Árþúsundakynslóðin fædd um 2000 er ekki talin bera margt til brunns. Hún er sögð vera löt, frek og sjálfhverf. Aldrei dýft hendi í kalt vatn, þ.e.a.s. þurft að hafa fyrir hlutunum. Hún kvartar og kveinar ef einhver hallmælir henni, segir ljótt orð sem er ekki pólitískt rétt en nú tekur steininn úr þegar hún hyllir hryðjuverkamenn.
Nýjast nýtt í heimi Tik Tok er svokallaða stefnuyfirlýsing Bin Laden, "Letter to America". Tik Tok stjörnur vestan hafs keppast við að hylla hryðjuverkamanninn, manninn sem myndi glaður drepa þær ef hann væri enn lífs.
Enn undarlegra er þegar þetta fólk fer á mótmælafundi til að mótmæla sem það kallar morðæði Ísraelshers. Sjálfsagt er það að ganga til stuðnings óbreyttra palestínskra borgara en óbeint til stuðnings Hamas. Ekkert er minnst á 1400 borgara Ísraels, kornabörn, konur, menn og gamalmenni sem voru myrt á eins hrottalegan hátt og hægt er. Eða 240 gísla hryðjuverkamannanna. Engar mótmælagöngur eru gengnar til stuðnings Ísraels. Ömurleg eru líka örlög óbreyttra borgara á Gasa og í raun ættu mótmælendur að ganga fyrir hönd óbreytta borgara bæði í Ísrael og Gaza sem er bara saklaust fólk. Óskiljanlegt er að Íslendingar ganga ekki fyrir hönd saklausa borgara í Úkraníu, í því hrottalega stríðið.
Ég hef enga sérstaka skoðun á átökunum í Ísrael eða milli Úkraníu eða Rússlands, þ.e.a.s. með eða móti hvorum aðila, vona bara að hvorug átökin breiði úr sér og það komi til heimsstyrjaldar og þar með inn fyrir dyr Íslands. Að sjálfsögðu er ég á móti bæði stríðin en get lítið gert.
En ég skil ekki af hverju hryðjuverkamenn eru hylltir eða a.m.k. ekki fordæmdir af fólki sem gengur mótmælagöngur þeim til stuðnings en hryðjuverkamennirnir fyrirlíta þetta fólk og myndu ekki hika við að drepa það. Ég hugsa að flest allt þetta fólk sé til vinstri á litrófi stjórnmálanna og það kann að vera skýringin á framgöngu þess. En svona er heimurinn öfugsnúinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 19.11.2023 | 18:09 (breytt kl. 19:21) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.