Andstæðingar Donalds Trumps, þar á meðal hér á Íslandi, nota hvert tækifæri til að gera lítið úr manninum, og nú síðast er hann talaði um að "root out vermit". En þar átti að hann við um fulltrúa djúpríkisins sem sannarlega hafa grafið undir réttarríkinu í Bandaríkjunum.
Pólitískir andstæðingar hoppu hæð sína í fullum herklæðum af gleði, þarna gafst tækifæri til að koma höggi á karlinn. En hvert er samhengið sem þetta er sagt í?
Við lofum ykkur því að við munum uppræta kommúnista, marxista, fasista og róttæka vinstri þrjóta sem lifa eins og meindýr innan marka lands okkar sem ljúga og stela og svindla á kosningum, sagði Trump í ræðu á degi uppgjafahermanna og sagði að "ógnin frá utanaðkomandi öflum er mun minna ógnvekjandi, hættulegri og alvarlegri en ógnin innan frá. Ógnin okkar er innan frá." Og auðvitað var honum líkt við Hitler og ummæli hans eftir þetta. Um leið og menn fara að líkja andstæðinga sína við Hitler, er óhætt að slökkva á skjánum, enda menn þar með ómarktækir og rökþrota.
En ekkert í gjörðum Donalds Trumps sem forseti benti til misbeitingu valds, ef eitthvað er, hefði hann átt að hreinsa betur til innan valdakerfisins, eins og alltaf er gert þegar nýr forseti er skipaður.
Nýr Bandaríkjaforseti skiptir út nokkur þúsund embættismenn við valdaskipti, til að tryggja það að þeir, sem skipaðir voru af fyrirrennara hans, grafi ekki undir stefnu hans. Það er hefðin. Forsetar skipa pólitískar ráðningar. Komandi forseti getur skipað allt að 4.000 stöður þegar hann tekur við embætti, þar af 1200 sem verða að vera staðfest af öldungadeild Bandaríkjanna. Sendiherrar, meðlimir ríkisstjórnarinnar og ýmsir embættismenn eru meðal þeirra staða sem skipuð eru með forsetaskipun með staðfestingu öldungadeildarinnar.
Þetta gerði Trump ekki nægilega vel er hann gerðist forseti, enda nýgræðingur í stjórnmálum. Það voru því tugir, ef ekki hundruð andstæðinga hans innan stjórnkerfisins sem unnu markvisst gegn stefnu hans. Má þar helst og fremst nefna yfirstjórn FBI og CIA. Trump lítur á þessa menn sem skemmdarverkamenn og "meindýr" sem eyðileggja innan frá. Um þessar mundir rignir yfir hann ákærur fyrir allt á milli himins og hafs, fyrir ótrúlegustu sakir, sumar fáranglegar.
Óhætt er að fullyrða að markvisst hefur dómskerfið og valdakerfið í heild verið misbeitt í þágu hagsmuna demókrataflokksins. Sá flokkurinn hefur verið samstilltari, ákveðnari og hömlulaust misnotað valdið. Svo mjög að kosningar munu teljast vera vafasamar héðan í frá. Þegar menn eru svo hræddir við pólitískan andstæðing að þeir eru tilbúnir að eyðileggja kerfið innan frá og ekki huga að framtíðinni, er voðinn vís.
Donald Trump hefur alla ástæðu til að vera í hefndarhug en hann mun fara eftir leikreglum þegar hann byrjar að hreinsa til innan djúpríkisins. Andstæðingar hans eru of öflugir að hann geti farið út fyrir valdsvið sitt. Donald Trump var kosinn sem maður fólksins, ekki repúblikanaflokksins og á þeim forsendum að hann ætlaði að ræsa út mýrina (drain the swamp) sem þýðir á manna máli að uppræta spillinguna. Líkurnar á að hann verði næsti forseti BNA aukast með hverjum degi.
Washington er eitt spillingabæli. Undirrót þess er lobbíismi. Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn. Það er gott og vel að hagmundaaðilar gæta hagsmuna umbjóðenda sína en oft snýst þetta upp í sjálfhverfu sína og breytist í spillingu eða jafnvel lögbrot. Stjórnmálamenn eru í vasanum á hagsmunaaðila sem beitir honum eins og strengjabrúðu. Þetta vill Trump beita sér gegn og mætir harðri andstöðu núverandi fyrirkomulags spillingar í formi lobbíisma. Þess vegna er öllum tiltækum ráðum, siðlausum líka, til að hnésetja hann. Trump er enginn kórdrengur en hann kann að stjórna fyrirtækjasamsteypum sem og ríki, sem dæmið sannar.
Að lokum. Bandaríkin í fyrsta sæti segir Trump reglulega og andstæðingar hans telja það vera merki um einangrunarstefnu og lobbíastir hrein styggðaryrði. Það er hins vegar skylda Bandaríkjaforseta að gæta hagsmuna bandarískra borgara. Hann er ekki forseti heimsins, eins og margir halda, heldur bara Bandaríkjanna. Fyrirrennarar hans hafa oft gleymt þessu og láta innviði Bandaríkjanna grotna á meðan þeir ausa fé í endalaus stríð. Nú er svo komið að Bandaríkin eru tæknilega séð gjaldþrota.
Flokkur: Bloggar | 21.11.2023 | 18:49 (breytt kl. 20:51) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.