Píratar með aðför að öryggi ríkisins

Sá undarlegi flokkur,  Pírataflokkurinn, með engan formann í brúnni, hefur sýnt af sér óábyrga hegðun og í raun fjandsamlega gagnvart íslenskum hagsmunum. Nú síðast gagnvart öryggi lögreglumanna.

Vegna þess að flokkurinn er anarkistaflokkur, flokkur stjórnleysingja, er engin ein heildarstefna í gangi hverju sinni. Þó má sjá þema í aðgerðum þingmanna Pírata. Þeim er umhugað að grafa undir öryggi ríkisins með óheftu innstreymi erlends fólks til landsins og í raun opnum landamærum Íslands. Ef þeir fengju að ráða, myndu koma hingað stórhættulegir glæpamenn eða hryðjuverkamenn því lögreglan má ekki vera með forvirkar rannsóknir eða heimild til þess að athuga bakgrunn þess fólks sem sest hér að.

Nýjasta blæti Pírata eru byssukaup lögreglunnar. Þar fer Arndís Anna Kristínardóttir hamförum vegna byssukaup lögreglunnar vegna leiðtogafundar í Hörpu. Grípum niður í frétt Vísis:

"Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins." Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann

Frægt var þegar Landhelgisgæslan keypti hríðskotabyssur. Landhelgisgæslan keypti í lok síðasta árs 250 MP5 hríðskotabyssur af norska hernum segir í frétt RÚV árið 2014 LHG keypti byssurnar af norska hernum og enn risu vinstri menn upp á afturlappirnar fullir vandlætingu. Þó eru hér eðlileg byssukaup löggæslustofnunnar sem Landhelgisgæslan er en LHG varð að bakka með kaupin eða átti hún að fá byssurnar gefins?

Hér tekst Pírötum að gera storm í vatnsglasi enda er tilgangurinn að grafa undir lög og reglu (munum að anarkíst samfélag á að vera á sjálfstýringunni) í þjóðfélaginu. Hafa þingmenn ekkert betra að gera?

Það er eðlilegt að löggæslustofnanir, sem eiga að gæta okkur hin, borgaranna, geti varið sig. Í frétt frá 2020 segir að hér séu skráð 70 þúsund skotvopn, guð veit hversu mörg óskráð eru í landinu og í eigu glæpamanna.

Síðastliðin ár hafa komið upp mörg mál þar sem skotvopnum er beitt eða öðrum vopnum.  Þar er því ansi undarlegt að lögreglan þurfi sífellt að verja vopnakaup sín en fjölmiðlar hafa verið duglegir að ýta undir árásir anarkistanna á vopnaeign lögreglunnar.

Í raun er málið hlæilegt, því hvað eiga nokkrar "baunabyssur" lögreglunnar að geta gert, ef samstilltur hryðjuverkahópur eða sérsveitir erlends ríkis gera hingað áhlaup? Þessi vopnakaup duga til að vopna lögregluna fyrir minniháttar atvik og algjör lágmarksviðbúnaður. Svo er það annað mál að landið er óvarið, a.m.k. í einhvern tíma ef til stríðs kemur og ef það kemur ekki, þá er nokkuð ljóst að innanlands friðurinn er úti á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband