Lorentz A. Krieger sjálfstæðisbaráttu hetja Íslendinga?

Lorentz A. Krieger kammerjúnkeri var stiftamtmaður Íslands á fyrri helmingi 19. aldar. Bústaður hans var Stjórnarráðshúsið, áður betrunarhús og fangelsi.

Kriger er nokkuð merkilegur karakter. Í söguágripi Stjórnarráðshússins á Stjórnarráðshúsinu segir frá honum á eftirfarandi hátt: "Hann lét mjög til sín taka, sérstaklega í Reykjavík þar sem hann vann að endurbótum á skipulagsmálum og stuðlaði að því nýmæli að kosin var byggingarnefnd í bænum. Krieger lét m.a. endurhlaða Skólavörðuna á sinn kostnað sem eftir það var um tíma kölluð Kriegers-Minde. Hann bannaði byggingar á Lækjartorgi og Austurvelli og lagði veg meðfram Læknum sem var upphafið að Lækjargötu. 

Krieger sat nýstofnað stéttaþing Dana 1835 sem fulltrúi Íslands og samdi síðan tillögur um breytingar á stjórn Íslands þar sem hann lagði til að landið fengi heimastjórn. Það var í fyrsta sinn sem slíkar tillögur voru settar fram og hefur því ekki verið mikið haldið á lofti af Íslendingum."

Hugmyndin um heimstjórn á Íslandi má því fyrst rekja til hans. Íslendingar gleymdu þessu ekki en kusu ekki að halda nafni hans á lofti.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband