Það er vinsæll áramóta leikur hjá Íslendingum að leita til völva og spyrja um framtíðina. Sú frægasta og vinsælasta var völvan hjá Vikunni en eftir að tímaritið varð einungis konurit, hætti hún að vera útbreidd. Hjá blogg höfundi hefur það hins vegar verið hin mesta skemmtun að skoða völvuspánna frá árinu áður og sjá hversu rangt völvurnar höfðu fyrir sér. Ekkert verður minnst á Nostradamus, það er búið að mistúlka skrif hans svo mikið, að ekkert er á mark takandi. Hann sjálfur umdeild persóna.
En stundum hitta völvurnar naglann á höfuðið en ekkert yfirnáttúrlegt er við það. Gott innsæi og skarpur hugur er nóg til að spá nokkurn veginn fyrir um framtíðina. Meiri segja krakkar spurðir um 1960 hvernig árið 2000 yrði, voru flest nokkuð nálægt veruleikanum sem varð.
En í sérhópi eru sci fi eða vísindaskáldsögu höfundar sem reynt hafa að spá í spilin. Berðu saman framtíðarsýn George Orwell, Arthur C. Clark og Aldous Huxley. Hvað hefur ræðst og hvað ekki. Hver hefur réttast fyrir sér? Eða höfðu þeir allir eitthvað fyrir sér? Svo kemur árs spáin fyrir 2024 í lokin....
Byrjum á George Orwell með sitt tímamótaverk "1984" sem hér hefur all oft verið vísað í. Framtíðarsýn Orwells í "1984" sýndi alræðissamfélag sem stjórnað er af öflugri ríkisstjórn sem fylgist með og vinnur alla þætti í lífi borgaranna. Skáldsagan kannar þemu um eftirlit, ritskoðun og hætturnar af óheftu stjórnvaldi. Heimurinn skiptist upp í þrjú ríki sem kepptust um heimsyfirráð í orði, en ekki á borði.
Hvað hefur ræðst? Sýn Orwells um víðtækt eftirlit og eftirlit stjórnvalda á sér nokkrar hliðstæður í nútímanum. Ríkisstjórnir og fyrirtæki hafa aðgang að víðtækri eftirlitstækni, sem vekur áhyggjur af friðhelgi einkalífsins. Sjá blogg greinina Er Ísland að breytast í alræðisríki?
Hvað hefur ekki gerst? Hið mikla eftirlits- og kúgunarstig sem lýst er í 1984 hefur ekki orðið að fullu að veruleika á heimsvísu. Þó að það séu einræðisstjórnir, viðhalda mörg samfélög enn þætti lýðræðis og persónulegs frelsis. En eigum við ekki að gefa Orwell meiri tíma? Hann sá fyrir eftirlits monitora inn á hvert heimili og á götum úti. Spá hans hefur ræðst í eftirlitssamfélaginu Kína og meira segja í lýðræðisríkjum eins og Bretland, en þar eru jafnvel fleiri eftirlitsmyndavélar á hvern borgara en í Kína. Hann, ekki frekar en aðrir, sáum fyrir gervigreinda og hættuna sem stafar af henni. Hver var fyrirmynd Orwells? Sósíalisminn en hann var sjálfur sósíalisti.
Svo er það Arthur C. Clarke sem gerði mörg tímamótaverk en frægasta þeirra er "2001: A Space Odyssey".
Framtíðarsýn 2001 sem snýst meira um geimkönnun en um þróun mannlegs samfélags. Sýn Clarke hallaðist oft meira að bjartsýnni og víðtækri könnun á geimnum. "2001: A Space Odyssey" kannar kynni milli mannkyns og geimverugreindar og gervigreindar (HAL) og leggur áherslu á möguleika mannlegrar þróunar með geimkönnun og snertingu við geimverulíf. Við eru á gatnamótum í könnun geimssins en ártölin 2001 eða 1984 í sögunum segja ekkert til um hvenær hlutirnir rætast.
Hvað hefur ræðst? Mannkynið hefur tekið verulegum framförum í geimkönnun, með mönnuðum ferðum til tunglsins, könnun á Mars og stöðugri rannsókn á sólkerfinu okkar og víðar. Hins vegar höfum við ekki enn rekist á geimverur eða hvað? Mikil læti urðu í Bandaríkjunum á árinu þegar sérfræðingar báru vitni fyrir Bandaríkjaþingi um UFO og jafnvel geimverur. Látum það mál liggja á milli hluta.
Hvað hefur ekki gerst? Hin útbreidda landnám geimsins og reglulegar ferðalög manna út fyrir sólkerfið okkar, eins og lýst er í sumum verkum Clarke, er enn fjarlæg en virðist vera að raungerast á næstunni.
Aldous Huxley er kannski ekki eins þekktur og hinir meðal Íslendinga. Frægasta verk hans er "Brave New World".
Framtíðarsýn Brave New World er hið gagnstæða við framtíðarsýn Orwells. Huxley sér fyrir sér framtíð þar sem samfélaginu er ekki stjórnað af valdi heldur af ánægju og notkun tækni til að stjórna mannlegri hegðun. Það kannar þemu erfðatækni, fjöldaneysluhyggju og tap á einstaklingseinkenni.
Hvað hefur ræðst? Framfarir í erfðatækni og æxlunartækni samræmast sýn Huxley. Samfélagslegar áhyggjur af samræmi, neysluhyggju og áhrif tækni á persónuleg samskipti hafa einnig samtíma mikilvægi. Genatæknin er hefur náð sama stigi og í bók hans og jafnvel lengra. Sjá má fyrir sér að nánast öllum sjúkdómum verði útrýmt.
Hvað hefur ekki gerst? Þó að það séu þættir í sýn Huxley sem eru auðþekkjanlegir, höfum við ekki að fullu tekið á móti þeim öfgafullu stjórnunar og skilyrðum sem lýst er í "Brave New World." En eigum við ekki að gefa honum meiri tíma?
Í raun mætti skrifa bók sem sameinar allar framtíðarsýnir ofangreindra höfunda og fá út býsna raunverulega útkomu. Í raun hefur allt ræðst en bara ekki í smáatriðum né samkvæmt tímaramma. En hver getur sett tímasetningu á framtíðar atburð?
Ársspáin fyrir 2024
Tökum þátt í samkvæmisleik fjölmiðla með völvuspá.
Það eru umtalsverðar líkur á eldgosi á árinu (af hverju sá engin völva fyrir eldgos á Reykjanes skaga?). Hvert manns barn sér þetta fyrir.
Ríkisstjórnin er völt í sessi, de facto fallin, og mun líklega segja af sér. Samfylkingin, vegna þess að fólk hefur gullfiska minni, mun verða stærsti flokkurinn (þarf einhverja völvu til að sjá þetta fyrir?).
Tímabil mikilla skattahækkanna fylgir í kjölfar valdatöku Samfylkingunnar. Millistéttin stynur þungan og margir hrapa niður í sára fátækt. Matarverð, verðbólga og vextir haldast háir undir vinstri stjórn Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson, skilur Reykjavík eftir í rjúkandi rúst og tekur við heilbrigðismála sem heilbrigðisráðherra. Sami glæsi ferill verður í ráðuneytinu og í stjórn Reykjavíkurborgar, skuldir og óstarfhæft heilbrigðiskerfi.
Fé fer úr vasa efri millistéttar í vasa lágstéttarinnar samkvæmt kenningu Samfylkingarinnar um jöfnuð. Seðlabankastjóri situr sem fastast í embætti og heldur stýrivaxtastiginu áfram háu.
Stjórnmálaforingjarnir Katrín og Bjarni munu hverfa af sviði stjórnmálanna enda búin að svíkja öll kosningaloforð og hugsjónir flokka sinna. Báðir flokkar bíða afhroð í næstu þingkosningum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn ná glæstum kosningasigrum en Framsókn og Viðreisn...verða bara þarna í bakgrunninum. Píratar halda áfram að vera skrýtinn flokkur, stjórnleysingaflokkur, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Enginn leiðtogi er fyrirséður fyrir flokkinn. Sósíalistaflokkurinn verður við 5% mörkin vegna þess að Íslendingar hafa aldrei lært um hættur marxismans fyrir lýðræði og kapitalisma.
Landamæri Íslands verða áfram galopin en nú verður landamærahliðið hreinlega tekið niður og hælisleitenda straumurinn verður meiri en í Bandaríkjunum. Skattar hækka vegna álagsins og kostnaðurinn leikur á tugi milljarða króna fyrir skuldsettan ríkissjóð. Það reynir á alla innviði, heilbrigðiskerfisins, félagsmálakerfisins og menntakerfisins, vegna komu þúsunda hælisleitenda. Fáum er neitað um landvist.
