Opinn skóli í Færeyjum og Íslandi

Í frétt RÚV um daginn eru færeyskir kennarar sagðir oft eiga bágt með að sinna starfinu vegna yfirgangs nemenda. Þar segir:

"Sífellt meiri harka hefur hlaupið í yfirgang nemenda gegn kennurum í færeyskum grunnskólum undanfarin ár. Þess eru mörg dæmi að kennarar séu beittir líkamlegu ofbeldi. Stjórnarmaður í Kennarasambandinu hvetur til kerfisbreytinga."

Kennarar sagðir oft eiga bágt með að sinna starfinu vegna yfirgangs nemenda

Kennarar tilkynna nærri daglega að nemendur slái þá, sparki í þá eða kasti að þeim ýmsu lauslegu. Fjölmörg dæmi eru einnig um að nemendur beiti kennara andlegu ofbeldi.  Þetta eru ótrúlegar fréttir og maður hélt að gæti ekki gerst í örsamfélagi eins og Færeyjar eru. Ímynd Færeyinga eru slík að þetta þykir með ólíkendum. Þeir eru sagðir vera vingjarnir, hjálpsamir og búnir flestum góðum kostum sem eitt sinn prýddi Íslendinga.

En það er þannig að hver kynslóð er ný og það verður að kenna henni gildi samfélagsins. Ef til vill hafa gildin í Færeyjum breyst það mikið að uppeldismálin eru komin í vaskinn? Eða er það skólakerfið sjálft sem er vandamálið?

„Nemendur nútímans bera mun minni virðingu fyrir kennurum sínum,“ skrifar Eyðbjartur og segir þá nemendur sem beiti ofbeldi iðulega eiga við andlega erfiðleika að stríða. Kerfisbreytingar sé þörf enda stríði það gegn hugmyndafræðinni að baki skóla án aðgreiningar að flytja börnin í sérstaka bekki" segir í frétt RÚV.

Sama hugmyndafræði er rekin á Íslandi og með sama árangri. Kennarar eiga í erfiðleikum með erfiðustu nemendurna, hegðunarlega séð. Ástæðan er einföld, skólinn án aðgreiningar krefst öfluga stoðþjónustu. Hún er ekki fyrir hendi eða í skötulíki.

Stoðþjónustan felst í að sérkennarar komi inn í bekki eða nemendur fari í námsver, þar sem við á, og þroskaþjálfar starfi með sérkennurum. Einnig eru stuðningsfulltrúar notaðir til aðstoðar í bekkjum eða í frímínútum og matartíma.

Stjórnvöld hafa alltaf skammtað það naumt að skólarnir hafa ekki efni á að reka góða stoðþjónustu. Við það skapast erfiðleikar í skólastarfinu. Við bætist mikil fjölgun útlenskra barna sem þurfa íslensku kennslu. Annað hvort verður að koma til kerfisbreyting, það er að sérskólum verði fjölgað, eða stoðþjónustan verði efld. Ekki er hægt að treysta stjórnvöldum til að efla hið síðarnefnda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband