Fullveldið er ekki óumbreytanlegt?

Nær væri að segja að það er ekki til sölu! Og já, fullveldið er fasti og óbreytanlegt, annars væri það ekki full...veldi! Um leið og við skerum af því með framsali til alþjóðastofnanna eða ríkasambanda, erum við ekki lengur fullvalda þjóð. Valdið liggur þá annars staðar. 

Síðasta baráttan fyrir fullveldi fór fram á Íslandsmiðum í þorskastríðunum. Englendingar, síðar Bretar, höfðu þá stundað samfelldan fiskiþjófnað á Íslandsmiðum síðan árið 1412, nánast alltaf í óþökk eyjaskeggja en með semningi stundum hjá Dönum sem létu þá borga fyrir. 

Valdið hefur legið í útlöndum síðan 1262 og furstarnir sem áttu að gæta hagsmuni Íslendinga gerðu það illa, voru skeytingarlausir um íbúa landsins. Þeir vildu bara fá fisk frá Íslandi og skatta. Klukkan á Þingvöllum var lengi eina eign þjóðarinnar fyrir utan stimpla. Meira réðu Íslendingar ekki yfir.

En yfirráðin yfir fiskimiðunum er tengd órjúfanlegum böndum sjálfstæði Íslendinga.

Vegna þess að valdið lá í Kaupmannahöfn gerðu Danir árið 1901 samkomulag við Englendinga um þriggja mílna landhelgi og fiskveiðilögsögu við Ísland. Þessi samningur féll ekki úr gildi fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari og fyrst þá gátu Íslendingar farið að hreyfa við útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Íslendingar voru ekki kátir með þann samning. Síðasta útfærsla landhelginnar í 200 mílur var 1976 og Bretar endanlega reknir af Íslandshafi.

En er sjálfstæðisbarátta Íslendinga þar með lokið? Nei, það verður að gæta frelsið öllum stundum, og þá helst frá hálfgerðum landráðamönnum - Íslendingum - sem vilja ganga í sæng erlends ríkjasambands sem kallast ESB. Við erum t.d. að fara senda sambandinu milljarðar króna árlega, svokallað loftslagsskatta hagsmunum Íslendinga til mikilla skaða. Fulltrúar hverja er ríkisstjórn sem gerir slíkan samninga? Eða láta WHO ráðskast með lýðheilsu landsmanna eða láta stórveldi í vestri sjá um landvarnir landsins.

En er þar með sagt að við eigum ekki að gera milliríkja samninga? Jú, það má gera þá. Þeir eiga hins vegar vera vel afmarkaðir og uppsegjanlegir og endurskoðaðir reglulega. Að lokum, hægt er að segja upp samningum eins og það er hægt að gera þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband