Nú ætlar það að ganga í lið með Grýlu og Leppalúða um jólin og næstu misseri. Saklausasti, eða sá sem virðist saklausasti meðlimur fjölskyldu þeirra hjóna, Samfylkingin, mælist með hátt fylgi í skoðanakönnunum og nú er óskað eftir fleiri frambjóðendum. Stefnan er sett í skúffu, það er að koma Ísland í ESB, til að laða börnin í poka Grýlu.
Það er alveg magnað hvernig þessi stefna virðist geta lifað allt af, líka þjóðarmorð í Sovétríkjunum og Kína (nú síðast rústað Venesúela) og jafnvel í sjálft framvarðaríki kapitalismans, Bandaríkin en við stjórnvölinn þar er mesta sósíalistastjórn landsins fyrr og síðar. Við sjáum strax afleiðingar þeirrar stjórnar.
Það vantar öfluga leiðtoga til að takast á við þessa misheppnuðu stefnu, því að ein af ástæðum fyrir að hún rankar alltaf aftur við, er að unga kynslóðin fær enga fræðslu um afleiðingar stefnunnar. Meira segja skólakerfið er gegnsýrt af stefnunni og því ekki undarlegt að ekki tekst að kveða niður þetta skrímsli. Sjá hér t.d. þetta frábæra myndband: Ungur nemandi skólar skólanefnd til
Til að útskýra málið betur, þá er fyrirkomulag skólamála betra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Svokallaðar skólanefndir stýra starfi skólanna en bæði foreldrar og nemendur mega mæta á fyrirspurnafundi þeirra og koma með athugasemdir. Tíðindalaust af þessum vettvangi, þangað til Covid faraldurinn kom. Milljónir barna send heim og foreldrum sett fyrir heimafræðslu. Þegar þeir lásu sósíalíska ruslefnið sem börnunum var ætlað lesa og innrætt, varð allt "brjálað". Foreldrar kvörtuðu á fundum skólanefndanna um allt land og demókrataflokkurinn sigaði varðhund sinn FBI á þá. Síðan hefur ríkt "stríðsástand".
Í ofangreindu myndbandi reyndi skólanefndin að hunsa gagnrýni nemandans, ýmis með að vera ekki viðstödd þegar stúlkan gagnrýndi eða setja innihaldi ræðu hennar skorður (ritskoðun). Á þessum fundi mætti nemandinn með stjórnarskránna til að minna nefndarmenn á að þeir eru bundnir tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskráarinnar og flutti þeim pistinn við lofaklapp foreldra. Árekstur foreldra og skólayfirvalda um kynfræðslu í grunnskólum Íslands er af sama meiði.
Í þessum sunnudagspistli ætlaði ég að fjalla um sósíalismann almennt, en ekki eina afleiðingu hans, sem er innræting í skólum.
Málsvari kapitalískt þjóðfélags og frelsis - Margaret Thatcher
Helstu og öflugstu andstæðingar sósíalismans undir lok tuttugustu aldar voru Ronald Reagan og Margaret Thatcher, leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands. Löng valdatíð þeirra einkenndist af uppgangi, bjartsýni og efnahagsframfara. Áhrifa þeirra gætir enn í dag. Þau voru harðir andstæðingar kommúnista/sósíalista og þau unnu heimsveldi hins illa, Sovétríkin með vopnum kapitalismans, ekki vopnum.
Í ótal ræðum vöruðu þau við lymskulegum aðferðum sósíalista við stjórn ríkja. Og við skulum ekki fara í grafgötur um hvaða flokkar á Íslandi eru sósíalistaflokkar. Þeir eru Píratar (stjórnleysingar og verstir af öllum), Vinstri grænir (mennta kommar), Viðreisn (í dulargervi borgaralegs flokks), Sósíalistaflokkur Íslands (sem betur fer ekki á Alþingi) og Samfylkingin. Margaret Thatcher gætir verið að ávarpa og vara við þessum flokkum í neðangreindri ræðu (sjá hér að neðan) og lauslegri þýðingu minni á úrdrætti ræðunnar. Gefum Thatcher orðið:
"Í síðasta úrræði, og þess vegna er hann svo hættulegur, táknar sósíalismi samþjöppun valds í höndum ríkisins og örsmárs hóps einstaklinga.
Við skulum aldrei gleyma því að allt vald hefur tilhneigingu til að spilla og algert vald spillir algjörlega. Sá mikli maður Alexander Solzhenitsyn varaði sérstaklega við sósíalisma þegar hann var síðast hér á landi. Hann sagði og ég vitna í:
Hnignun nútímahugsunar hefur verið flýtt fyrir þokukenndri drauga sósíalismans. Sósíalismi hefur skapað þá blekkingu að svala þorsta fólks eftir réttlæti: Sósíalismi hefur vaggað samvisku þess í þeirri trú að valtarinn sem er við það að fletja það sé blessun í dulargervi.
Ég vil að við tökum öll þessi orð til okkar; það er viðvörunin sem við hunsum og setur okkar í hættu. Frelsið sem helst í hendur við frjálst framtakskerfi gerir það siðferðilega miklu æðri öllum valkostunum."
Sjá slóð: 1976 May 4 Tu, Margaret Thatcher. Speech to Junior Carlton Club Political Council.
Ég ætla að vitna í fleiri ræður, en eru flestar frábærar. Þarna er talað beint, hugsjónirnar sem hún stóð fyrir, á hreinu en ekki eins og útflattur stjórnmálajafningurinn nútímans.
Ræða Thatchers 1994:
1994 Nov 8 Tu, Margaret Thatcher. Speech at the "Salute to Freedom" award ceremony.
Úrdráttur: "Margar af rótum nútíma lýðræðis eru byggðar á biblíulegum gildum - trú á sérstöðu einstaklingsins, siðferðilega eiginleika frelsis, réttindi og skyldur sem við öll deilum, þetta eru kjarninn í lýðræðislegum meginreglum okkar.
Við deilum sannfæringu um heilagleika alls mannlífs, gildi hvers og eins og grundvallar mikilvægi fjölskyldunnar.
Baráttan fyrir mannréttindum hefur kannski aðeins komið fram á síðustu tveimur öldum eða svo en undirstöður hennar teygja sig aftur til biblíulegrar arfleifðar okkar."
Og ég enda þetta á orðum Thatchers um hryðjuverk sem á jafnt við um í dag og þá: "Land getur ekki stutt hryðjuverk og ætlast samt til þess að komið sé fram við það sem meðlimur alþjóðasamfélagsins. Að taka gísla er að útiloka sjálfan sig frá hinum siðmenntaða heimi."
Margaret Thatcher og hryðjuverk
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 5.11.2023 | 10:50 (breytt kl. 21:57) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Athugasemdir
Thatcherism: https://fb.watch/o7N_MXShVB/
Jafnaðarstefna er jöfnuður í fátækt.
Birgir Loftsson, 5.11.2023 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.