Skrif bloggara

Skrif bloggara eru eins misjöfn og bloggarar eru margir. Ástæðan fyrir að menn blogga er mismunandi.  Sumir taka fyrir ákveðna málaflokka, svo sem veður, trú eða annað, aðrir um daginn og veginn.

Skrif sumra eru umdeild.  Menn eiga jafnvel í málaferlum og nú reynir fjölmiðill einn að gera útgáfufyrirtækið Árvak ábyrgt fyrir skrif bloggara sem er eins og hengja bakarann fyrir smið!

Hver bloggari ber ábyrgð á eigin skrifum enda er hann að skrifa um eigin hugarefni. Svo er það umhugsunarvert að fjölmiðill sem starfar í skjóli málfrelsis, reynir að skerða frelsi einstaklinga til að tjá hugsun sinnar.

En hér á blogginu ber einnig á andstöðu gagnvart ákveðnum hópum. T.d. ákveðnir þjóðernishópar eru gagnrýndir eða aðrir hópar. Gott og vel, ef gagnrýnin er málefnaleg, þá er það í lagi.

Verst er að þeir sem ganga lengst í þessu, gefa ekki kost á andsvari í athugasemdum. Hvers vegna skyldi það vera? Þora menn ekki að standa við skoðun sína? Er þetta fólk eins og karlinn á kassanum sem predikar og hlustar ekki ef einhver svarar?  Karlinn á kassanum er reyndar betri en bloggarinn með engan athugasemda reit, því að fólkið á götunni getur hrópað á móti og mótmælt. Oft skapast skemmtileg samskipti úr þessu.

Bloggið er forum, umræðutorg. Það er því leiðinlegt ef engar umræður skapast af því að bloggarinn þolir ekki athugasemdir, bara einræður bloggarans sem afhjúpar sig með orðum sínum.

En svo höfum við bloggarar einn möguleika í stöðunni. Við getum andmælt með því að skrifa blogg grein á móti. Ég hef gert það einu sinni, því að viðkomandi bloggari þorði ekki í umræðuna.

En umfram allt, ekki banna skrif annarra! Ég er 1000% fylgandi málfrelsinu, án þess er ekkert lýðræði. En mér langar stundum að fá að svara á móti, því að bjóða upp á þögn er "brot" á málfrelsinu í vissum skilningi. Einræða er ekki lýðræðisleg umræða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Fyrir hvað stendur appelsínuguli liturinn í blogginu hjá þér?

Ertu þú einhver opinber talsmaður á vegum LANDSBJARGAR?

Eða 

Ertu þarna að markaðstetja

logomerki viðreisnar/ gaypride-fána-fólkið?

Dominus Sanctus., 3.11.2023 kl. 10:45

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Appelsínu guli liturinn stendur ekki fyrir neinu. Ég er litblindur og því er litaval mitt stundum "undarlegt"!  

Sanctus - In Nomine Dominus Et Filius Et Spritus! Amen.

Birgir Loftsson, 3.11.2023 kl. 10:56

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Appelsínuguli liturinn í blogginu hjá þér

gæti hamlað því að ég vildi gerast vinur þinn hérna á blogginu

(þó að það sé nú engin skilda) 

af því að ég gæti haldið að þú værir að markaðssetja 

logomerki viðreisnar /gaypride-fánann.

Dominus Sanctus., 3.11.2023 kl. 10:56

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo eru það bloggarar sem þora ekki að blogga undir nafni hvað þá með mynd. Oftar en ekki eru blogg frá þeim þau orðljótustu. Það finnst mér verra en að gefa ekki kost á að koma með athugasemdir.  

Sigurður I B Guðmundsson, 3.11.2023 kl. 11:04

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Hvernig lítur lógómerki Viðreisnar út/gaypride fánans?  Appelsínugulur?

Það sem ræður litavali hjá litblindum (eins og mér) er birta litarinn á bloggsíðunni. Ætli það hafi ekki ráðið ferðinni hjá mér er ég valdi snið og lit á bloggsíðu mína á sínum tína.

Kveðja, Birgir

Birgir Loftsson, 3.11.2023 kl. 11:06

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er nokkuð til í þessu hjá þér Sigurður. Það má líkja þessu við hróp og köll úr fundarsal í miðri ræðu ræðumanns og slík eru oftar en ekki ókvæðisorð og ætluð að eyðileggja ræðuna, ekki spurningar úr sal.

En stundum geta þessir einstaklingar verið málefnalegir en það er sjaldgæft.  

Sanctus er t.d. óþekktur einstaklingur. Mér datt í hug að hann væri heilagur maður og þorði ekki annað en að koma með latneska blessun í kveðju minni til hans!

Birgir Loftsson, 3.11.2023 kl. 11:21

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heyr heyr.

Guðjón E. Hreinberg, 3.11.2023 kl. 14:53

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vel orðað Birgir, -kærkomin orð dagsins alla daga.

Magnús Sigurðsson, 3.11.2023 kl. 16:01

9 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Guðjón, Magnús, Sigurður og Sanctus (John Doe).

Birgir Loftsson, 3.11.2023 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband