Ađ vera Evrópusinni en gegn Evrópusambandinu

Ronald Reagan og Margaret Thatcher voru međ hugsjónir sínar á hreinu. Bćđi ríktu í tćpan áratug á níunda áratugnum en áhrif ţeirra gćtir enn. Svo afgerandi var stefna ţeirra. Eftirfarandi er viđtal viđ Margaret Thatcher sem Sunday Times tók viđ hana 1990 um afstöđu hennar gagnvart Evrópusambandinu.  Ţetta viđtal er athyglisvert í ljósi Brexit nokkrum áratugum síđar og stöđu Rússlands í dag. Lítum á viđtaliđ í lauslegri ţýđingu minni:

"Ég er evró-hugsjónamađur í ţeim skilningi ađ viđ tölum um siđmenningu og ţađ sem ansi stór hluti heimsins samţykkir sem siđmenningu eru hugsjónirnar sem komu frá nokkrum löndum Evrópu eđa sem voru rćktađar í hinum ýmsu löndum Evrópu. Taktu eftir, ekki í Evrópu í heild heldur í hinum ólíku löndum, ţví einkenni Evrópu er ađ hún hefur aldrei veriđ algjörlega undir stjórn einu valds. Ţađ var alltaf annađ land sem fólk gćti flutt til, í raun og veru til ađ nýta og auka frelsi sitt. Nú skulum viđ ađeins fara í gegnum ţetta.

Í fyrsta lagi höfum viđ hugsjónina um lýđrćđi og umrćđu. Ađ leysa vandamálin međ umrćđuhefđ frá Grikklandi til forna. Viđ höfum hugmynd okkar um réttarríkiđ sem er byggt á rómverskum rétti, ţađ kom frá öđru Rómaveldi.

Viđ höfum hugsjón okkar um mannréttindi sem byggist í raun ekki á stjórnmálum heldur í gyđingdómi og einnig í kristni, stóru trúarbrögđunum tveimur sem segja alveg skýrt ađ bćđi ţjóđir og einstaklingar beri ábyrgđ á notkun valds síns. Og svo er ţađ í Gamla testamentinu, Móse, ţú elskar náunga ţinn eins og sjálfan ţig sem og í Nýja testamentinu. Ţetta held ég ađ sé uppruni ţeirrar miklu áherslu sem viđ höfum alltaf lagt á mannréttindi. Ţađ er trúarleg uppruni, ţađ er grundvallarviđhorf. Ţessir hlutir geta ekki komiđ frá ríkisstjórnum, ţeir koma frá einhverju miklu dýpra. Svo frá Grikklandi til forna, svo lögin frá Róm og svo kristnin sem kom og fór ađ blómstra í Evrópu, ţađan komu mannréttindin.

Viđ áttum glćsilegu endurreisnartíma og upplýsinguna, bókmenntir og listir, aftur í Evrópu, á Ítalíu, í Hollandi. Viđ áttum ţessa stórkostlegu umrćđu um vísindi, en meira en umrćđan um vísindi hefurđu eitthvađ sem byrjađi í Evrópu sem byrjađi ekki annars stađar. Viđ urđum ađ snúa vísindum ađ notkun fólksins í gegnum iđnbyltinguna okkar.

Nú, í ţeim skilningi lít ég á ţađ og hugsa, og ţingiskerfi okkar, ţingmóđirin, óx hér á landi, ađ almenn lög víkkuđu. Ţannig ađ allt sem er taliđ siđmenntađ byggt á mannréttindum, byggt á umrćđu, byggt á réttarríki sem viđ getum einfaldlega ekki haft frelsi án réttarríkis. Byggt á aukinni hagsćld fólksins međ ţví ađ beita vísindum í gegnum einkafyrirtćki, Adam Smith hagkerfi, markađshagkerfi, sem stćkkađi, sem tókst ađeins međ ţví ađ ţóknast fjöldanum sem fór í gegnum lýđrćđiđ, kom frá mismunandi löndum Evrópu. međ sína eigin gífurlegu hefđ.

Nú í ţessum skilningi, já, ég er evró-hugsjónamađur en ţú fćrđ ekki ţessa stórkostlegu frábćru gjöf til heimsins af ţví ađ hafa veriđ undir einum yfirráđum. Hún kom ekki frá Ottómanaveldinu, hún kom ekki frá kínverska heimsveldinu, kom ekki frá mógúlaveldinu, allir undir einni stórri stjórn óttaslegnir valdhafa viđ frelsi fólksins. Ţađ kom frá löndum Evrópu ţar sem alltaf var hćgt ađ flytja annađ til frelsis og sjá hvađ ţađ framleiddi.

Já, ég er evru-hugsjónamađur og ég vil stćrri Evrópu. Evrópa er eldri en Evrópubandalagiđ. Ég vildi stćrri og víđtćkari Evrópu ţar sem Moskvu var líka evrópskt stórveldi."

Viđtal Margaret Thatcher viđ  Sunday Times, 15. nóvember 1990

Af ţessum orđum Thatchers má draga ţá ályktun ađ hún var ekki hrifin af yfirţjóđlegu valdi Evrópusambandsins og vildi veg ţjóđríkisins sem mestan. Hún vildi viđurkenna Rússland sem evrópskt stórveldi sem er athyglisvert, ţví ađ ţá voru Sovétríkin uppi og virđist ćtla ađ vera eilíf. Ekkert er eilíft, sérstaklega ekki ríki. Eitt elsta ríki heims, Kína, virđist vera eilíft en ţađ hefur splungrast í ótal smá einingar, sameinast og splungrast aftur.

Ef ţeir sem vilja ađ Evrópusambandiđ verđi n.k. Rómaveldi, en ekki sambandsríki fullvalda ţjóđríkja, verđa ţá ađ hugsa dćmiđ upp á nýtt. Rómverjar héldu ríki sínu saman međ einni menningu, rómversk-grískri, einu tungumáli - latínu(auk grísku hjá yfirstéttinni og austurhluta ríkisins), einum her, ákveđin landamćri, einu gjaldmiđli, sömu siđi og lög og miđstýringu frá einni höfuđborg, Róm og einum leiđtoga.  Ekkert af ţessu er fyrir hendi í Evrópusambandinu í dag.   

Framkvćmdarstjórn Evrópusambandsins, sem enginn almennur borgari sambandsins veit hverjir sitja í, enda ekki kosin í almennum kosningum, getur komiđ međ reglugerđir og ţvingunarađgerđir á hendur ţjóđríkjanna, en eins og andstađan sýnir í dag (sbr. Ungverjaland) er kominn brestur í sambandiđ. Aldrei var ćtlunin ađ sambandiđ ţróađist eins og ţađ gerđi. Ţađ mun splundrast upp í ótal einingar ţegar á reynir. Samanber Brexit. Ţađ getur veriđ styttra í ţađ en menn ćtla.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Múrinn féll 1989 og Thatcher er ađ vísa til sameiningar vestur og austur Ţýskalands og hugmynda um stćkkun Evrópubandlangsins međ innleiđingu landa austur Evrópu. Ţótt Rússland vćri laskađ ţá var björninn ekki unninn eins og hún spáđi réttilega fyrir.

Ađ öđru leyti er ég sammála ţér ađ Evrópubandalagiđ er ađ flosna upp innan frá.

Rúnar Már Bragason, 20.11.2023 kl. 10:32

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Hárrétt hjá ţér Rúnar.  Ţarna skýtur hún föstum skotum á ESB međ ţví ađ segja ađ ţjóđríkiđ sé ćđra. Hún sagđi: "Ég vildi stćrri og víđtćkari Evrópu ţar sem Moskvu var líka evrópskt stórveldi." En hvađ hún á viđ nákvćmlega, kemur ekki fram í ţessu viđtali. En hún var hlynt ESB en bara ađ vissu marki. "Nei nei nei." var svar Margaret Thatcher, forsćtisráđherra Bretlands, viđ tillögum Jacques Delors, forseta framkvćmdastjórnar ESB, um Evrópusamruna á leiđtogafundi leiđtogaráđsins í Róm í október 1990.

Birgir Loftsson, 20.11.2023 kl. 14:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband