Að vera Evrópusinni en gegn Evrópusambandinu

Ronald Reagan og Margaret Thatcher voru með hugsjónir sínar á hreinu. Bæði ríktu í tæpan áratug á níunda áratugnum en áhrif þeirra gætir enn. Svo afgerandi var stefna þeirra. Eftirfarandi er viðtal við Margaret Thatcher sem Sunday Times tók við hana 1990 um afstöðu hennar gagnvart Evrópusambandinu.  Þetta viðtal er athyglisvert í ljósi Brexit nokkrum áratugum síðar og stöðu Rússlands í dag. Lítum á viðtalið í lauslegri þýðingu minni:

"Ég er evró-hugsjónamaður í þeim skilningi að við tölum um siðmenningu og það sem ansi stór hluti heimsins samþykkir sem siðmenningu eru hugsjónirnar sem komu frá nokkrum löndum Evrópu eða sem voru ræktaðar í hinum ýmsu löndum Evrópu. Taktu eftir, ekki í Evrópu í heild heldur í hinum ólíku löndum, því einkenni Evrópu er að hún hefur aldrei verið algjörlega undir stjórn einu valds. Það var alltaf annað land sem fólk gæti flutt til, í raun og veru til að nýta og auka frelsi sitt. Nú skulum við aðeins fara í gegnum þetta.

Í fyrsta lagi höfum við hugsjónina um lýðræði og umræðu. Að leysa vandamálin með umræðuhefð frá Grikklandi til forna. Við höfum hugmynd okkar um réttarríkið sem er byggt á rómverskum rétti, það kom frá öðru Rómaveldi.

Við höfum hugsjón okkar um mannréttindi sem byggist í raun ekki á stjórnmálum heldur í gyðingdómi og einnig í kristni, stóru trúarbrögðunum tveimur sem segja alveg skýrt að bæði þjóðir og einstaklingar beri ábyrgð á notkun valds síns. Og svo er það í Gamla testamentinu, Móse, þú elskar náunga þinn eins og sjálfan þig sem og í Nýja testamentinu. Þetta held ég að sé uppruni þeirrar miklu áherslu sem við höfum alltaf lagt á mannréttindi. Það er trúarleg uppruni, það er grundvallarviðhorf. Þessir hlutir geta ekki komið frá ríkisstjórnum, þeir koma frá einhverju miklu dýpra. Svo frá Grikklandi til forna, svo lögin frá Róm og svo kristnin sem kom og fór að blómstra í Evrópu, þaðan komu mannréttindin.

Við áttum glæsilegu endurreisnartíma og upplýsinguna, bókmenntir og listir, aftur í Evrópu, á Ítalíu, í Hollandi. Við áttum þessa stórkostlegu umræðu um vísindi, en meira en umræðan um vísindi hefurðu eitthvað sem byrjaði í Evrópu sem byrjaði ekki annars staðar. Við urðum að snúa vísindum að notkun fólksins í gegnum iðnbyltinguna okkar.

Nú, í þeim skilningi lít ég á það og hugsa, og þingiskerfi okkar, þingmóðirin, óx hér á landi, að almenn lög víkkuðu. Þannig að allt sem er talið siðmenntað byggt á mannréttindum, byggt á umræðu, byggt á réttarríki sem við getum einfaldlega ekki haft frelsi án réttarríkis. Byggt á aukinni hagsæld fólksins með því að beita vísindum í gegnum einkafyrirtæki, Adam Smith hagkerfi, markaðshagkerfi, sem stækkaði, sem tókst aðeins með því að þóknast fjöldanum sem fór í gegnum lýðræðið, kom frá mismunandi löndum Evrópu. með sína eigin gífurlegu hefð.

Nú í þessum skilningi, já, ég er evró-hugsjónamaður en þú færð ekki þessa stórkostlegu frábæru gjöf til heimsins af því að hafa verið undir einum yfirráðum. Hún kom ekki frá Ottómanaveldinu, hún kom ekki frá kínverska heimsveldinu, kom ekki frá mógúlaveldinu, allir undir einni stórri stjórn óttaslegnir valdhafa við frelsi fólksins. Það kom frá löndum Evrópu þar sem alltaf var hægt að flytja annað til frelsis og sjá hvað það framleiddi.

Já, ég er evru-hugsjónamaður og ég vil stærri Evrópu. Evrópa er eldri en Evrópubandalagið. Ég vildi stærri og víðtækari Evrópu þar sem Moskvu var líka evrópskt stórveldi."

Viðtal Margaret Thatcher við  Sunday Times, 15. nóvember 1990

Af þessum orðum Thatchers má draga þá ályktun að hún var ekki hrifin af yfirþjóðlegu valdi Evrópusambandsins og vildi veg þjóðríkisins sem mestan. Hún vildi viðurkenna Rússland sem evrópskt stórveldi sem er athyglisvert, því að þá voru Sovétríkin uppi og virðist ætla að vera eilíf. Ekkert er eilíft, sérstaklega ekki ríki. Eitt elsta ríki heims, Kína, virðist vera eilíft en það hefur splungrast í ótal smá einingar, sameinast og splungrast aftur.

Ef þeir sem vilja að Evrópusambandið verði n.k. Rómaveldi, en ekki sambandsríki fullvalda þjóðríkja, verða þá að hugsa dæmið upp á nýtt. Rómverjar héldu ríki sínu saman með einni menningu, rómversk-grískri, einu tungumáli - latínu(auk grísku hjá yfirstéttinni og austurhluta ríkisins), einum her, ákveðin landamæri, einu gjaldmiðli, sömu siði og lög og miðstýringu frá einni höfuðborg, Róm og einum leiðtoga.  Ekkert af þessu er fyrir hendi í Evrópusambandinu í dag.   

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins, sem enginn almennur borgari sambandsins veit hverjir sitja í, enda ekki kosin í almennum kosningum, getur komið með reglugerðir og þvingunaraðgerðir á hendur þjóðríkjanna, en eins og andstaðan sýnir í dag (sbr. Ungverjaland) er kominn brestur í sambandið. Aldrei var ætlunin að sambandið þróaðist eins og það gerði. Það mun splundrast upp í ótal einingar þegar á reynir. Samanber Brexit. Það getur verið styttra í það en menn ætla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Múrinn féll 1989 og Thatcher er að vísa til sameiningar vestur og austur Þýskalands og hugmynda um stækkun Evrópubandlangsins með innleiðingu landa austur Evrópu. Þótt Rússland væri laskað þá var björninn ekki unninn eins og hún spáði réttilega fyrir.

Að öðru leyti er ég sammála þér að Evrópubandalagið er að flosna upp innan frá.

Rúnar Már Bragason, 20.11.2023 kl. 10:32

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Hárrétt hjá þér Rúnar.  Þarna skýtur hún föstum skotum á ESB með því að segja að þjóðríkið sé æðra. Hún sagði: "Ég vildi stærri og víðtækari Evrópu þar sem Moskvu var líka evrópskt stórveldi." En hvað hún á við nákvæmlega, kemur ekki fram í þessu viðtali. En hún var hlynt ESB en bara að vissu marki. "Nei nei nei." var svar Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, við tillögum Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um Evrópusamruna á leiðtogafundi leiðtogaráðsins í Róm í október 1990.

Birgir Loftsson, 20.11.2023 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband