Svarið er einfalt og hægt að svara með einu orði: Engin.
Skattar eru lagðir á með pólitískum ákvörðunum. Því er allur gangur á því hvort hægt sé að finna sérstaka réttlætingu fyrir álagningu þeirra segir Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði á Vísindavefnum: Hver er réttlætingin fyrir álagningu erfðafjárskatts?
En Gylfi reynir samt að bjarga sér fyrir horn og talar um umframbyrði skatta. Hann útskýrir það í öðru svari á Vísindavefnum og segir: "Nær allir skattar reka fleyg á milli ábata einstaklings af ákvörðun sem hann tekur og ábata þjóðfélagsins sem heildar af ákvörðuninni. Útkoman getur hæglega orðið sú að einstaklingar taka ákvarðanir sem koma þeim vel en öðrum illa. Kostnaður þjóðfélagsins vegna slíkra ákvarðana er nefndur umframbyrði skatta á máli hagfræðinnar." Hvað er átt við með umframbyrði skatta?
Með öðrum orðum með því að einstaklingur minnkar tekju- og virðisaukaskattgreiðslur sínar (t.d. með því að mála heima hjá sér og sleppa því að mæta í vinnu) en fyrir vikið verður annaðhvort að draga úr þjónustu ríkisins eða leggja hærri skatta á einhverja aðra til að vega upp á móti þessu. Hvernig þessi rök megi heimfærast upp á látið fólk, er mér hulin ráðgáta. Er verið að refsa hinn látna fyrir að deyja og ríkið verði af tekjum? Er einstaklingurinn ekki búinn að greiða tekjuskatta og aðra skatta, þar á meðal eignaskatta, til ríkisins allt sitt líf?
Gylfi viðurkennir að "Ekki liggur fyrir haldgóð greining á áhrifum erfðafjárskatts á Íslandi, hvorki hvað varðar umframbyrði skattsins né áhrif hans á tekju- eða eignaskiptingu."
Svo segir Gylfi og kemur með hina raunverulegu skýringu á erfðaskattinum: "Í mörgum löndum Vestur-Evrópu má rekja álagningu erfðafjárskatts til lénskerfis miðalda. Þá var gjarnan litið svo á að flestar eignir og sérstaklega landareignir tilheyrðu viðkomandi þjóðhöfðingja og leyfi hans þyrfti til að færa þær til erfingja við andlát." Auðvitað vildi hann kúga út fé fyrir náðsamlegt leyfi sitt.
Þetta er svipað og þegar lénsherrann fékk að sofa hjá nýgifri konu, af því að hann var eigandinn yfir líf og limum allra lénsþegna hans. Í stað lénsherrann er komið hið almáttuga ríki sem gýn yfir öllu, sem vill stjórna lífi fólks frá vöggu til grafar. Það eru því engin efnisleg rök fyrir erfðaskatta, bara skatta græðgi ríkisvaldsins.
Hvernig var þetta þegar ekkert ríkisvald var til á þjóðveldisöld? Engir skattar á Íslandi þar til kirkjan var stofnun 1056. Þá var komið á svonefnd tíund.
Tíund var 10% tekjuskattur - bændur greiddu 10% af uppskerunni, handverksmenn 10% af framleiðslunni í Evrópu - en hér var tíundin greidd af eign og var því eignaskattur eða öllu heldur eignaaukaskattur. Gert var ráð fyrir því að eignir manna ykjust um 10% árlega og greiddu 10% af eignaaukanum, eða 1% af heildareign. Þetta er lítil skattlagning en skipti máli ef menn voru leiguliðar. Ekkert er talað um erfðafjárskatt.
Grímur Jónsson, fyrrverandi amtmaður, lagði fyrstu drögin að því að hið forna tíundarkerfi yrði lagt af 1840. 40 ár tók að koma nýju skattkerfi í framkvæmd (1879). Það var ekki fyrr en 1911 sem fyrstu lög um erfðafjárskatt var komið á Íslandi (Þá féllu úr gildi tilskipun frá 12. september 1792 og opið bréf konungs 8. febrúar 1810 um erfðafjárgjald).
Er ekki tilvalið að leggja þessa auka skatta af sen engin raunveruleg réttlæting er fyrir? Mun ríkið ráðstafa þessum skatta af dauðu fé á betri hátt en erfingjarnir og á ríkið nokkuð að eiga hlut í máli? Nei! Blóð, sviti og tár liggja oft að baki ævisparnaði. Ríkið verðskuldar því ekkert af arfi viðkomandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Fjármál | 16.11.2023 | 08:45 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.