Menn hafa kannski verið að hengja bakarann fyrir smiðinn. Ef það er rétt að maðurinn eigi aðeins sök á 3% af koltvísýringi (CO2) sem hleypt er út í andrúmsloftið, þá er greinilegt að mannkynið er haft fyrir rangri sök.
En nóta bene, getum við lifað án koltvísýrings? Koltvísýringur eða CO2 er ómissandi hluti af hringrás lífsins. Án CO2 munu plöntur deyja út og án plantna myndi líffræðileg fæðukeðja jarðar rofna endanlega. Við getum ekki lifað án koltvísýrings!
Hvað gerist ef mannkynið gengur "of vel" að eyða út CO2 (sem gerist ekki, því að við losum aðeins 3% af honum)? Munu plöntunar ekki fá nóg CO2 til að ljóstilífast?
Ef við ætlum að hengja sök á einhvern, hver er mesti "sökudólgurinn"? Kína.
Kína losaði mest koltvísýring (CO2) út í andrúmsloftið árið 2022, næst á eftir koma Bandaríkin og Indland.
Hér er listi yfir þær þjóðir sem losa mest af CO2:
Kína: Um 28%
Bandaríkin: Um 15%
Indland: Um 7%
Rússland: Um 5%
Japan: Um það bil 3%
Þýskaland: Um 2%
Íran: Um 2%
Suður-Kórea: Um 2%
Kanada: Um 1,7%
Sádi-Arabía: Um 1,6%.
Ríki í Evrópu rata ekki á þennan lista, nema Þýskaland sem er mesta efnahagsveldi álfunnar með aðeins 2%, og Rússland sem er með sitthvoran fótinn í Evrópu og Asíu. Kína, Bandaríkin og Indland eru með 50% af útblæstrinum og ef ætlunin er að snúa þessari þróun við, verður þessar þjóðir að taka sjálfar til innanlands. Ísland, með alla sína stóriðju (sem er umhverfisvæn), losar innan við 0,1%.
Svo að þegar við rembust eins og rjúpur við staur að minnka kolefnanotkun okkar, erum við eins og keisarinn í engum fötum, höldum að við séum svo æðislegt og framlag okkar skiptir máli, sem það gerir ekki. Aðgerðir okkar geta bara verið táknrænar.
En verra eru skemmdarverkin sem íslensk stjórnvöld valda með því að reyna að minnka losun CO2. Loftslagsskattar lagðir á samgöngur valda miklum fjárútlátum hjá íslenskum heimilum og fyrirtækjum.
Hins vegar er ljóst að ágangur mannkyns á nátttúruna og mengunin sem því fylgir er raunveruleg og dýrategundir og plöntum hefur verið útrýmt. Er þetta ekki meiri og raunverulegri vandi en sá sem við erum að berjast við? Erum við ekki eins og Don Quijote sem erum að berjast við loftslagsmyllur? Ímyndaðan óvin?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Umhverfismál | 11.12.2023 | 08:57 (breytt kl. 09:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Athugaðu, að liðið sem þú ert að reyna að sannfæra trúir því að sjórinn sé að sjóða.
Þegar svo er komið að fólk trúir ekki eigi augum, heldur bara því sem einhver predikari segir eim, þá er ekkert lengur hægt að ræða við það um neitt.
Það er búið, holt að innan, dautt.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2023 kl. 16:47
Ásgrímur, mér er nákvæmlega sama hvað fólk segir. Ég segi það sem ég sé, ég trúi mínum eigin augum, greind og rökhyggju! Eins og ég hef margoft sagt hér, ég skrifa mig til skilnings. Gerði það áður á Facebook áður en það lokaði á glósur. Múgurinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og ég elti ekki rangar hugmyndir.
Cogito ergo existere!
Birgir Loftsson, 11.12.2023 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.