Friðartilraunir er varða Ísrael síðan stofnun ríkisins 1948

Það er ekki eins og menn hafi verið þrjóskir og ekki vilja semja frið. Stríðsleiðin hefur verið reynt margoft en árangurslaust (fyrir óvini Ísrael). Í öllum þessum stríðum urðu Ísraelmenn að vinna, annars yrði ríki þeirra gjöreytt. Mikil hætta er á því um ófyrirséða framtíð að ríkið verði undir. Hvað myndi gerast þá?

Ísraelmenn hafa náð friðarsamningum við margar Arabaþjóðir og samningsdrög voru á borðinu milli Sáda og Ísrael manna er núverandi átök brutust út. Þau brutust út einmitt vegna þess að Ísrael var að semja við hina valdablokkina í Miðausturlöndum en valdablokkin undir forystu Írans var að verða undir. Undirsátar Írananna, hryðjuverkasamtök í Líbanon, Jemen og Gaza voru ræst út til að efna til ófriðar. Það hefur tekist rækilega. Kíkjum á nokkra friðarsamninga sem skiptu máli fyrir friðinn í Miðausturlöndum.

Skiptingaáætlun Sameinuðu þjóðanna (1947) var gerð til að sætta íbúa svæðisins. Sameinuðu þjóðirnar lögðu til skiptingaráætlun til að skipta bresku lögboðnu Palestínu í aðskilin gyðinga- og arabaríki, með Jerúsalem sem alþjóðlega borg. Þó að leiðtogar gyðinga hafi samþykkt það, höfnuðu leiðtogar araba áætluninni.

Stríð braust út milli Ísraelmanna og nágrannaþjóða þeirra sem lauk óvænt með sigri Ísraelmanna. Vopnahléssamningar (1949) voru gerðir. Í kjölfar stríðs Araba og Ísraels 1948-1949 voru undirritaðir röð vopnahléssamninga milli Ísraels og nágranna arabaríkja þess (Egyptaland, Jórdanía, Líbanon og Sýrland). Með þessum samningum var komið á landamæri hins nýstofnaða Ísraelsríkis en engin friðarsamningur í höfn.

Camp David-samkomulagið (1978) var afleiðing sex daga stríðsins en þá höfðu Egyptar misst Sínatí skagann í hendur Ísraelmanna. Þó að Palestínumenn kæmu ekki beint við sögu, var Camp David-samkomulagið mikilvæg í samhengi við svæðisbundinn frið. Samningurinn var á milli Ísraels og Egyptalands og leiddi til þess að diplómatísk samskipti milli landanna voru eðlileg.

Óslóarsamkomulagið (1993-1995) kallast röð samninga milli Ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO), sem samið var á leynilegan hátt í Ósló í Noregi. Samkomulagið kom á fót palestínsku heimastjórninni (PA) og útlistaði ferli fyrir að lokum stofnun palestínsks ríkis með samningaviðræðum.

Leiðtogafundur fór fram í Camp David árið 2000. Leiðtogafundur Ehud Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, á vegum Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Leiðtogafundinum lauk án lokasamkomulags en sagt var að vegna dutlunga Arafats, hafi hann hætt við að skrifa undir á síðustu stundu.

Taba leiðtogafundurinn svonefni fór fram 2001. Eftir að leiðtogafundurinn í Camp David slitnaði, héldu samningaviðræður áfram í Taba í Egyptalandi til að reyna að ná endanlegu samkomulagi. Viðræðurnar leiddu þó ekki til lausnar.

Leið að friði (Road Map for Peace,2003 var friðaráætlun. Friðaráætlunin var lögð fram af Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum og Rússlandi, þar sem gerð er grein fyrir skrefum til stofnunar palestínsks ríkis við hlið Ísraels. Áætlunin stóð frammi fyrir áskorunum og var ekki að fullu framkvæmd.

Annapolis ráðstefnan sem fór fram 2007. Ráðstefna haldin í Annapolis, Maryland, Bandaríkjunum, sem miðar að því að endurvekja friðarferlið. Á meðan viðræður stóðu yfir í kjölfarið náðist ekki endanlegt samkomulag.

Skil á Gaza svæðinu árið 2005. Ísrael dró einhliða herlið sitt og landnema frá Gaza-svæðinu árið 2005, sem leiddi til þess að ísraelskar landnemabyggðir á svæðinu voru rýmdar algjörlega. Nú eru Ísraelmenn að súpa seiðið af þeirri ákvörðun en aldrei hefur ríkt friður við Gazabúa síðan 2006 er Hamas hryðjuverkasamtökin náðu völdum á svæðinu. Stanslausar eldflaugaárásir hafa verið stundaðar frá Gaza yfir á Suður-Ísrael.

Abraham friðarsamkomulagið frá 2020 er nýjasta útspilið til að koma á frið á milli Ísarel og annarra ríkja í Miðausturlöndum. Þó að Palestínu Arabar komi ekki beint við sögu, voru Abraham-samningarnir eðlilegar samningar milli Ísraels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (UAE) og Barein. Þessir samningar markaði breytingu á svæðisbundnu gangverki en tóku ekki á deilu Ísraela og Palestínumanna. Sádi-Arabía var að bætast við þegar núverandi átök brutust út.

Hvað segir þessi friðarsamninga saga okkur? Jú, ótrúlegt en satt, hægt er að semja um frið í Miðausturlöndum. En það er hins vegar ekki hægt á meðan hryðjuverkasamtök herja á ríki (Sádi-Arabíu, Líbanon og Ísrael).

---

Snúum okkur að Íslandi.

Bjarni Benediktsson (BB) utanríkisráðherra breytir engu um friðar- eða stríðsferli í Miðausturlöndum. Þessi æsingur á Íslandi er óskiljanlegur í ljósi þess að Ísland er örríki og áhrifalaust. Þetta eiga Íslendingar mjög erfitt með að skilja. Það er ekki bara almenningur sem lifir í slíkri villu, heldur eru íslenskir stjórnmálamenn útblásnir af eigin mætti (ímynduðum) og áhrifum.

Talandi um mótmæli, þá er ekki í lagi að henda efnum á fólk, það er ofbeldi. Hvað ef viðkomandi hefði skvett sýru? Bjarni Benediktsson hefur verið gagnrýndur hér á þessari bloggsíðu, en málefnalega að ég tel og bara stjórnmálamaðurinn BB, ekki prívat persónan BB.

Hvernig væri að mótmæla ástandið á Íslandi, ofur verðbólgu, háu vaxtastigi, ofur skattleggingu á einstaklinga og fyrirtæki, lélegu heilbrigðiskerfi, vanrækslu aldraða (800 manns bíða eftir að komast á öldrunarheimili), smánarkjör öryrkja, fátækt á Íslandi og heimilislaust fólk á götum Reykjavíkur og lengi má telja vandamálin á Íslandi. Maður, líttu þér nær var sagt....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband