Bergmálshellirinn Moggabloggið og umræðan almennt

Þegar litið er yfir það sem menn blogga hér á Moggablogginu, má greina ákveðið bergmál almennrar umræðu í samfélaginu.  Það er skiljanlegt og hér á þessu bloggi er stundum bloggað á sömu vegu. Aðrir halda áfram með sitt hugarefni og bara það, getur verið veður, loftslagsmál, skólamál o.s.frv.

Umræðan hér er þó mun málefnalegri, hér komast menn ekki upp með upphrópanir, slagorða án röksemdafærslu. Það ærir óstöðugan að lesa athugasemdir almennings við einhverja tiltekna frétt á samfélagmiðlunum.  Einn segir eitthvað og annar tekur undir eða segir "þú ert nú meiri vitleysingurinn", eins vitræn og slík ummæli geta verið. En er kannski einhver ástæða til angnúast út í slík ummæli? Þau dæma sig sjálf og þarf ekki neina skoðanalöggu til að fara yfir þau. En ansi er umræðan á lágu plani hjá mörgum.

Það kemur á óvart að lögreglan skuli enn vera upptekin af hatursorðum sbr. ferð starfsmanna hennar til Póllands. Og það að sumt fólk er enn að hvetja til að sett verði mörk á ummælum annað fólks sem það er ósammála.

Hvenær verður umræðan að hatursorðræðu eða hatursglæp? Samkvæmt tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins nr. 97 er hatursorðræða skilgreind sem: „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur sem byggist á umburðarleysi, þar á meðal umburðarleysi sem er tjáð með herskárri/óvæginni þjóðræknisstefnu/þjóðernishyggju eða þjóðhverfum sjónarmiðum, mismunun og fjandskap gegn minnihlutahópum, farandverkafólki og fólki af erlendum uppruna." Má þá ekkert segja sem gæti túlkast sem neikvætt gagnvart þessum hópum? Nei, að sjálfsögðu ekki.

Þarna er fínt bil á milli gagnrýni, samfélagsumræðu og hatursumræðu. En það má finna hvar mörkin eru.  Þau liggja að sjálfsögðu við hótun um ofbeldi og sniðgöngu einstaklinga/hópa í verki (sbr mál málanna í dag, eins og t.d. að refsa gyðingum almennt fyrir stríðið í Gaza og leyfa þeim ekki að taka þátt í Eurovision eða leyfa ekki íþróttafólki frá Rússlandi ekki að keppa á íþróttamótum o.s.frv.).Byrjað var á þessari vitleysu þegar Bandaríkjamenn neituðu að mæta á Ólympíuleikanna í Moskvu vegna Afganistan stríðsins og Sovétmenn gerðu það sama þegar leikarnir voru haldnir í Los Angeles. Ólympíuleikarnir sem einmitt eiga að vera friðarleikar og sameina mannkynið og pólitík á ekki að hafa áhrif á. Forn-Grikkirnir gátu lagt vopnin frá sér, mætt á leikanna, farið heim, tekið upp vopnin og haldið áfram átökum við nágranna borgríkin.

Mótmæli sem ætlað er að hleypa upp fundi og gjörningum sem þeim fylgja eru á ansi gráu svæði, ef ekki á bannsvæði, en það fer eftir samhenginu hverju sinni. Það steig t.d. lítil stúlka á sviðið á loftslagsráðstefnu, langaði að vera eins og Gretu Turnberg, og verða voða fræg og truflaði fundinn. Fundarstjórinn lét ekki slá sig af laginu og afgreiddi hana með að biðja fundargesti um að klappa fyrir henni og kveðja hana. Málið afgreitt. En annars gilda ákveðnar reglur um fundarhöld og mótmæli. Það verður að boða til þeirra og leyfa þátttakendum að taka þátt, hlusta eða tala ótruflað.  Annað er andlýðræðislegt og upphlaup. Þeir sem vilja koma og vera með uppsteit og hleypa upp fundi, fara ekki eftir fundarsköpum...ætti ekki að vera velkomnir og vísað á braut. Yfirleitt er slík upphlaup skipulögð af andlýðræðis hópum, eins og frægt var þegar fasistar, nasistar og kommúnistar á fyrri hluta 20. aldar hleyptu upp fundum andstæðinga sinna.

En seint verður stjórnvöldum treyst til að meta hvað eru hatursummæli og hver eru það ekki. Þá er stutt í ritskoðun, einræðið og fall frjálsrar umræðu í lýðræðisríki. Þau geta hins vegar sett leikreglur samkvæmt lögum og leyft fólki að verja sig gegn níði eða sniðgöngu fyrir dómsstólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband