Ef öll púsluspilin eru sett saman, birtist mynd af alræðisríki. Þetta er stórkallaleg yfirlýsing en það er sannleikur í henni.
Fyrir hið fyrsta er íslenska ríkið að seilast sífellt lengra inn á einkasvið borgaranna, með fleiri og fleiri lög sem setja athafnir borgaranna skorður. Hingað streyma í förmum tilskipanir frá ESB sem auka enn á reglugerðafarganinn og reglu um smæstu hluti og skerða hvers dagslíf borgarans. Og þetta á eftir að versna.
Eftirlitsmyndavélar eru komnar út um allt. Allar inngönguleiðir inn á höfuðborgarsvæðið eru vaktaðar með eftirlitsmyndavélum, e.t.v. með andlitsgreiningatæki. Besta eftirlitstækið er sjálfur farsíminn sem borgarinn ber í vasanum. Hægt er rekja allar hans athafnir í gegnum hann.
Ákall um múlbindingu málfrelsisins í nafni haturorðræðu vernd er ekkert annað en ritskoðun og stjórnun á umræðunni. Ríkis ritskoðun. Hver er þess umbúinn að meta hvað er hatursorðræða eða gagnrýni? Lögreglufólkið sem fór til Ausschitz? Myndum við segja að lögreglukonurnar sem fóru þangað hafi óbrenglaða siðferðiskennd til að geta dæmt annað fólk?
"Fact checkers" eða staðreynda könnunar fyrirtæki í Bandaríkjunum eru stútfull af fordómafullu fólki sem "staðreynda kannar" fréttir og annað samfélagsefni og dæmir um sannleiksgildi. Samfélagsmiðlarnir segja, ekki benda á mig, við réðu þriðja aðila, "staðreynda könnunarfyrirtæki" til að yfir fara sannleikann!!! Við erum stikkfrí.
Og nú kemur nýjasta púsluspilið sem ráðskast með einkalíf borgarans, í nafni öryggis að sjálfsögðu!
Nú á að ráðast á reiðufé borgaranna! Sem nóta bene er þeirra fé sem þeir hafa unnið sér inn heiðarlega. RÍKIÐ kemur ekkert við hvernig við ráðstöfum innkomu okkar, og í hvaða formi. Við gætum viljað nota gull sem gjaldmiðil, reiðfé eða kredit og debit kort. Það er OKKAR val og upphæðin skiptir engu máli, svo fremur sem hún er fengin heiðarlega.
Lesið þessa óskammfeilnu frétt á Mbl. og enginn segir neitt:
"Miklar ógnir og veikleikar eru í einkahlutafélagaforminu hér á landi sem gera peningaþvætti auðveldara. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vill að hömlur verði settar á notkun reiðufjár. Það veki furðu hversu mikið reiðufé sé í umferð." Á að skerða réttindi heiðarlega borgara vegna nokkurra skemmda epla? Hvað kemur lögreglunni við hversu mikið fé er í vösum borganna?
Svona eru púsluspilin raðað saman í rólegheitum og réttindin hverfa hægt og rólega án þess að menn taka eftir.
Miklir veikleikar í einkahlutafélagaforminu
Fulltrúalýðræðið (frá hestvagnatímabilinu á 19. öld) er löngu fallið og nýtt lýðræðisform hefði átt að vera tekið upp með byltingunni í upplýsingatækninni. Beint lýðræði með þátttöku borganna, kosið um mál í gegnum app, ætti að koma á. Ef við getum notað bankaapp og stundað bankaviðskipti þannig, af hverju ekki kosningar?
Fulltrúum okkar er ekki treystandi fyrir horn og þeir sýna það í hverju mál eftir öðru. Fjögur ár í bið eftir nýja ríkisstjórn er of langur tími. Og hvað fáum við? Eitthvað allt annað en við kusum. Ef við kusum VG, fáum við Sjálfstæðisflokkinn í samstarf og öfugt. Einhverjir verða þó að útbúa "laga pakkann" fyrir atkvæðagreiðslu í beinu lýðræði. Þá komum við að fulltrúunum, þeim má fækka í 33, þeir útbúa lögin, eitthvað verða þeir að gera, nóg er af lögum frá ESB sem þeir þurfa að stimpla ólesið sem sjá um dagleg störf þeirra. Sum sé, samblanda af beinu- og fulltrúalýðræði.
Hvað sagði Gibbon um Aþenubúa? Sjá: Hvernig lýðræðið fellur
Þeir kusu öryggið fram yfir frelsið og misstu allt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.12.2023 | 14:00 (breytt kl. 14:24) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þetta er frábær pistill og góð hugvekja um áramót. Sjálfstæðismenn voru áður varðmenn gegn svona breytingum, en þeirra dómgreind hefur slóvgazt með stjórnarsetu með VG.
Skuggalegt er að við höfum ráðuneyti og embættismenn sem telja það eðlilegt að þrengt sé að réttindum og frelsi borgaranna, alveg að óþörfu.
Katrín er gjörsamlega sljó gegn svona hættum innanfrá úr kerfinu, stöðnun og kerfisvæðingu. Fáeinir sjálfstæðismenn tala gegn þessu, en of lítið.
Þetta með fulltrúalýðræðið er alveg rétt. Það er frá hestvagnatímabilinu og er bara orðin tóm núna.
Það er eins og almenningur vakni ekki úr mókinu fyrr en mikil kreppa kemur. Þá er jafnan ekki réttum aðilum kennt um.
Gleðilegt nýtt ár.
Ingólfur Sigurðsson, 30.12.2023 kl. 17:13
Sæll Ingólfur. Já, spáð er að Engeyingaflokkurinn muni bíða mikið afhroð í næstu kosningum sem e.t.v. er ekki langt í. En engum flokki er treystandi, það er ljóst. Við borgaranir ættum að geta gripið fyrir hendur þeirra með beinum kosningum. Aþeningar gátu það og Svisslendingar í dag.
En hvað á ókjörinn embættismaður upp á dekk og krefjast brotttekningu réttinda borgara?
Íslendingar gleyma alltaf að þeir eru borgarar og þeir hafa réttindi og skyldur samkvæmt borgararéttinum.
Gleðilegt nýtt ár Ingólfur og þið hin sem nennið að lesa þetta.
Birgir Loftsson, 30.12.2023 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.