Byrjum á hlutverki leiðtogans. Ég skildi það þegar í námi mínu að grísku borgríkin, lýðræðisríkin, urðu að velja sér leiðtoga gegn harðstjórnarríkin grísku.
Þótt valddreifingin er mikil í þróuðu lýðræðisríki, verður alltaf að vera einhver oddviti. Besti oddvitinn er sá sem er hæfastur og valinn þess vegna. Ef til vill þess vegna hafa lýðræðisríkin komið reglulega með stórkostlega leiðtoga sem hafa stýrt lýðræðisríkjunum til sigurs gegn einræðisríkjunum. Í þeim síðarnefndu veljast úrhrök sem láta ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu. Þessir leiðtogar lýðræðisríkjanna koma oftast úr röðum fólks úr efri millistétt, menntað, efnað og vel upplýst.
En svo er það Akkelishæll lýðræðisríkjanna, að þau eru of frjálslind, opin og tækifærið til valdaráns innan kerfisins of mikið. Erdogan og Pútín eru dæmi um þaulsetna leiðtoga í lýðræðisríkjum (lýðræðisríki að nafninu til a.m.k.).
Hóphugsun eða hópákvörðun eins og sjá má í lýðræðisríkjum getur verið afdrifarík og hættuleg, til dæmis með yfirfærslu borgararéttinda til annarra en borgara ríkisins. Enginn stígur í ístað og stöðvar þetta. Allt í einu eiga allir erlendir borgarar rétt til réttinda sem eiga samkvæmt stjórnarskrávörnum réttindum aðeins að tilheyra viðkomandi borgurum ríkisins. Yfirstéttin styður þetta oft, enda að leita sér að ódýru vinnuafli sem hefur engin réttindi né getur mótmælt.
Lykilstétt þróaðs lýðræðisríkis er millistéttin, sem er fjárhagsleg sterk og frjáls, sem myndar mótvægi við yfirstéttina sem er rík og voldug og hefur alla þræði og úræði undirstéttinnar í hendi sér.
Victor Davis Hanson sagnfræðingur skrifaði bókina "The dying Citizen" (fullur titill er: The Dying Citizen: How Progressive Elites, Tribalism, and Globalization Are Destroying the Idea of America (2021)) þar sem hann komst að þessari niðurstöðu (með innskotum frá mér hér og þar).
Efnahagslegt frelsi og fjárráð var og er lykillinn að velgengni millistéttarinnar. Það er engin tilviljun að það voru menntaðir einstaklingar úr efri millistétt sem stýrðu byltingunum í Frakklandi og Bandaríkjunum á 18. öld (og öðrum byltingum, svo sem rússnesku o.s.frv.).
Hanson segir að í Grikklandi til forna var samfélaginu skipt í þrjá efnahagshópa: mjög ríka, mjög fátæka og fólkið í miðjunni.
Heimspekingar þess tíma töldu að einungis væri hægt að treysta millistéttinni til að halda uppi lýðræðislegum hugmyndum um lagalegt jafnrétti, eignarrétt og sanngjarna pólitíska framsetningu. Aftur á móti höfðu hinir ríku tilhneigingu til að vera aðgerðalausir og höfðu aðeins áhyggjur af því að afla sér meiri auðs. Aftur á móti voru mjög fátækir svo svangir að pólitískir ofstækismenn létu auðveldlega stjórna þeim - sem sögðu þeim að hata hina ríku.
Sjá má þetta í Kaliforníu í dag, þar sem öreigar (heimilislausir og eignalausir) eru orðnir risahópur fyrir utan milljónir ólöglegra innflytjenda án ríkisborgararéttinda en yfir þessum tveimur hópum drottna hinu ofurríku. Millistéttin flýr umvörpum sæluríkið Kaliforníu sem svarar hundruð þúsunda á ári og fer sífellt minnkandi. Hún flýr ofurskatta og háa glæpatíðni. En förum aftur í bók Hansons.
Hvers vegna fannst stjórnmálaheimspekingum Grikklands til forna að millistéttin væri áreiðanleg og best til fallinn að verja lýðræðið?
Í fyrsta lagi var ekki auðvelt að stjórna slíku fólki; það hafði tilhneigingu til að vera sjálfbjarga landeigendur sem framleiddu ólífur og vín í gnægð og höfðu því fjármagn að eigin vali. Þeir voru lausir úr erfiði daglegs amsturs og höfðu meiri tíma til að eyða í pólitíska hugsun. Ólíkt hinum ríku hafði miðstéttin þó ekki efni á að vera aðgerðalaus. Þess í stað fóru þessir landeigendur í að bæta laga- og stjórnmálakerfin í kringum sig, þannig að þeir gætu látið börn sín fara frjálst með landið sitt. Í meginatriðum var millistéttin eini hópurinn sem sameinaði vinnusemi, sjálfstæða hugsun og áhuga á pólitískum stöðugleika.
Vestræn miðstétt nútímans heldur enn þessum dýrmætu einkennum
En, það er áhyggjuefni, að Bandaríkin verða vitni að því að miðstéttin er holuð út og að stétt sem á meira sameiginlegt með miðaldabændastétt Evrópu er að rísa upp á ný. Þetta eru fátækir Bandaríkjamenn sem eiga ekki sitt eigið heimili, sem eru alltaf einn launaseðill frá örbirgð og sem eru arðrændir fjárhagslega af auðmönnum. Þessir nútíma bandarísku "bændur" eru nú um 46 prósent íbúanna. Þetta er vandamál fyrir okkur öll segir Hanson, því samfélag án millistéttar er ekki til þess fallið að virkja lýðræði.
Hvað það þýðir að vera ríkisborgari samkvæmt Hanson
Nú á dögum búa aðeins rúmlega 50 prósent jarðarbúa undir fullkomnu samþykki ríkisstjórna og njóta frelsis sem verndað er af lögum. Þeir eru nánast allir Vesturlandabúar, eða búa að minnsta kosti í vestrænum löndum.
Ríkisborgari, samkvæmt þýska heimspekingnum Immanuel Kant, er einhver sem nýtur löglegs frelsis. Með öðrum orðum, borgarar hlýða þeim lögum sem þeir hafa samþykkt.
Þegar kemur að nútímaupplifun Bandaríkjamanna, þá felur frjáls og pólitískt sjálfstæður ríkisborgari í sér að borgarar Bandaríkjanna ættu að fylgja lögum sem þeir hafa samþykkt af kjörnum fulltrúum þeirra. Þingmenn og forsetar eru þjónar en ekki herrar fólksins. Þeir geta ekki þröngvað vilja sínum upp á Bandaríkjamanninn. Bandarískir ríkisborgarar hafa réttindi sem Guð hefur gefið og aðeins þeir bera ábyrgð á eigin vali og gjörðum.
Í skiptum fyrir frelsi þeirra til að velja sér leiðtoga og setja sín eigin lög verða Bandaríkjamenn að virða hefðir og gildi lands síns. Þeir verða að heiðra minningar þeirra sem skildu eftir sig svo mikla þjóð með því að verja tíma sínum, peningum og stundum eigið öryggi til að þjóna landi sínu.
Ríkisborgararétturinn í Bandaríkjunum er í meginatriðum safn réttinda og forréttinda sem bandaríska stjórnarskráin tryggir borgurum sínum, þar á meðal tjáningarfrelsi, rétt til að eiga og bera vopn og kosningaréttur óháður kynþætti, trúarbrögðum og kyni, meðal annarra.
Bandaríkin er jafn góð og borgarar hverrar aldar sem kusu að vernda og hlúa að réttindunum fyrir komandi kynslóðir. En sagan er ekki kyrrstæð og siðmenningin þróast ekki alltaf fram á við. Reyndar fer hún oft í gegnum hnignunarskeið, er afvegaleidd og afturför á sér stað og stundum hrynur menningin.
Ríkisborgararétturinn samkvæmt hugmyndum Forn-Grikkja
Hugmyndin um samþykkja ríkisstjórn þróaðist ekki fyrr en fyrir um það bil 2.700 árum, í borgríkjum Forn-Grikklands, einkum í Aþenu. Borgarar þessara borgríkja voru að mestu leyti einstaklingar í millistétt sem töldu sig njóta verndar með lögum fremur en yfirstétta hylli og höfðu þannig vald til að vinna og skapa.
Grikkir töldu að til þess að borgarnir næðu sjálfsstjórn yrðu þeir að vera efnahagslega sjálfstæðir. Þeir lýstu sjálfsbjargarviðleitni sem formi frelsis frá efnahagslegri ánauð og þar af leiðandi að vera ekki pólitískri háðir auðmönnum eða ríkinu. Þeir töldu að borgarar gætu ekki notið og verndað réttindi sín án þess efnislega öryggis sem aðeins efnahagslegt sjálfræði millistéttarinnar getur veitt.
Ef við yfirfærum þetta yfir á Ísland, þá er ljóst að íslenska millistéttin er enn þokkalega sjálfstæð og efnuð, þótt sótt hefur verið hart að henni og hún nánast brotin á bak aftur með efnahagshruninu 2008. Enn stendur hún höllum fæti í kjölfar covid faraldursins og harðri samkeppni við innflutt vinnuafl sem keppir við hana um húsnæði, velferðaþjónustu og störf.
Hér eru viðtöl við Victor Davis Hanson um bókina The dying Citizen:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.12.2023 | 21:40 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.