Það eru ekki mörg svið sem Íslendingar skara fram úr. Eitt þeirra er eldfjallafræði sem er undirgrein jarðfræðinnar sem fæst við rannsóknir á eldstöðvum. Þessi undirgrein jarðfræðinnar sem er stunduð á Íslandi er svo virt, að hingað leita erlendir eldfjallafræðingar til náms og starfa. Ástæðan er að Ísland er eitt virkasta eldgosasvæði heims og þótt eldgos séu alls staðar um heiminn, er Ísland með allar tegundir eldgosa og jarðskjálfta.
En þrátt fyrir alla þessa sérfræðiþekkingu byggja Íslendingar á sandi. Það er afar undarlegt að íslenskir ráðamenn hafa ákveðið að byggja íbúðarhverfi og heilu bæjarfélögin á sprungusvæði og nýlega runnin hraun eins og gert er í Hafnarfirði.
Það er hefur lengi verið vitað að Ísland er að gliðna í sundur og skerst landið þvert í gegnum landið. Frá Reykjanesskaga, þvert yfir hálendið og Norðurland. Líkt og hnífur sem skorið hafi landið í tvennt. Af hverju landið er að gliðna í sundur (eins og sjá má greinilega á Þingvöllum) má rekja til landflekanna sem ýmis þrýstast saman (Himalajafjöllin sem þrýstast upp) eða gliðna í sundur eins og á Íslandi.
Menn sem sagt vita nákvæmlega hvar landið er að gliðna í sundur og hvar hraun hafa runnið á sögulegum tíma.
Byrjum á þeirri gáfulegri ákvörðun ráðamanna að byggja á sprungusvæði. Það er gert í Grindavík og liggur stór hluti bæjarins á sprungusvæði. Hvers vegna í ósköpunum var byggt þarna en ekki einhverja km til vinstri eða hægri, er óskiljanleg ákvörðun. Nú getur bókstaflega gosið í miðjum bæ eða útjarðri eins og í Vestmannaeyjabæ 1973.
Annað dæmi um skammsýni ráðamanna sem nú hlustuðu ekki á vísindamenn en það er að byggja heilt íbúðahúsahverfi á Norðlingaholti þrátt fyrir að menn vissu af sprungusvæði þar undir. Þetta er sem sagt upplýst ákvörðun sem ekki er byggð á rökum vísindanna.
Menn hafa lengi vitað að tími er komin á eldsumbrot á Reykjanesskaga og vitað er að það líða um 800-1000 ár á milli hryðja og nú væri kominn tími á nýtt tímabil sem kannski skakar um 100 ár til eða frá en það þýðir að öll mannvirki sem byggð er á 20. eða 21. öld eru undir hættu að fara undir hraun eða jarðskálftar eyðileggi þau.
Að byggja orkuverið Svartsengi á kviku er gífurleg áhætta sem og Bláa lónið og menn vissu af því en gerðu samt. Nú telja menn að líklegast hefji líklegt gos við Hagafell og svo verður, mun hraunið renna niður til Svartsengi og Bláa lónsins en bæði mannvirki liggja eins og á botni matarskálar. Þess vegna eru menn að búa til varnargarða þarna en ekki í Grindavíkurbæ. En það er nokkuð ljóst að þessir varnargarðar muni ekki halda ef hraunið rennur þangað og mannvirkin fara undir. Af hverju var byggt á lægsta punkti er óskiljanlegt.
Endum þennan pistil á byggð á hrauni. Hafnarfjarðabær er bókstaflega byggður á hrauni. Sjá þessa slóð: Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?
Þar segir: "Fyrir um 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir sunnan Hafnarfjörð...Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en eins og sést á kortinu bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun."
Sem betur fer er Búrfellshraun gamalt, um 8000 þúsund ára gamalt og kannski ekki miklar líkur á að það fari af staði næstu aldir. Kannski mesta hættan stafi af sprungu og misgengi sem myndar nokkuð samfelldan misgengishjalla allt frá Elliðavatni og að Kaldá.
Lærdómurinn af þessu öllu er að menn verði að hugsa í öldum, ekki áratugum þegar þeir byggja. Láta ekki stjórnmálamenn með dollaramerki í augum selja fólk og fyrirtæki lóðir byggðar á sandi. Jafnvel börnin vita að ekki eigi að byggja á sandi.
Flokkur: Bloggar | 18.11.2023 | 13:10 (breytt kl. 13:41) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.