Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum endurspeglar ástandið annars staðar í heiminum, sérstaklega í Evrópu. Það er eins og ákveðnar stefnur verði fyrst til í Bandaríkjunum en breiðist svo út heiminn og ná jafnvel alla leið til Íslands sem er á útnára Evrópu.
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi, og situr fyrir hönd repúblikanaflokksins, skrifaði nýverið bók um menningarmarxismann sem nú virðist tröllríða vestræna menningu.
En merkilegt nokk, þá er menningarmarxisminn ekki nýr af nálinni, heldur varð hann til í háskólum vestan hafs fyrir rúmum 50 árum og ræturnar liggja í upplausn hefðbundina gilda þegar hippamenningin hófst. Víetnam stríðið magnaði þessa hugmyndafræði og þá, líkt og nú, gerðu vinstri sinnaðir stúdentar uppreisn gegn hefðbundnum gildum, svo sem um kjarnafjölskylduna, og nú áttu allir að stunda frjálsar ástir, fjölskyldan væri óþarfi og allir í kommúnunni að sjá um uppeldi barna sem ætti að vera frjálslind.
En þessi útópíska hugmynd gekk ekki upp. Hippamenningin, sem er birtingamynd menningarmarxismann, dó út hægt og róleg í eiturlyfjavímu þeirra sem aðhylltust henni. Þeir sem dóu ekki úr eiturlyfjaneyslu, þurftu að fullorðnast og fara að vinna og stofna fjölskyldu. Nú er þetta fólk við stjórnvölinn í dag.
En varanlegu áhrif eru að varanleg rýrð er varpað á hefðbundin gildi. Þjóðernisstefna er vond, fjölskyldan er ekki lengur karl og kona og börn, allt snýst um þarfir einstaklingsins en þarfir samfélagsins varpað á dyr. Tryggð og hollusta við ríkið horfið og fólk trúir á það sem það vill. Ekkii má móðga einn eða neinn, það gæti "meitt tilfinningar" viðkomandi eða minnihlutahóp sem hann tilheyrir. Svo langt er gengið að ráðist er á málfrelsið, ef það leiðir í ljós hefðbundin gildi og skoðanir.
En það er athyglisvert að nýmarxisminn skuli birtast nú. Vinstri stefnan hefur aldrei dáið út, en hefðbundinn kommúnismi leið undir lok við fall Sovétríkjanna 1991. Sem stjórnmálastefna varð öllum hugsandi mönnum ljóst að hún gengi ekki upp í raunveruleikanum. Hóphyggjan sem birtist í að ríkið var alls ráðandi og kommúnísk efnahagsstefna, samvinnubúskapur, gengi ekki upp. Kommúnisma stefna leiddi til gjaldþrot ríkja, efnahagslega og andlega.
En marxisminn lifði áfram í háskólum vestræna ríkja. Nú sátu marxískir prófessorar sveitir við að skipta um hugtök og hópa. Í stað öreiga voru komnir örminnihluta hópar eins og transfólk, en áfram var talað um kúgara og hina kúguðu, bara skipt um hópa.
Þessi stefna nær alltaf að endurreisa sig, bara með að skipta um orðfæri og það aldrei kom til uppgjör við alræðisstjórnir kommúnista eins og gert var við nasistanna. Menn skauta því framhjá voðaverkum kommúnista á 20. öld sem leiddi til dauða yfir 100 milljónir manna, fleiri en nastistar náðu að koma fyrir kattarnef.
Stefna sem ræðst á einstaklinginn og hamlar tjáningu hans og vill alsherjar afskipti ríkisvaldsins af daglegu lífi hans, mun ganga sér til húðar. Nú eru merki að stefnan er komin í vörn. Menn eru meðvitaðir hvað hún leiðir til og menn upplifað á eigið skinn í valdatíð Joe Bidens sem er líklega fyrsta nýmarxíska ríkisstjórn Bandaríkjanna. Biden/Demókratar sögðust vera boðberar n.k. miðjustefnu í síðustu forsetakosningum en raunin var að nýmarxísk stefna hefur leitt til andlegt og efnahagslegs gjaldþrot Bandríkjanna.
Ted Cruz skrifaði eins og áður sagði bók um fyrirbrigðið. Í kynningu á bókinni segir: Demókrataflokkurinn er nú stjórnað af menningarmarxista. Svo eru háskólarnir okkar og opinberir skólar, fjölmiðlar, Big Tech og stórfyrirtækin. Fyrirtæki þrýsta kynskiptingum niður í kok viðskiptavina sinna. Bankar refsa byssubúðum. Hollywood móðgar trúarskoðanir okkar og tælir börnin okkar. Stóru fjárfestingarfyrirtækin nota eftirlaunasparnaðinn okkar til að efla málstað vinstri manna. Og Biden-stjórnin hefur breytt hernum okkar í innrætingarbúðir fyrir vinstri skoðanir, vanrækt öryggi í samgöngum til að einbeita sér að loftslagsbreytingum og ofsótt friðsamt baráttufólk fyrir líf barna í móðurkviði á sama tíma og hún skilur eftir brennuvargana sem brenna borgir landsins." Unwoke: How to Defeat Cultural Marxism in America Hann kemur með þrjú ráð, þar á meðal að stofna podcast og deila skoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Einnig að aftengja háskólanna og hugmyndafræðina innan þeirra og það er gert með að hætta að styrkja þá fjárlagslega.
En New York Post fer skipulegra í þetta og nefnir 10 leiðir til að eiga við wokisma - 10 ways to fight back against woke culture
1. Minntu sjálfan þig á eftirfarandi sannleika: Þú ert frjáls.
Það er satt að við lifum á hverfandi hveli þar sem að ýta á like hnappinn á röngum stað og tíma sem getur haft ómældar afleiðingar. En að gefa eftir fyrir þeim sem leitast við að takmarka þig skaðar þig aðeins til lengri tíma litið. Tap þitt fyrir sjálfum þér er það mikilvægasta sem hægt er að taka frá þér. Ekki gefast upp fyrir einn eða neinn.
2. Vertu heiðarleg(ur)
Ekki segja neitt um sjálfan þig eða aðra sem þú veist að er rangt. Neita algerlega að láta huga þinn vera nýlendu annarra. Það fyrsta sem einhver biður þig brjálæðislega um að trúa eða játa, neitaðu staðfastlega. Ef þú getur, gerðu það upphátt. Það eru góðar líkur á því að það hvetji aðra til að tjá sig líka.
3. Haltu þig við meginreglur þínar
Ef þú ert heiðarlegur maður, þá veistu að mafíuréttlæti er aldrei réttlátt. Svo aldrei ganga til liðs við múg. Aldrei. Jafnvel þó þú sért sammála múgnum. Ef þú ert almennileg manneskja, veistu að það er rangt að svíkja vini. Þannig að ef vinur eða samstarfsmaður gerir eitthvað sem þú ert ósammála skaltu skrifa þeim einkaskilaboð. Ekki vera töffari. Sérhver múgur sem kemur eftir þeim mun koma eftir þig.
4. Settu fordæmi fyrir börnin þín og samfélagið þitt
Það þýðir að vera hugrökk/hugrakkur. Það er skiljanlega erfitt. Virkilega erfitt. En á öðrum tímum og stöðum, þar á meðal hjá okkar eigin þjóð, hefur fólk fært miklu meiri fórnir. (Hugsaðu um þá heiðruðu dánu sem gáfu síðasta fulla mælinn af hollustu. í baráttu fyrir land og þjóð í stríðum) Ef nógu margir taka stökkið munum við ná einhverju eins og hjarðónæmi. Stökktu.
5. Ef þér líkar það ekki, slepptu því
Námskeið í háskóla, í vinnu, hvað sem er. Farðu út og gerðu þitt eigið. Ég skil alveg hvatann að vilja breyta hlutum innan frá. Og fyrir alla muni: Reyndu eins mikið og þú getur. En ef hlébarðinn er núna að borða andlit manneskjunnar í klefanum við hliðina á þínu, þá lofa ég að hann mun ekki forðast að borða þitt ef þú birtir svarta ferninginn á Instagram.
6. Vertu meira sjálfs þíns eigið
Ef þú getur lært að nota rafmagnsbor, gerðu það. Ef þig hefur alltaf langað í heitan pott utandyra skaltu búa til einn. Lærðu að spæla egg eða skjóta úr byssu. Mikilvægast: Komdu því í kollinn að samfélagsmiðlar eru ekki hlutlausir. Ef þú trúir mér ekki, horfðu á Parler og líttu á Robinhood. Að því marki sem þú getur byggt líf þitt upp til að vera sjálfbjarga og ekki treysta 100 prósent á veraldarvefinn, þá er það gott. Það mun láta þig líða hæfari og kraftmeiri. Sem þú ert.
7. Tilbiðja Guð meira en Yale
Með öðrum orðum, ekki missa sjónar á því sem er nauðsynlegt. Faglegt álit er ekki nauðsynlegt. Það er ekki nauðsynlegt að vera vinsæll. Það er ekki nauðsynlegt að fá barnið þitt í úrvalsleikskóla. Það er nauðsynlegt að gera rétt. Það er nauðsynlegt að segja sannleikann. Það er mikilvægt að vernda börnin þín.
8. Eignstu vini með sama hugarfari
Stattu þá upp fyrir þeim. Tvö góð próf: Eru þeir tilbúnir til að segja sannleikann, jafnvel þótt það bitni á þeirra eigin hlið? Og halda þeir að húmor eigi aldrei að vera háður stað og stund, sama hversu svartar aðstæðurnar eru? Þetta fólk er æ sjaldgæfara. Þegar þú finnur það skaltu halda fast utan um það.
9. Treystu eigin augum og eyrum
Treystu á upplýsingar frá fyrstu hendi frá fólki sem þú treystir frekar en á útúrsnúningi fjölmiðla. Þegar þú heyrir einhvern alhæfa um hóp fólks skaltu ímynda þér að hann sé að tala um þig og bregðast við í samræmi við það. Ef fólk er í því að endurspegla fyrirsagnir og umræðuefni, láttu þá það sanna málið, með eigin orðum.
10. Notaðu fjármagnið þitt til að smíða frumlega, áhugaverða og skapandi hluti. Núna!
Daglega heyri ég í þeim sem eiga í erfiðleikum með börn í einkaskólum sem eru í heilaþvotti; fólk sem rekur fyrirtæki þar sem það er hrætt við eigið starfsfólk; fólk sem gefur til alma mater þó það svíki meginreglur þeirra. Nóg komið. Þú hefur getu til að byggja nýja hluti. Ef þú hefur ekki fjármagnið, þá hefurðu félagslegt eða pólitískt fjármagn. Eða hæfileikann til að svitna. Verk lífs okkar er hin mikla bygging. Förum af stað.
---
Auðvelt að er að yfirfæra þetta á íslenskar aðstæður og þær eru ekkert ósvipaðar og í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 17.11.2023 | 17:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.