Ætlað mætti af orðum formanns Eflingar að atvinnurekendur séu arðræningjar "öreiga lýðsins", orðalag sósíalista, og ættu ekkert gott skilið nema að vera skattlagðir upp í rjáfur. Ekki fólk, sem strögglar sjálft í sínum atvinnurekstri og tekur áhættur, sé bara eins og annað fólk að reyna að komast af.
Margaret Thatcher kom inn á þetta atriði en hún átti mestan þátt í að afvæða sósíalismann sem komið var á í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Það þurfti ofurafl til að berja niður verkalýðshreyfinguna sem vildi engar breytingar og haldið í atvinnustarfsemi sem rekin var með gífurlegan halla.
Þetta segir hún um hlutverk atvinnurekandans:
"Í hvaða skynsamlegu samfélagi sem er væri litið á fólk sem skapar störf sem opinbera velunnara. Að byggja upp fyrirtæki, veita öðrum atvinnu, það er verðugt markmið og samfélagið ætti að fagna. Með því að skapa sjálfum sér auð skapar frumkvöðullinn óviðjafnanlega meiri auð fyrir annað fólk.
Það er ekki skoðun sósíalista. Þeir hafa yndi af því að ráðast á skapara auðs og þar með sköpun starfa."
Margaret Thatcher. Ræða í Alnwick kastala árið 1975.
Þetta sagði hún áður en hún lagði í atlöguna að sósíalistum.
Hér í þessari ræðu ræðir hún skatta stefnu eftirrennara sins og sagði að: Eftir að ég hætti í embætti gerði arftaki minn ýmislegt sem var algjörlega á móti íhaldsstefnunni.
Hann skar til dæmis niður hluta af skattaívilnunum á fólk sem keypti sér húsnæði.
Það sló inn í hjarta heimspeki minnar - "hver maður er kapítalisti."
Þetta var önnur meginástæða þess að við vorum kosin út (árið 1997), vegna þess að við vorum að ganga gegn sannri íhaldsstefnu."
We were going against true conservative policy
Man einhver eftir sjálfseignarstefnu Sjálfstæðisflokksins, þar sem fólk var hvatt til að eignast eigið húsnæði? Og hvert einbýlishúsið á fætur öðru var byggt af eiganda sínum, eftir vinnutíma....Í dag, vegna lóðaskorts (í strjábýlasta landi Evrópu í dag), byggir enginn sjálfur. Allir bíða eftir að verktakinn byggi næstu blokk en jafnvel hann getur lítið gert í verðbólgu, háu vaxtarstigi og ástandi á lóðamarkaði.
Skattar á velgegni kallaði Thatcher skatta á hagnað sem n.k. "sósíalísk eðlishvöt" fann sig knúna til að nota. Samfylkingin verður við stjórnvölinn næsta kjörtímabil samkvæmt núverandi skoðanakannanir. Skattar munu hækka í mesta skattalandi Evrópu.
Að lokum. Formaður Eflingar ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hún lítur á atvinnurekendur sem óvini sína, en ekki samstarfsmenn. Jú, atvinnurekandi gerir samning við starfsmanninn í gegnum stéttarfélagið. Báðir aðilar eiga að hagnast enda báðir að vinna í hag fyrirtækisins. Tíminn vinnur hins vegar á móti starfsmanninum. Gervigreindin og vélmennin munu útrýma mörgum störfum. Það verður kannski forréttindi að fá að vinna í framtíðinni?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | 3.1.2024 | 11:54 (breytt kl. 12:11) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.