Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor telur ekki að afnám virðisaukaskatts á matvæli sé góð leið til að bæta stöðu heimilanna eða til að lækka vexti eða verðbólgu, eins og formaður Miðflokksins hefur lagt til segir í ríkisfjölmiðlnum RÚV.
Segir tímabundið afnám virðisaukaskatts á matvæli eins og að pissa í skóinn
Af hverju er þetta vond hugmynd? Erfitt er að skilja rök hans. En hann sagði að skattar væru lagðir á til að standa undir svo mörgu öðru sem á að bæta líf okkar eins og velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi, menntakerfi og fleira. Því gæti þurft að koma til niðurskurðar á einhverjum sviðum sem væri kannski ekki velferðarauki.
Er þetta ástæðan fyrir að ekki megi leggja af virðisaukaskattinn á matvæli? Að bálknið fái að stækka áfram í formi meiri skattheimtu? Skilur hagfræðiprófessorinn ekki að útþennsla ríkisútgjalda, aukin skuldasöfnun ríkisins og sveitarfélaga er að keyra upp verðbólguna?
Ekki er almenningur að auka hana við hana, fáir getur keypt sér íbúð en húsnæðismálin hafa áhrif á neyðsluvísitöluna. Matvælaverð í rjáfrum sem og annað verðlag í landinu. Margt fólk berst í bökkum fjárhagslega. Fátækt er hluti af lífi fólks og leiguverð á leiguíbúðum stjarnfræðilegt.
Ekki eru það fyrirtækin sem halda uppi verðbólguna þegar þau hafa ekki efni á okurvaxta lánum í boði Seðlabankans. Þau eru ofurskattlögð eins og heimilin í landinu og svo eru lagðir steinar í götu þeirra með reglugerðafargani.
Auðvitað hefur afnám virðisaukaskatts á matvæli strax áhrif á illa stödd heimili landsins og öll heimili. Það er ígildis launahækkanna, því allir þurfa að kaupa sér í matinn. Að kaupa sér mat er engin lúxus kaup sem fólk er að leika sér að gera. Í raun hafa orðið kaupmáttarlækkun hjá meginþorra fólks, vegna þess að verðbólgan er hærri en launahækkanirnar.
Svo segir prófessorinn: "Hins vegar megi ræða samsetningu skattakerfisins. Jákvæðir skattar væru til dæmis mengunargjöld, síðan væru skattar sem hefðu ekki teljandi áhrif á efnahags starfsemina eins og veiðigjöld og síðan skattar sem hafa neikvæð áhrif. Þar megi setja virðisaukaskatt."
Hvað er jákvætt við mengunargjöld? Jákvæðir skattar? Mengunargjöld er aukaskattheimta ríkissins. Okkur er talið að allt sé að farast á Íslandi vegna mengunar, í landi hreinustu orku í heimi og heimilin menga ekkert með hitaveituna og rafmagnið. Og í hvað fara peningarnir sem innheimtir eru með mengunargjöld? Í ríkishítið. Og "...skattar sem hafa neikvæð áhrif. Þar megi setja virðisaukaskatt". Hvað á hann við með því? Óskiljanleg setning. Flestir skattar eru neikvæðir.
Kíkjum á tekjuskattinn:
Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2023
Skattþrep 1: Af tekjum 0 409.986 kr. | 31,45% |
Skattþrep 2: Af tekjum 409.987 - 1.151.012 kr. | 37,95% |
Skattþrep 3: Af tekjum yfir 1.151.012 kr. | 46,25% |
Þetta er rífleg skattheimta af tekjum launamannsins. Sem sagt, áður en hann fær launin í hendurnar, eru búið að hirða stóran hluta launa hans í ríkishítið. En þetta er bara byrjunin. Svo koma allir hinir skattarnir (og innflutningsgjöld á vörum) um leið og aumingja maðurinn dregur fram veskið.
Virðisaukaskattur
Skattþrep virðisaukaskatts | 24% | 11% |
Afreikniprósenta | 19,35% | 9,91% |
Þessir skattar eru lagðir á allar vörur og þjónustu. Hvað er þá eftir af launum launamannsins og hvað fá fyrirtækin hlutfallslega? Bókstaflega allt er skattlagt, t.d. að leggja bílinn sinn í bílastæði og launamaðurinn er eltur í gröfina með erfðaskatti á afkomendum hans. Eignir hans sem hann er margbúinn að borga af í formi skatta.
Getur verið að prófessorinn sé hlyntur háu skattastigi í landinu? Að leysa eigi óráðsíuna með auknum álögum á borgaranna og fyrirtækin? Ábyrgð hins opinbera sé lítil? Ekki að gæta aðhalds og reka ríkissjóð hallalausan?
Hvernig væri að byrja á að sníða sér stakk eftir vexti. Minnka skattheimtuna og spara í ríkisrekstrinum. Það má til dæmis spara sér 15-25 milljarða á ári með því að loka á flóttamanna iðnaðinn en hingað leita þúsundir manna sem koma á fölskum forsendum og leggjast á velferðakerfið. Það má létta á heimilin með afnám nefskattsins sem fer í RÚV órásíuna (8 milljarðar? plús tekjur sem RÚV hefur af einkareknum fjölmiðlum í formi auglýsinga) en bókarar ríkisapparatsins geta ekki lagt saman tvo plús tvo og komið með hallalausan rekstur.
Svo eru umsvif ríkisins í menningargeiranum. Alls kyns starfsemi hans er ríkisstyrkt. Menn liggja á spenanum eftir að hafa gefið út eitt gott listaverk og verðskulda lífstíðar uppihald ríkisins, þótt ekkert meira merkilegt komi frá viðkomandi listamanni. Margir listamenn og menningarfyrirtæki lifa góðu lífi á eigin verkum og án ríkisstyrkja, og þeir sem eiga ekki erindi, eiga að detta af menningasviðinu en ekki haldið uppi af almenningi, peningum mínum og þínum. Góðir listamenn sem afla tekna af list sinni í samkeppni við ríkisstyrkta listamenn sem geta ekki lifað af list sinni (af hverju skildi það vera?).
Hagfræðiprófessorinn mætti benda á að skera má niður í opinberri stjórnsýslu. Hætta að ríkisstyrkja stjórnmálaflokka, byggja hallir fyrir of umfangsmikið Alþingi (með 63 aðstoðarmenn fyrir þingmenn sem sitja við þingstörf að meðaltali 107 daga ársins). Þurfum við svona mörg sendiráð? Í nútíma þjóðfélagi, þar sem hægt er að reka erindi með fjarskiptabúnaði. Sendiherrarnir eru svo margir, að margir þeirra þurfa að starfa í utanríkisráðuneytinu, þar ekki eru til sendiráð fyrir þá. Vera með sendinefnd sem ræktar samskiptin við mörg ríki í einu, eftir þörfum, og sleppa dýrum rekstri sendiskrifstofa.
Allur sparnaður, þegar talið er saman, breytir lokatölum og rekstri ríkissjóðs.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Fjármál | 31.10.2023 | 14:10 (breytt kl. 17:03) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Aha... "Jákvæðir skattar væru til dæmis mengunargjöld"
Kolefnistrúarmaður.
Það er ekki að furða að allt sem hann segir sé rugl.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.10.2023 kl. 15:53
Spænsk stjórnvöld brugðust við verðbólguskotinu með því að fella niður virðisaukaskatt af matvælum, setja þak á orkuverð, takmarka hækkanir á húsaleigu, lækka verð á almenningssamgöngum og leggja hvalrekaskatt á ofsagróða fyrirtækja sem högnuðust á verðhækkunum.
Sumir álitsgjafar fundu þessum aðgerðum allt til foráttu.
Þær skiluðu sér samt í skarpri lækkun verðbólgu á Spáni.
Why is inflation so low in Spain? - The Banker
Umræddur hagfræðiprófessor er öðru fremur þekktur fyrir að hafa rangt fyrir sér. Þekktasta dæmið er Icesave, en hann var meðal þeirra sem spáðu efnahagslegum endalokum Íslands ef ríkisábyrgð yrði ekki samþykkt. Það rættist ekki og síðar var staðfest að tillögur þess efnis voru ólöglegar.
Þeir sem hafa fylgst með þessu nógu lengi hafa þróað með sér eftirfarandi þumalputtareglu: Ef umræddur hagfræðiprófessor leggst gegn einhverju er það líklega góð hugmynd. Ef hann mælir með einhverju er það líklega slæm hugmynd.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2023 kl. 16:21
Tek undir báðar athugasemdir hér að ofan.
Allt sem frá þessum manni hefur komið er algjört rugl og
steypa.
Að hann skuli sitja ennþá á launum á ríkisjötunni er bara
algjörlega galið.
Allir sem studdu ICESAFE eiga ekki að koma nálægt nokkrum
sköpuðum hlut þegar kemur að ríki og sveitarfélögum.
Því miður er rauninn önnur og þess vegna stefnir allt hér
til fjamdams eina ferðina enn.
Það er eins og Íslendingar vilja aldrei lærar af mistökum
heldur sækja í þau aftur og aftur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 31.10.2023 kl. 17:11
Takk fyrir innlitið báðir. Það er eftir öllu að fara eftir áliti álitsgjafa RÚV. Viðtalið var óskiljanlegt. Ekkert samhengi í því og ráð hans léleg. Alltaf er "þjóðráðið" að auka skatta.
Hvernig væri að reyna að stækka kökuna í stað þess að skera af henni með sköttum? Það er ekki gert með skattlagningu, heldur þvert á móti, hún minnkar þjóðarkökuna.
Þrautpínd heimili og fyrirtæki eru í "sjálfbjargargírnum" og geta lítið framkvæmt. Engar framkvæmdir, engin stækkun kökunnar. Í raun eru litlar framkvæmdir í gangi á Íslandi (sem gæti verið verðbólguhvetjandi). Engar virkjanir eru smíðaðar, búið að byggja flest hótelanna og eina sóknin sem er í gangi er hjá fiskeldisfyrirtækjunum.
Hér er hálf kapitalískt samfélag, því að ríkisafskiptin eru það mikil. Hið opinbera liggur eins og mara á efnhagslífið og almenning.
Birgir Loftsson, 31.10.2023 kl. 17:23
Hvað segir Margrét Thacher um skattlagningu? Sjá myndskeið að neðan...
https://fb.watch/o56SljlWic/
Birgir Loftsson, 3.11.2023 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.