Bálknið stækkar frá ári til árs. Það er athyglisverð útgjöldin fyrir 2022 sem eru hærri en fyrir 2023 sem munar um 1,7%. En þetta er bara undantekningin sem sannar regluna.
Ef litið er á tímabilið 2022-2026, þá aukast útgjöld ríkisins árlega. Frá 2023-24 aukast þau um 143,123 m.kr. Frá 2023-26 fara þau úr 1,334,867 m.kr. í 1,523,426 m.kr. Sjá slóð: Greiningar og mælaborð fjárlaga
Hér er ekki verið að segja að menn séu ekki að spara eða gæta aðhalds. Ríkisendurskoðun sér til þess að menn haldi sér á mottunni að einhverju leyti.
Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar hækka á tímabilinu 2023-26. Sem gerir 31,429 m.kr. aukningu milli ára. En forsendurnar sem menn gefa sér sem tekjur eru bara í kolli reiknimeistara ríkisins. Óvissan um tekjur af ferðamönnum, veiðum o.s.frv. er algjör. Kannski kemur annar faraldur á næsta ári og allt breytist.
En það er eins og það megi ekki skera niður neinsstaðar. Alltaf aukast umsvif ríkisins. Gott og vel. Ríkisvaldið getur stækkað kökuna ef það vill til að mæta þessum aukna kostnaði í ríkisútgjöldum, ef það fer vel með mjólkurkúnna sem eru einstaklingar og fyrirtæki landsins.
Hóflegir skattar og frelsi til athafna stækka kökuna. Ef fyrirtækin eiga fé aflögu, þá fjárfesta þau og sú fjárfesting eykur veltu o.s.frv.
En fróðlegt væri að vita hversu mikið fé rennur úr landi frá erlendum ríkisborgurum sem starfa hér á landi. Þeir stækka atvinnumarkaðinn en eru þeir að eyða fé sínu á Íslandi? Koma þeir hingað margir tímabundið, fá lélegt atvinnuhúsnæði sem húsaskjól á meðan unnið er hér en senda innunnið fé til heimalandsins? Sjálfsagt er það þannig, hef heyrt það frá þeim erlendu iðnaðarmönnum sem ég hef talað við, að hingað er sótt á "vertíð" í einhverja mánuði og svo lifað á afrakstrinum heima einhvers staðar í Austur-Evrópu.
Auðvitað skilja þeir eftir töluvert fé innanlands, þeir þurfa að kaupa sér í matinn o.s.frv. En það væri fróðlegt að vita þetta eins og áður sagði og hefur þetta áhrif á stöðu krónunnar?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Fjármál | 2.11.2023 | 10:57 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Ríkið vill hafa kökuna eins litla og hægt er og halda henni allri.
Eða þannig lítur það út.
Flestar stofnanir eru verri en gagnslausar, og þær sem hafa þó einhvern tilgang eru ofmannaðar, vegna þess að tölvur eru til, eða fá ekki það sem til þarf vegna þess að það væri að nota peningana í þágu almennings.
Veit ekkk hvað verður um alla þessa gagnslasuu froðu í næsta hruni.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2023 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.