Ljóst er að lágmarksfjöldi meðmælenda til forseta kosninga er of lágur. Talað er um að miða ætti við 2,5% kjósenda sem meðmælendur sem lágmark. Sem er um rúm 6000 manns. En er það ekki svolítið hár þröskuldur? Væri 2% ekki nóg?
Þrátt fyrir fjölgun á landinu, er stór hluti þessa fólks sem býr hér ekki íslenskir ríkisborgarar. Geta þar af leiðandi ekki kosið. Það gæti reynst mörgum frambærilegum frambjóðenda erfiður þröskuldur að yfirstíga 2,5% markið, sérstaklega ef hann hefur ekkert bakland.
Ef lágmarksfjöldinn er of hár, getur það orðið þannig að elítuhópur velji sér frambjóðanda, því að það þarf fjármagn, sagt er um 15 milljónir að lágmarki, til að geta háð kosningabaráttu. Í Bandaríkjunum eru það einungis milljarðamæringar eða flokksgæðingar sem geta boðið sig fram til forseta. Málið snýst nefnilega um peninga, eins og á Íslandi.
Svo er það hin hliðin, sem 2,5% markið á að útiloka, en það eru lukkuriddarnir, sem njóta engan stuðning en bjóða sig samt fram. 22 frambjóðendur þegar Guðni var kosinn forseti, aðeins 9 náðu að safna nægilegum fjölda undirskrifta. Svo ætti að kjósa milli tveggja efstu frambjóðenda ef meirihluti næst ekki eftir kosningar. Viljum við forseta með 20% fylgi?
Guðni fékk sterka bakhjarla, svo sterka að hann var nánast "neyddur" í embættið. Fræðimaðurinn með þekkingu á forsetaembættið, skipti um stól og varð viðfangsefnið. Árangurinn má sjá nú, hann endist ekki nema tvö kjörtímabil en sagðist ætla að taka þrjú. Tilfinning bloggritara er að hann hafi aldrei fundið sig í starfinu, og hann ekki rétti maðurinn til að vera oddviti á ögurstundu eins og forsetinn á að vera. Jú, eftir allt, er þetta ekki bara punt embætti.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.1.2024 | 08:32 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Viljum við forseta með 20% fylgi?
------------------------------------------------------------
Ef að embættið á bara að vera TÁKNRÆNT,
(setja búrku á hausinn, hoppa í sjóinn á sjómannadaginn, klæðast mislitum sokkum
og sækja erlendar þungarokkshátíðir)
skiptir það nokkru máli þó að hann hafi bara
20% þjóðarinar á bak við sig?
-----------------------------------------------------------------------
Það myndi hinsvegar gegna öðru máli
ef að hann ætti að AXLA RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ
á sinni þjóð, eins og komið hefur fram í okkar samtali áður.
Þá þyrfti hann alltaf að hafa alla vega 51% á bak við sig:
https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/
Dominus Sanctus., 8.1.2024 kl. 13:52
Það er alltaf nauðsynlegt að KJÖRINN embættismaður hafi meirihluta á baki sér. Jafnvel í svona embætti en það ber ábyrgð á ögurstundu, sem málskotsrétturinn er óneitanlega. Forsetinn setur Alþingi, situr ríkisráðsfundi o.s.frv. Hann ber því ÁBYRGÐ stjórnskipunarlega.
Birgir Loftsson, 8.1.2024 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.