa aldrei viljað taka á sig ábyrgð fullvalda ríkis, en það er öryggi borgaranna gagnvart umheimininum. Við höldum að við séu gulltryggð en getum við treyst á nágrannaríkin til að koma okkur til aðstoðar á ögurstundu? Er það ekki okkar hlutverk að passa upp á okkur sjálf? Það er mjög auðvelt fyrir örríki eins og Ísland að missa tökin á skömmum tíma. Hvað gera bændur þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Best er ef borgararnir sjálfir taki þetta að sér.

Stofni svona militiu, eins og kaninn segi fyrir um í sinni stjórnarskrá.

Eða treystir þú sósíópötunum sem stálu 40 milljörðum úr okkar eigin neyðarsjóð til þess að halda partý?  Sömu mönnum og vildu sýna börnum klám?  Liðinu sem bókstaflega eitraði fyrir meira en 80% landsmanna?

Her verður notaður gegn fólkinu.  Fólkinu stafar meiri ógn af innlendum her en útlendu inrrásarliði.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.1.2024 kl. 19:42

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já Ásgrímur, líkt og Herfylkingin í Vestmannaeyjum.  Saman stendur af sjálfboðaliða. Íslensk stjórnvöld eru alveg vonlaus!

Birgir Loftsson, 15.1.2024 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband