Íslendingar hafa ekki verið duglegir að bora jarðgöng miðað við að Ísland er fjallaland og stórt. Á vegakerfinu í dag eru 14 jarðgöng sem alls eru yfir 70 km að lengd.
Það sem einkennir íslensk jarðgöng er að þau eru öll, utan Hvalfjarðargöngin, fjallagöng, þ.e.a.s. boruð í gegnum fjöll. Hvalfjarðargöngin ein eru neðansjávargöng.
Ef við berum okkur saman við Færeyjar, þá eru fjórðu neðansjávargöngin, Sandeyjargöngin, að opna þann 21. desember næst komandi. Í Færeyjum eru 23 jarðgöng, ýmis í gegnum fjöll eða neðansjávar eins og áður hefur komið fram.
Færeyingar eru ekki hættir en fern ný göng eru í pípunum, þar af ein neðansjávargöng til Suðureyjar. Þau yrðu ekki smá smíði, yfir 26 km að lengd. Suðurey er afskekktasta eyja Færeyja í suðri, þangað er tveggja stunda ferjusigling.
Af hverju er hér verið að bera okkur saman við Færeyjar? Jú, málið snýst um hvort það borgi sig að fara í jarðgangnagerð. Færeyingar telja svo vera.
Jafnvel Sandeyjargöngin, sem eru um 11 km löng, borga sig þótt aðeins 300-400 bílar fari um göngin daglega. Ástæðan er einföld, það er rándýrt að vera með ferjusiglingar milli eyja Færeyja. Göng í Færeyjum sem leysa af ferjur, eru því að meðaltali 15 ár að borga sig upp. Utan það að tengja allar eyjarnar í eina heild er þjóðhagslega hagkvæmt.
Því ættu neðansjávargöng til Vestmannaeyjar að vera þjóðhagslega hagkvæmt til lengri tíma litið. En slík göng eru sambærileg við neðansjávargöng til Suðureyja. Vegalengd beggja gangnanna er svipuð og kostnaðurinn svipaður. Svipaður íbúafjöldi er í báðum eyjum og ferjusiglingar myndu leggjast af.
Svarið við spurningunni í titli greinarinnar er því já. Neðansjávargöng sem leysa ferju af, borga sig á x löngum tíma og síðan er bara hagnaður. Annað mál er með jarðgöng í gegnum fjöll, oft eru þau samgöngubætur, gera byggðalög vegtengd að veðralagi sem eru kröfur nútímans. Þau eru lengur að borga sig upp en gera það að lokum.
Í samgöngu áætlun ætti a.m.k. ein göng að vera í smíðum hverju sinni en menn hika. Jafnvel jarðgöng við Vík í Mýrdal er frestað út í það óendalega, þótt auðljóst að þau borgi sig.
Að lokum, svo er það eilífðar verkefnið að leggja Sundabrautina. Sem menn annað hvort sjá fyrir sér sem jarðgöng eða brýr eða hvorutveggja. Menn vita af tug milljarða hagnaði af að leggja veginn en samt er hikað. En nú er þetta líka spurning um öryggi íbúa höfuðborgasvæðisins, þ.e.a.s. ný flóttaleið úr borginni ef til nátttúruhamfara kæmi. Mun eldgos í nágrenni höfuðborgarsvæðisins koma mönnum af stað?
Íslendingar lifa nú við breyttan veruleika. Þeir verða að passa sig hvar þeir leggja nýjan flugvöll í stað Reykjavíkurflugvöllinn, og auðljóst er að Hvassahraunsflugvöllurinn er úr myndinni, þótt þrjóskir borgarstjórnarmenn í Reykjavík vilja ekki viðurkenna raunveruleikann.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Samgöngur | 17.11.2023 | 09:06 (breytt kl. 09:09) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.