Stuðningsríki farin að sjá hættu á útbreiðslu átaka?

Ísraelsmenn eru á svipaðri braut og Bandaríkin eftir 11. september og horfa ekki til lausnar eða vopnahlés, segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur í viðtali við RÚV.

Stuðningsríki farin að sjá hættu á útbreiðslu átaka

Þetta er athyglisverð niðurstaða sagnfræðingsins. En er hann samkvæmur sjálfum sér?  Í öðru viðtali segir hann um átökin í Úkraníu að Vesturlönd hafi verið of treg að senda Úkraníumönnum nauðsynleg hergögn. Þar styður Erlingur greinilega átökin í landinu.

Vestræn ríki verða að vera staðföst í stuðningi við Úkraínu

Getur verið að fyrrum störf hans hafi áhrif á mat hans? Erlingur er fyrrv. starfsmaður SÞ og NATO í Afganistan og við vitum hver afstaða S.þ. er gagnvart átökunum á Gaza svæðinu. Ísraelmenn eiga að gera tafarlaust vopnahlé. NATÓ styður Úkraníu. Situr Erlingur á ríkisstjórnarfundum Ísraelsstjórnar og veit hvað er sagt á fundum?

Mér finnst eins og mat hans sé byggt á pólitískum grundvelli en ekki hernaðarlegum.  Bæði átökin eru stórhættuleg fyrir heimsfriðinn. 

Munurinn er að átökin í Úkraníu hefur staðið í meir en eitt ár og menn ekki eins hræddir við að heimsstyrjöld brjótist út. Sem er rangt. Það þarf ekki en meira en ein mistök hjá hvorum stríðsaðila og heimsstyrjöld brotist út. Ef eitthvað er, eru átökin í Úkraníu mun hættulegri, því að þarna eru tvö mestu kjarnorkuveldi heims í staðgengisstríði. Þau eru ekki síður hættuleg en bein stríðsátök. Átökin eru líka stærri með hundruð þúsunda manna í valinu. En heimurinn er búinn að missa áhugan, í bili a.m.k. Hernaðarátökin búin, bara eftir að láta Úkraníumenn vita af því að þeir töpuðu stríðinu. Brestir eru komnir í Bandaríkjunum, Repúblikanar vilja ekki senda meiri pening í hítið í Úkraníu.

Menn eru líka hræddir við átökin í Ísrael. Þótt hætta sé á heimsstyrjöld, þá er svæðisstyrjöld líklegri, eins og er nú þegar. Það er að lönd eins og Líbanon (árásir Hezbollah), (Egyptaland sem móttökuland flóttamanna), Jemen (eldflauga árásir), Sýrland (loftárásir Ísraela á landið) sem hafa blandað sér í átök Ísraela og Hamas.

Á meðan bandarískar flotadeildir liggja við akkeri á Miðjarðarhafi og Rauðahafi og hótar bæði Hezbollah og Íran hefndaraðgerðum, gerðist ekkert meira. Íranir vita sem er, að Ísraelar og Bandaríkjamenn klæjar í fingurnar að sprengja innviði Írans í loft upp.  Allir vita að uppgjör við klerkastjórn Írans er líklegt, nema henni verði velt úr sessi í borgarastyrjöld.

Súnní ríkin með Sádi Arabíu í broddi fylkingar eru harðir andstæðingar shía ríkjanna.  Átakalínurnar eru skýrar. Og Ísraelar búnir að skipa sér í lið með súnní Araba. Svo er að sjá hvort innanlands ókyrrð verði það mikil að ráðamenn súnní Araba telji sig nauðbeygða til aðgerða gegn bandamanni sínu, Ísrael.

Líklegasta sviðsmyndin verði eins og hún er í dag. Ísraelar ganga á milli bols og höfuð á Hamas, og hugsanlega á eftir á Hezbollah en eftir ræðu leiðtoga þeirra í gær, virðist eins og þeir ætli að sitja hjá.  Ef þeir fara í Hezbollah í Líbanon, nota Ísraelar tækifæri og gera loftárásir á Íran, hugsanlega með þátttöku Bandaríkjamanna. Ef Íranir gætu ráðist á Ísrael, væru þeir löngu búnir að gera það. Í staðinn þurfa þeir að styðjast við "undirverktaka" til að herja á Ísrael.  Önnur stórveldi, Kína, Indland og Rússland sitja hjá og þar með engin heimsstyrjöld.

En veit nokkur maður hvað mun gerist? Ég eða aðrir? Allir eru að giska á útkomu en breyturnar eru of margar. Hvað ef Tyrkir fara af stað? Hvað ef Rússar blandast í átökin? Hvað ef... hvað ef?

En þetta eru hættulegir tímar. Ríki fara á stjá og í stríð þegar þau sjá tækifæri. Ekkert tækifæri er eins gott og þegar heimsveldið Bandaríkin er upptekið af tveimur stríðum. Eins og mannskepnan er byggt, er bara tímaspurs mál hvenær hún fari í næstu heimsstyrjöld.

Það er ekki að ástæðulausu sem ég er að hvetja Íslendinga til að vakna og sinna eigin vörnum. Bandaríkin geta e.t.v. ekki sinnt skuldbindingum sínum sem varnaraðili Íslands. Bandaríski herinn er veikur fyrir í dag, það er ekki spurning. Hann ræður ekki við marga öfluga andstæðinga í einu. En hann er reyndar ekki einn. Hann á marga bandamenn sem betur fer. Andstæðingar Bandaríkjanna kunna að leggja saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hernaðarsagnfræðingurinn Victor Davis Hanson með svipaða sýn á átökunum í Ísrael og ég: https://fb.watch/o7cwqUF99r/

Birgir Loftsson, 5.11.2023 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband