33 milljarða nátttúruhamfarasjóður nánast tómur

Úr 33 milljarða varasjóði náttúruhamfara, eru 3 milljarðar eftir segir á Útvarpi sögu.

Sjóðurinn fór í hælisleitendamál og eitthvað allt annað. Eyjólfur Ármannsson alþingismaður Flokks fólksins sagði að 19,5 milljarðar hafi farið í launahækkanir, ríkisábyrgð vegna stuðningslána sem eru um 200 milljónir og svo 25 milljónir í samhæfingarteymi vegna stöðu um móttöku flóttafólks. Síðan er það ráðstöfun vegna vinnslu fjáraukalagafrumvarpsins þar sem gert er ráð fyrir 6,6 milljarðar fari í málaflokkinn um umsækjendur um alþjóðlega vernd. Leiðtogafundur Evrópuráðsins var einn og hálfur milljarður. Þá voru dómkröfur umfram útgjöld 1400 milljónir, endurmat á gengisforsendum eru 1.314 milljónir. 237 milljónir voru settar vegna riðu í Miðfirði.

Embætti ríkislögreglustjóra fékk 198 milljónir vegna eldgosa og snjóflóða (vel varið fé).

Aðeins 55 milljónir hafi farið í mál sem tengist nátttúruhamfarir en Veðurstofa Íslands fékk þennan pening vegna eldgosa og uppsetningu mæla á Seyðisfirði.

Milljarðar úr varasjóði náttúruhamfara greiddur til hælisleitenda og Evrópuráðsfundarins

Er þetta löglegt að innheimta skatta í eitthvað annað en til var ætlað?  Dæmi: Rukkað fyrir að fara t.d. um veg en peningarnir fara í að borga utanlandsferðir ráðamanna? Skattarnir eru komnir á með lagasetningu og eru ætlaðir í ákveðna hluti. T.d. fasteignaskattar eru lagðir á til að borga vegagerð í sveitarfélögum o.s.frv. Má nota þá í önnur verkefni? Greinilega.

En af hverju auka skattar? Til eru 3 milljarðar. Af hverju að geyma þá, svona eins og til spari?  Nota 3 milljarðanna sem til eru í þetta verkefni. Ef einhvern tímann er ástæða til að nota þetta fé, þá er það núna. Svo mega fyrirtækin Orkuverið í Svarshengi (HS veitur) og Bláa lónið taka upp veskið til að borga varnagarð. Nær væri að reisa varnagarða um Grindavík (þegar við vitum hvar gosið kemur upp). 

Þvílík peningasóun í gangi í þessu landi, er furða að maður sé tregur til að borga skatta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

laughing -- no komment

Guðjón E. Hreinberg, 15.11.2023 kl. 13:50

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég myndi svíkja undan ef ég gæti.  Mig langar ekki að borga undir flakkara eða einhverja ríka alkóhólista frá Evrópu.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2023 kl. 14:18

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Væri það ekki alveg galið þegar búið er að reisa varnargarð um Svartshengi og Bláa lónið að eldgosið komi svo upp í Grindavík? Til hvers er varnargarðurinn reistur?

Birgir Loftsson, 16.11.2023 kl. 08:49

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta hef ég séð afsakað sem svo að þetta sé bara almennur neyðarsjóður sem eigi að dekka alls konar og megi gjarnan tæmast. Eftir stendur að ríkið er ekki með neinn varasjóð vegna náttúruhamfara sem rennur ekki líka í ráðstefnur, riðuveiki og hælisleitendur.

Geir Ágústsson, 16.11.2023 kl. 14:31

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Já Geir, ef ég legg pening inn á reikning fyrir húsnæðiskaup en eyði svo honum í allt annað, til hvers að safna? Þetta eldgosa ævintýri í Grindavík á eftir að draga dilk á eftir sér.

Birgir Loftsson, 16.11.2023 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband