Það er nokkuð merkilegt hversu mönnum verður heitt í hamsi þegar talið kemur að Ísrael og málefni Miðausturlanda. Vissulega er það skiljanleg í ljósi þess að þrjú helstu trúarbrögð heimsins eiga uppruna sinn að rekja til þessa svæðis og landið liggur á krossgötum Asíu og Afríku og í vegi herja síðastliðin árþúsund. En samt eru málefni Miðausturlanda fjarri Íslandi og hagsmunum Íslendinga.
Menn, líka á Íslandi, virðast skiptast í tvo ólíka hópa gagnvart gyðingum en sérstaklega Ísraelum. Menn hata gyðinga eða elska þá. Engin millivegur virðist vera. En málið er ekki svona einfalt. Og ekki ber að rugla saman gyðingum og Ísraelum eins og ber á í umræðunni.
Gyðingar búa nefnilega flestir utan Ísrael. Fjölmennasta gyðingaríki heims eru sjálf Bandaríkin. Þar búa 7,3 milljónir gyðinga en í Ísrael um 7,2 milljónir. Í öllum heiminum búa 15,2 milljónir gyðinga sem nóta bene er ekki einsleitur hópur. Bandarískir gyðingar eru t.d. upp til hópa frjálslindir og styðja demókrata og eiga lítið sameiginlegt með gyðingum í Ísrael sem hafa aðra sýn á umheiminn.
En Ísraelar sjálfir eru ekki einsleitur hópur. Það vill gleymast að í Ísrael búa rúmar 2 milljónir Arabar, flestir með ísraelskan ríkisborgararétt. Gyðingar eru sum sé um 74% íbúa, Arabar um 21,1% en svo eru aðrir minnihlutahópar sem hafa búið á svæðinu í árþúsundir. Um 513 þúsundir eru af öðrum uppruna (5,3%) þ.m.t. Drúsar, Aramear, Armenar, Assýringar, Sirkassar, Samverjar og aðrir.
En hvaða hagsmuni hafa Íslendingar að gæta gagnvart átökunum í Miðausturlöndum? Enga í raun, bara að vonast að Miðausturlandamenn í innbyrðis deilum komi ekki þriðju heimsstyrjöldinni af stað. Sömu hagsmuni og við eigum gagnvart stríði Úkraínumanna og Rússa, bara að vona að þeir komi ekki af stað kjarnorkustyrjöld!
Í stað þess að skipa okkur í lið með öðrum hvorum deiluaðila, eigum við sem þriðji aðili að stuðla að friði, alls staðar í heiminum. Mótmælagöngur eða deilur á Íslandi breyta ekki heimssögunni nema við ákveðum að beita okkur sem sáttamiðlarar líkt og í kalda stríðinu. Engin slík stefna er af hálfu íslenskra stjórnvalda sem virðist vera lömuð, hver höndin upp á móti hvor annarri. Engin ást eða samstaða. Líkt og gömul hjón með eitt fullorðið barn sem hanga saman af gömlum vana á stjórnarheimilinu.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.