Húsnæðismál verða í molum og kjör leigenda áfram ömurleg. Mikill húsnæðisskortur verður á árinu og verktakafyrirtæki eiga í erfiðleikum vegna verkefnaskorts. Glærukynningar verða í boði stjórnvalda sem sýna byggingu tugir þúsunda íbúða, en þetta reynist bara vera glærusýning.
Aukning verður í fjölda alvarlegra glæpa, og tíðni morða eins og er í ár, verður til framtíðar. Erlendar glæpaklípur vaða uppi með ofbeldi og eiturlyfja faraldur verður á landinu. Einnig afrakstur opinna landamæra. Lögreglan verður fyrir árásir vinstri sinna fyrir störf sín (lesist: Pírata). Landhelgisgæslan verður áfram í fjársvelti og á í mestum erfiðleikum með að reka tvö varðskip.
Kjör aldraðra og öryrkja verða áfram ömurleg. Engin jólabónus í ár til aldraða sem eiga ekki til hnífs og skeiðar, er fyrirheit um hvernig málaflokkurinn er meðhöndlaður. Engir peningar til fyrir nauðstadda Íslendinga. Skortur á rými fyrir aldraða verður ekki leystur á árinu. Landspítalinn verður áfram biðstöð aldraða sem bíða eftir plássi á elliheimili.
Verkalýðshreyfingin verður bálreið á árinu en áorkar lítið. Formaður Eflingar heldur áfram að sá óeiningu meðal stéttarfélaga. Á meðan hún er við völd, verður engin þjóðarsátt.
Hamfarasjóðurinn verður áfram tómur, stjórnmálamenn halda áfram að "ráðstafa" fjármuni úr honum í alls óskild mál. Loftslagsskattar hækka allt vöruverð í landinu.
Listamenn verða áfram heimtufrekir og einhver fer í fýlu vegna þess að hann kemst ekki á "spenann".
Íslendingar halda áfram að vera undir meðallagi í íþróttum á árinum og fáir skara fram úr.
Snjókoma og kuldi verður í vetur á Íslandi. Sumarið verður misjafnt, sumir fá mikla sól aðrir minni!
Alþingi heldur áfram að moka undir sig og byggja glæsihallir undir vinnustað sem er aðeins opinn 107 daga ársins. Umtalsverðar launahækkanir verða til embættismanna og þingmanna. Aðstoðarmenn þingmanna fá aðstoðarmenn!
Forseti Íslands klárar byggingu einbýlishús sitt en hann tilkynnir í kvöld að senn verði bundin endir á valdatíð hans. Nú hellir hann sér alfarið í bókaskrif í fullu starfi (er það nú þegar) á góðum eftirlaunum sem tryggir fræðimannaferil hans það sem eftir er. Við tekur woke manneskja sem allir geta sætt sig við, einhver sem gerir ekki neitt.
Ísland og umheimurinn. Ísland heldur áfram að vera peð á skákborði alþjóðastjórnmála en heldur að það sé hrókur. Ísland verður áfram undir hæl ESB með þátttöku í EES og Schengen. Íslenskir stjórnmálamenn neita að taka ábyrgð á eigin vörnum og bjóða Bandaríkjaher velkominn aftur til Íslands. Who tekur völdin að hluta til af Landlæknisembættinu. Íslendingar halda áfram að skipta sér af átökum erlendis, þar sem þeir eiga enga hagsmuni að gæta né her til að bakka upp fullyrðingar. Þeir halda áfram að taka rangar ákvarðanir gagnvart útlendingum.
Nokkur vitundavakning verður meðal hugsuða á Íslandi og sumir gera sér grein fyrir að Reykjavík er ekki nafli alheimsins!
Almenningur heldur áfram að bíta á jaxlinn (og borga ofurskatta) og lifa í draumaheimi um að í næstu alþingskosningum verði kosinn flokkur sem virkilega lætur hagsmuni Jóns og Gunnu sér varða. Eftir kosningar tekur við fjögurra ára bið eftir næsta "draumaflokki".
Þessi spá er bara "common sence" meðal Jónsins, engin völvuspá. Hahaha!
Gleðilegt ár!
Flokkur: Bloggar | 31.12.2023 | 13:43 (breytt 31.12.2024 kl. 11:25) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Guðni forseti býður sig ekki fram aftur...eins og ég spáði.
Birgir Loftsson, 1.1.2024 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.