Það fjölgar í hópi forsetaframbjóðenda eins og búast mátti við. Vegna þess að meðmælendahópur hvers frambjóðanda er aðeins 1500 manns, má búast við að tugur þeirra nái tiltekna lágmarki. Svo eru það hinir sem eru þarna upp á jókið eins og sagt er á lélegri íslensku.
Fasta gestur í forsetaframboði, Ástþór er kominn á sviðið eins og búast mátti við. Samkvæmt stefnuskrá hans er forsetaembættið gjörningur og ætlað öllum heiminum sem friðar embætti. Búast má við að eftirspurning verði eins og áður, engin.
Svo er það björgunarsveitarmaður sem enginn þekkir deili á og enn vitum við ekki hvaða erindi hann telur sig eiga við þjóðina.
Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún er eflaust þekkt innan ákveðina hópa en varla þjóðþekkt, a.m.k. hefur undirritaður aldrei heyrt á hana minnst. Svo er að sjá hvort hún hafi ferskar hugmyndir og þá útgeislun sem allir forsetar þurfa að hafa. Ætlar hún að vera A forseti (skraut forseti) eða B forseti (virkur forseti)?
RÚV segir að fyrstu frambjóðendurnir séu ekki til stórræða en viðurkennir þó að Kristján Eldjárn hafi verið fyrstur á sínum tíma. Hvernig RÚV finnur út reglu þegar aðeins sex einstaklingar hafa gengt embættinu, er skondið.
Arnar Þór Jónsson reið fyrstur á vaðið, eins og Kristján Eldjárn. Hann hefur þá þekkingu og reynslu sem mun reyndast dýrmætt í embættinu. Bakgrunnurinn er ákjósanlegur og hann er orðinn nokkuð þekktur meðal Íslendinga. Það vakti athygli þegar hann beitti sömu taktík og Ólafur Ragnar, kynnti sig og sína fjölskyldu á blaðamannafundi.
Arnar Þór stendur enn upp úr og fleiri eiga eftir að bætast við. Stjórnmálaöflin reyna að hafa sín áhrif og ota sínum kandidötum fram við litla hrifningu þjóðar. Hún vill sinn þjóðkjörinn mann á Bessastaði, ekki fulltrúa einhvers stjórnmálaflokks.
Forsætisráðherrann, Katrín Jakobsdóttir er orðuð við embætttið en það er henni óhagstætt hversu ríkisstjórnin er óvinsæl og það að hún situr í embætti. Hún þarf meiri fjarlægð eins og Ólafur Ragnar hafði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.1.2024 | 17:38 (breytt kl. 17:38) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.