Grunnstefna Pírata er þunnur grautur

Þegar farið er inn á vefsetur Pírata og inn á hlekkinn Grunnstefna Pírata, og litið er á stefnuna, er lítið um fína drætti. Hún rúmast á einu A-4 blaði og skiptist í sex flokka.

1. Gagnrýnin hugsun og upplýst stefna

2. Borgararéttindi

3. Friðhelgi einkalífsins

4. Gagnsæi og ábyrgð

5. Upplýsinga og tjáningarfrelsi

6. Beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur

Sum sé, öll stefnuskráin snýst um borgara- og mannréttindi. Það vekur mesta athyglina hvað er ekki í grunnstefnunni. Það vantar t.d. utanríkisstefnu flokksins, fjármálastefnu, félagsmálastefnu o.s.frv. Hvar stendur flokkurinn í þessum málaflokkum? Í raun hvergi, því að þetta er látið vera undir túlkun hvers þingsmanns hverju sinni, því að enginn er formaður. Úr þessu kemur hrærigrauta og ástæðan fyrir að flokkurinn telst ekki stjórntækur.

Í meðförum þingmannanna hefur stefnan reynst vera atlaga að réttarkerfinu, hefðbundin gildi, sérstaklega ef þau eru kristin og utanríkisstefnan birst í að hafa hér opin landamæri. Barist er fyrir borgararéttindi annarra en íslenskra borgara. Þingmennirnir vilja leyfa allt, líka eiturlyf og þeim er meinilla við lögregluna og hafa gert margar atlögur að henni og störf hennar.

Nú hefur einn þingmaður flokksins komist í kast við lögin. Dyraverðir skemmtistaðar, þurftu að hafa afskipti af þingmanni sem var læstur inn á salerni, og er hurðin var opnuð sáu þeir tilefni til að kalla á lögregluna. Fjölmiðlar hafa ekki komið með skýringu á því. Reyndar segir DV að hún hafi fundist dáin úr áfengisdauða. Dyraverðirnir hafi kallað á lögreglu því að hún brást illa við afskipti þeirra.

Þetta minnir á klausturmálið fræga, sem hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir viðkomandi þingmenn.  Mun þetta mál hafa áhrif á fylgi Pírata? Eða skiptir máli hver brýtur af sér? Mun þingforseti Alþingis gera eitthvað í málinu eða það sópaðu undir teppi, jú, þetta er nú samþingmaður og þingmenn standa saman. Voru Píratar dómharðastir í Klausturmálinu?

Píratar hafa komist upp með að vaða á skítugum skóm í bókstaflegri merkingu á hið virðulega Alþingi. Framganga þeirra hefur ekki aukið veg og virðingu þingsins, þvert á móti, sýnt fram á hversu illa er komið fyrir lýðræðinu í landinu og virðingu fyrir stofnun þess, Alþingi.

Að lokum, ef litið er á stefnu Pírata flokka víða um heim, kemur margt merkilegt fram. Pírataflokkar segjast styðja borgaraleg réttindi, beint lýðræði eða "annars konar" þátttöku í ríkisstjórn, umbætur á höfundarréttar- og einkaleyfalögum til að gera þau sveigjanlegri og opnari til að hvetja til nýsköpunar og sköpunar, notkun ókeypis og opins hugbúnaðar, ókeypis miðlun þekkingar (opið efni og opinn aðgangur), persónuvernd upplýsinga, gagnsæi, upplýsingafrelsi, málfrelsi, gegn spillingu, nethlutleysi og á móti fjöldaeftirliti, ritskoðun og stóru tæknifyrirtækin.

Þetta hljómar allt vel en í raun virða Píratar ekki höfundarétt eða eignarétt á hugbúnaði og verkum annarra. Það eitt sér, eignarnám á verkum annarra kemur einmitt í veg fyrir sköpun, jú til hvers að skapa, ef hver sem er getur tekið ófrjálsri hendi það sem viðkomandi hefur kannski lagt mikla vinnu í að gera?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband