Heimurinn skiptist í það sem fellur undir okkar stjórn og það sem er utan við okkar stjórnar. Hamingja felst í að greina þar á milli, láta ekki það sem er utan okkar stjórnar á okkur fá og breyta rétt þegar kemur að því sem er undir okkar stjórn.
Handbók Epiktets
Þessi vísiorð stóuspekinnar er erfitt að fylgja eftir. Sérstaklega í nútímanum. Markús Árelíus, einn svonefndu fimm góðu keisara Rómverja, tókst að tileinka sér þessa speki á stríðstímum. Hann þurfti að stríða á Parþa (Íran nútímans) og Germani en leitaði á sama tíma hugfróunar í speki stóu og skrifaði rit í anda hennar, Hugleiðingar.
Við getum ekki verið hamingjusöm en við getum verið góð; við skulum þess vegna láta sem það skipti ekki máli hvort við erum hamingjusöm svo lengi sem við erum góð." sagði heimspekingurinn Bertrand Russel og var ekki sammála stóuspekingum að þessu leiti. Ekki hægt að vera rólegur og hamingjusamur þegar ógæfan dynur yfir.
Nú er heimurinn kominn inn fyrir dyr á Íslandi og menn taka afstöðu með eða móti ákveðnum stríðum sem nú geisa í heiminum. Nú skiptir máli fyrir Íslendinga að halda hugarró sinni og taka rökræna afstöðu til yfirstandi átaka. Ekki nægir að taka afstöðu samkvæmt aburðum dagsins í dag eða gær, heldur morgundagsins.
Svo er sá möguleiki, sem er aldrei nýttur, að taka ekki afstöðu og sitja hjá þegar tveir aðrir deila. Og á réttum tíma að bjóða fram aðstoð til að stilla til friðar.
Aldrei hafa íslensk stjórnvöld boðist til að stilla til friðar í Úkraníu, í því blóðuga stríði með 600 þúsund manns í valinu að menn telja. Hvert á móti, það er kynt undir átökin. Aldrei buðust Íslendingar til að miðla málum í Sýrlandi þar sem a.m.k. 230 þúsund manns liggja í valinu. En allt í einu vilja sumir Íslendinga boða vopnahlé í stríði sem er enn lítið að umfangi í Ísrael. Í stríði þar sem fullvaldi ríki er í átökum við hryðjuverkasamtök.
Eru Íslendingar eins friðelskandi og þeir þykjast vera? Ótal mannskæð stríð hafa verið háð síðan lýðveldisstofnun 1944. Íslendingar hafa reynt að vera samkvæmir sjálfum sér í atkvæðagreiðslum Sameinuðu þjóðanna en ávallt elt aðra í ákvörðunartökunum. Berum saman afstöðu Íslendinga við Svisslendinga.
Svisslendingar vilja ekki taka afstöðu í yfirstandi átökum í heiminum. Stærsti stjórnmálaflokkurinn vill meira segja festa hlutleysisstefnuna í stjórnarskrá landsins. Ólíkt Evrópusambandinu, Bandaríkjunum eða Bretlandi hefur hið hlutlausa Sviss ekki lýst Hamas sem hryðjuverkasamtök. Sviss hefur ekki einu sinni eigin lista yfir hryðjuverkamenn. Það heldur því fram að það beiti aðeins refsiaðgerðum með ákvörðunum frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem hefur ekki tilnefnt Hamas sem hryðjuverkahóp.
Vegna friðareflingarstarfs í Mið-Austurlöndum hefur Sviss samskipti við alla hlutaðeigandi aðila til að stuðla að viðræðum milli Ísraela og Palestínumanna sem og milli íslamska Hamas og veraldlegra Fatah hópa. Að nefna Hamas hryðjuverkasamtök myndi ekki leyfa nein bein samskipti við hópinn.
Vegna friðareflingarstarfs í Mið-Austurlöndum hefur Sviss samskipti við alla hlutaðeigandi aðila til að stuðla að viðræðum milli Ísraela og Palestínumanna sem og milli íslamska Hamas og veraldlegra Fatah hópa. Að nefna Hamas hryðjuverkasamtök myndi ekki leyfa nein bein samskipti við hópinn.
Ekki er hér verið að segja að við göngu jafn langt og Svisslendingar og lýsa ekki ákveðinn hóp hryðjuverksamtök, sérstaklega þegar saklaust fólk er drepið í massavís.
En þegar upp er staðið er kannski besta utanríkisstefna Íslendingar að vera eins og Svisslendingar, skipta sér ekki af en bjóða fram aðstöðu til að stilla til friðar ef þess er óskað. Líkt og þegar stórveldin hittust í Höfða og Reagan og Gorbasjov leituðu sátta. Aðili sem báðir andstæðingar geta treyst. Ekki er hægt að treysta Íslendingum ef við tökum afstöðu með öðrum stríðsaðilanum; þannig verður sáttasemjari ekki til.
Flokkur: Bloggar | 6.11.2023 | 09:11 (breytt kl. 12:26) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.